Aldrei hef ég séð netheim eins logandi og seinasta sólarhringinn.
Ólafar málið Stóra heltekur okkur öll.
Og ýmislegt gerist í stjórnsýslunni, seinast skipun neyðarstjórnar:
Stjórnin hefur fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur
nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd. Stjórnin
hefur einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á
fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. Farið
verður í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd
ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. Þá verði sérstök úttekt gerð á
alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur.
En
mál þett sýnir í hnotskurn svo margt í okkar stjórnkerfi.
Nýfrjálshyggjan er komin inn á gafl og vinstrimenn hafa verið
varnarlausir gagnvart háværum lausnum um ódýrari lausnir í mennta,
heilbrigðis og velferðarþjónustu. Þegar grannt er skoðað er á bak við
þetta einhverskonar mannfyrirlitning gagnvart þeim sem eiga erfitt, hafa
dottið út úr atvinnukerfinu, eiga ekki innangengt í það. Það er ekki
sjálfsagt að veita góða og mannvæna þjónustu. Þarna eru hugmyndir um
ölmusu. Þetta fólk skilar "engu" fé í þjóðarbúið, þess vegna er það
lítils metið. Alls kyns furðulegar hugmyndir vaða uppi hjá stjórnmálamönnum og sérfræðingum, samanborið fréttir frá Tisa viðræðum. Alls staðar eiga peningar að stjórna lífi okkar. Barátta öryrkja seinustu áratugi fjallar um þetta. Okkur
vantar kerfi þar sem manneskjan er virt eins og hún er. Kerfið er til
að þjóna þessu fólki eins og öllum öðrum. Þeir sem eiga nóg af peningum
(hátekjufólk) eiga að borga meira til þess að þetta gangi hjá okkur, þeir eiga að vera ánægðir með það að láta drjúgt af hendi til þess.
Lífið á ekki að ganga út á að fela
fjármuni fyrir skattayfirvöldum á fjarlægum eylöndum. Stjórnmálamenn
eiga ekki að líta á það sem hlutverk sitt að hjálpa auðmönnum til þess.
Það er lóðið. Það er ekki hægt að meta allt í aurum og krónum. Mannvirðing ofar mannfyrirlitningu