þriðjudagur, 17. maí 2016

Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :

Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.










Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

   Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :
Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.