fimmtudagur, 24. apríl 2014

Flóttamenn: Hanna Birna er glöð á góðum degi

Lífið blasir við í allri sinni gleði, bjartsýni og krafti hjá Hönnu Birnu þessa dagana.  Það er gaman að skrifa svona fagnaðargreinar eins og hún gerir í Fréttablaðið í dag, á sumardeginum fyrsta. .  En það eru ekki allir sem geta fagnað, þeir finna áþreifanlega fyrir pennastrikum Hönnu Birnu. Þegar
samkomulagi kenndu við Dublin er veifað framan í flóttamenn eftir 2 ár eða meira.  Og um leið er mörgum lagabrotum hampað í nafni ráðherra.  

Þegar ég heyrði fréttirnar brast hjarta mitt og ég grét bara vegna þess að öll þessi ár sem ég hef verið á flótta komu aftur til mín,“ segir Eze titrandi röddu. Hann kemur frá Nígeríu. 

Ég á erfitt með svefn, mér líður hryllilega,“ segir Shawkan í samtali við DV (hann kom frá Írak) en hann hefur undanfarna mánuði þjáðst af mikilli streitu og þunglyndi. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir er lögmaður hans og annars hælisleitanda frá Súdan sem á einnig að senda úr landi í vikunni. Hann er 30 ára gamall og þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við að hægt verði að rekja það sem hann segir til hans. Hér eftir verður hann því kallaður Tour Jamous. Þeir hafa báðir kært úrskurð innanríkisráðuneytisins en útlit er fyrir að Jamous verði ekki á landinu þegar málið fer fyrir dómstóla.

Hann segir erfitt að hugsa til þess að hann hafi verið á flótta í sjö ár og að nú eigi að senda hann aftur til baka. „Stundum hugsa ég að það væri kannski best ef ég fengi dauðadóm um leið og ég kæmi aftur til Súdan. Það væri gott fyrir mig að losna við þetta þjáningarlíf. Að vera alltaf í viðtölum hjá lögreglunni eða Útlendingastofnun upp á von og óvon. Þetta er samt flókið og stundum hugsar maður til fjölskyldunnar heima en ...“ Jamous byrjar að tala á tungumáli sem blaðamaður skilur ekki, eins og í einhvers konar örvæntingu og ráðaleysi yfir stöðu sinni, áður en hann heldur áfram:

Já, hún Hann Birna er glöð á góðum degi: Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. 

Hún getur svo sannnarlega haft áhrif á framtíð þessara þriggja karla.  Og sofið vel.  

_____________________________________________________________


Sögurnar sem ráðuneytið vildi ekki heyra

Þrír sendir úr landi í vikunni - Biðu hér á landi í tvö ár eða meira - Mál þeirra ekki skoðuð efnislega - Eiga erfitt með svefn og glíma við mikinn ótta 


__________________________________________________________________________


Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar.

Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars.

Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. 

Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð.

Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. 
Gleðilegt sumar.