fimmtudagur, 13. júní 2013

Íhaldsstjórnin: Allt á sömu bókina lært!!!!

Nú hefur íhaldsstjórn tekið völd á Íslandi.  Þá breytist margt fólk vill oft gleyma því þegar það kýs slíka stjórn yfir sig. Og eitt er kannski verra en áður, það er greinilegur flutningur Framsóknar yfir á hægri vænginn, þar sem hann skákar Sjálfstæðinu að mörgu leyti í hreinni afturhaldsstefnu.   Það verða breytingar í velferðarmálum, utanríkis- og friðarmálum, í efnahags- og atvinnumálum.  Við sjáum strax margt á fyrstu dögum þessarar stjórnar.  

Nú er strax farið að tala um slæman viðskilnað fráfarandi stjórnar og það þurfi að skera niður.  Enn vitum við ekki hvað en fjármálaráðherrann minntist á nýlega settan á tannlæknakostnað barna. Það verður margt annað sannið þið til!!!  Og skattalækkanir hverjir fá þær????  

Á sama tíma leggur sjávarútvegs- og atvinnumálaráðherra frumvarp um  lækkun á veiðigjaldi  þar sem milljarða afsláttur kemur til framkvæmda seinni hluta þessa árs og á næsta ári: 



Gangi þessi áform frumvarpsins eftir má gera ráð fyrir að það muni fela í sér umtalsverða lækkun sérstaka veiðigjaldsins frá því sem reiknað var með á grundvelli nýlegra laga um veiðigjöld sem tóku gildi um mitt síðasta ár. Samkvæmt þeim lögum var gert ráð fyrir um 14 mia. kr. heildartekjum af veiðigjöldunum fiskveiðiárið 2013/2014 miðað við forsendur ríkisfjármálaáætlunar sem kynnt var sl. haust. Því er ljóst að verði frumvarp þetta að lögum mun það hafa töluverð áhrif til lækkunar á tekjuáætlun ríkissjóðs árin 2013 og 2014. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir geti orðið á rekstrar- og greiðslugrunni fyrir þessi ár samkvæmt frumvarpinu borið saman við forsendur fjárlaga 2013 og ríkisfjármálaáætlunarinnar:

20132014
mia. kr.rg.grgr.rg.grgr.
Ríkisfjármálaáætlun13,512,616,214,5
Eftir breytingar10,311,79,89,8
Munur-3,2-0,9-6,4-4,7



Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum fyrir aflaheimildir verði 3,2 mia. kr. lægri á árinu 2013 frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum og að tekjurnar geti orðið 6,4 mia. kr. lægri á árinu 2014 en áætlað var. Hins vegar má gera ráð fyrir að tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja í ríkissjóð muni aukast að einhverju marki þar sem veiðigjöld eru frádráttarbær rekstrarkostnaður. Á þessu stigi liggja ekki fyrir aðrar ráðstafanir til að vega upp á móti þessari lækkun á áformaðri tekjuöflun ríkissjóð. Því verður að gera ráð fyrir að staða ríkissjóðs muni versna sem nemur þessari umtalsverðu tekjulækkun frá því sem áformað var og að þar með verði til muna lengri leið að jöfnuði í heildarafkomunni en gert hafði verið ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun sem fylgdi með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013.

Athygli mín beinist að ábendingu athugsemda við frumvarpið  um skuldastöðu sjávarútvegsfyrirtækja: 

Á sama hátt er rétt að vekja athygli á því að sjávarútvegsfyrirtæki hafa greitt niður skuldir á síðustu árum. Á eftirfarandi yfirliti má sjá skuldir sjávarútvegsfyrirtækja 2008–2011 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands:
ÁrMilljarðar kr.
2008523
2009541
2010473
2011443



Ætli þessi minnkun á skuldum séu vegna greiðsla frá fyrirtækjunum eða niðurfellingu á skuldum frá bönkum?  Ansi virðast þessi fyrirtæki vera mörg örlát að greið út arð til eigenda.  

Utanríkisráðherra hættir sér út fyrir landsteinana og gefur út yfirlýsingu í Brüsssel auðvitað í hreiðri NATO :

Aukin áhersla verður lögð á verkefni Íslands innan Atlantshafsbandalagsins á komandi árum segir Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra. Hann segir að ný ríkisstjórn verði viljugri þáttakandi í starfi bandalagsins en sú stjórn sem fyrir var.

Líklega þarf ekki að hugsa um fjármagn til þess!!!!  Það greiða vígaherrarnir með glöðu geði!! Og það eru fleiri glannalegar yfirlýsingar: 
 „Það verður enginn vandræðagangur núna að geta sagt við NATO og við bandalagsþjóðirnar að við berum þarna skyldu sem við ætlum okkur að axla. Það hefur stundum verið vandræðagangur á því sem verður ekki núna,“ segir hann.
 „Sú breyting þýðir ekki að við ætlum að fara að taka þátt í einhverju hernaðarbrölti heldur bara að við leggjum áherslu á það við okkar bandalagsþjóðir að við erum fullgildir meðlimir að NATO og munum sinna því eins vel og við getum á okkar forsendum,“ segir Gunnar Bragi.


Er það furða að manni verði flökurt.  

Menntamálaráðherrann setur fram fyrsta frumvarp sitt og auðvitað er það að færa heiminn nokkur skref til baka að taka aftur upp pólítíska stjórnun á RÚV: 

Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi tilnefninga í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Samkvæmt núgildandi lögum skipar ráðherra fimm manns og jafnmarga til vara í sérstaka valnefnd til tveggja ára í senn, allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tilnefnir þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara, Bandalag íslenskra listamanna tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir einn fulltrúa og annan til vara. Hlutverk valnefndar er síðan að tilnefna fimm fulltrúa í stjórn félagsins og fimm til vara. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að í stað þess að stjórnarmenn séu tilnefndir af valnefndinni tilnefni Alþingi stjórnarmenn í hlutbundinni kosningu. Ekki eru hins vegar lagðar til breytingar á fjölda stjórnarmanna Ríkisútvarpsins ohf. og verða þeir áfram sjö talsins.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að lítils háttar rekstrarkostnaður geti sparast hjá félaginu með niðurlagningu valnefndarinnar. Hins vegar mun lögfesting frumvarpsins ekki hafa áhrif á framlög til fyrirtækisins úr A-hluta ríkissjóðs.

Loks nefni ég frumvarpið sem allir landsmenn hafa beðið eftir:  Um skuldastöðu heimilanna og ennþá þrátt fyrir að þetta var aðalkosninga og sigurmál Framsóknarflokksins virðast þeir ekki tilbúnir með tillögur og það á að leggja í mikla vinnu að kanna þennan málaflokk sem þeir hefðu mátt segja sér fyrir kosningar í staðinn fyrir að vera með ódýr kosningaloforð um flýtigang og forgang þessara mála sem eru satta að segja ákaflega flókin. 
Aðgerðaáætlun.

    1.     Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013. 
                Ábyrgð: Forsætisráðherra og ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna.    2.     Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Tillögur að mögulegum útfærslum liggi fyrir í nóvember 2013. 
                Ábyrgð: Forsætisráðherra.
    3.     Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013. 
                Ábyrgð: Innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.
    4.     Skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Tillögur liggi fyrir í upphafi árs 2014. 
                Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra.
    5.     Lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Frumvarp lagt fram á sumarþingi 2013. 
                Ábyrgð: Innanríkisráðherra.
    6.     Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013. 
                Ábyrgð: Forsætisráðherra. 
    7.     Kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Tillögur liggi fyrir í september 2013. 
                Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.
    8.     Sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Tillögur liggi fyrir í ágúst 2013. 
                Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
    9.     Stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húsnæði til eigin nota. Frumvarp verði lagt fram á haustþingi 2013. 
                Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.
    10.     Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Frumvarp verði lagt fram á sumarþingi 2013. 
                Ábyrgð: Forsætisráðherra. 
    Samræming og eftirfylgni vegna aðgerðanna verði í höndum sérstakrar ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna sem hafi yfirsýn yfir aðgerðirnar og tryggi samræmi á milli þeirra. Nefndin skoði einnig aðrar leiðir sem mögulegar eru til þess að ná sömu markmiðum og tryggja samráð við þá aðila sem málið varðar þannig að sem víðtækust sátt verði um útfærslu aðgerðanna. 
    Forsætisráðherra gefi Alþingi skýrslu um stöðu mála í upphafi haustþings 2013 og síðan aftur í upphafi vorþings 2014.


Svo, lesendur góðir, við sjáum þessi fyrstu skref þessarar íhaldsstjórnar, ég hef ekki rætt um þjóðmenningar og þjóðernishugmyndir stjórnarinnar, geri það örugglega seinna!!!!

Ef menn vilja kynna sér frumvörpin þá er fínt að skoða Alþingi.is!!!