sunnudagur, 22. desember 2013

Gylfi, Sigmundur og Bjarni dansa valdadansinn


Menn, misvitrir, keppast við að hrósa ríkisstjórninni að hafa náð samningi.  Það má segja það að það er gott ef samningur næst.  Það losar ýmsa við brjóstsviða og magabólgur.  En auðvitað er það Gylfi sem er Il Maestro.  Hann gat aldrei samið af viti við Jóhönnu og Steingrím, hann hafði sjúklegt hatur í þá átt. Ristilbólgur þjáðu hann á þeim árum. 

En það er allt í lagi að semja við íhaldið í landinu.  Það sem skiptir mestu máli að Lífeyrissjóðirnir komist sæmilega úr út þessum samningum.  Þess vegna eru engar kröfur um verðtrygginguna, Lífeyrissjóðir elska verðtryggingu.  Verkalýðshreyfingin þarf ekki að minnast á útgerðarmenn, nei, þeir eru góðir eins og Samherjamenn kasta hálfri milljón í liðið.  Þá er allt í lagi.  Og að semja fyrir flesta undir verðbólgu, það er flott. 

Svo Gylfi hjálpar xD og xB að dansa áfram valdadansinn,  Gylfi er svo góður, þjóðin elskar Gylfa.  Og kýs Sigmund Davíð mann ársins. 

Eða hvað????