miðvikudagur, 12. nóvember 2014

Glaðir ráðherrar, kjósendur í vafa????

Forsætisráðherrann er glaður, aldrei upplifað annað eins. Hann er svo glaður. 

Við sem höfum haft einhvern varnagla eigum auðvitað að skammast okkar. Ég veit nú ekki alveg fyrir hvað.  Að vilja halda uppi umræðu um flókið mál er ekkert að skammast fyrir það.  Ég hef sveiflast í þessu máli. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.

Að dreifa hundrað milljörðum eða þrjú hundruð er ekki einhver leikur. Það getur verið spurning um hrun ríkis eða lífskjör þjóðarinnar í áratug. Við getum ekki haft sæmileg velferðar og heilbrigðiskerfi. Kosningaloforð eins flokks er ofar þjóðarhag.  

Innanríkisráðherra er glaður, hefur fullt traust þingflokks síns.  Formaður flokksins hikar ekki, ráðherrann á að sitja áfram. En um leið er hún miður sín, vonandi meinar hún það, en því miður eru ansi margir efins. Hún gekk ansi langt í málflutningi sínum og þrýstingur hennar á yfirvöld og blaðamenn var út í hött.  Mitt mat er að hún eigi að hætta.  Strax í dag.

_______________________________________

Svo er annað mál, hvernig á almenningur að geta tekið afstöðu í svona stórum málum.  Það er ekki auðvelt að álykta og ákveða sig.  Ein vinkona mín fékk milljón og þakkaði ríkisstjórninni.  Hún hefði frekar átt  að þakka þjóðinni.  Það verðum við, ég og þú sem borgum þetta, hún líka.   Enn eru engar blikur um það að aðrir borgi þetta en við.  Svo við frestum uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem er að koðna niður, við frestum framkvæmdum á vegakerfi, við hækkum ekki laun hópa sem sem eru í verkföllum eða eru að fara í verkfall.

Það eru nýir fjölmiðlar sem gegna lykilhlutverki á netinu, Kjarninn, Kvennablaðið, Blogggáttin, Skoðun, til að nefna nokkur.  Einn gamall, DV.  Og bloggarar hafa áður óþekkt áhrif, Stjórnmálamenn kveinka sér undan spurningum fréttamanna.

En það eru margir fullir efa, fjárlög framundan, nýtt ár, mörg vandamál.  Stóri heimurinn er í kreppu, styrjaldir, fjármálaheimurinn titrar og framundan gróðurhúsaáhrif og bráðnun jökla, flóð og þurrkar. Og ráðherrar er glaðir og miður sín?