sunnudagur, 3. apríl 2016

Aflandseyjar:Kjaftshögg í beinni.

Íslensk stjórnmálamenning fékk mesta kjaftshögg sem hún hefur fengið, verra en Hrunið. 
Maður er lamaður og dofinn. Þvílíkur Forsætisráðherra. Siðleysingi, trúður.
Spurningin er hvað gerist næstu daga, þingið og forsetinn á Bessastöðum hafa mikla ábyrgð.

Og við þjóðin höfum mesta, ég finn fyrir kjaftshögginu, ég hef aldrei upplifað að vera í boxi fyrr en nú, vonandi hefur þjóðin fengið nóg. 

Og þó kannski er okkur ekki viðbjargandi. En við mætum á fundinn á morgun. 



Sannreyna, Æra: Stór orð

Hver er reynslan af því að trúa þeim, ljúga þeir aldrei. Segja alltaf satt? Ef svo er aldrei logið 11 x 11 sinnum. Og hirð þeirra er hún trúverðug, Jóhannes, Ásmundur Einar, Guðlaugur Þór, GunnarBragi. Þorsteinn Sæm. Vigdís H. Hrólfur, Nú er 11 heilög tala. Takk Ásmundur. Hver ætlar að sannreyna þá? Stórt orð . sannreyna. Hver vill leggja æru sína í það? 
Sorglegt að sjá Sigrúnu Magnúsdóttur í þessum hópi.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/04/02/segir-enga-leid-ad-sannreyna-yfirlysingar-bjarna-og-sigmundar-davids/