sunnudagur, 25. ágúst 2013

Sameining vinstri flokka: Vonlaus?

Enn á ný hefst umræða um sameiningu vinstri flokkanna tveggja.  Sem gátu ekki farið í eitt fyrir, hvað voru það tólf árum síðan.  Breyttir tímar krefjast breyttra áherslna. Og aðrir eru nú við stjórnvölinn.  

Árni Þór þingmaður VG lætur hafa eftir sér:

Það sé miklu meira sem þeir eiga sameiginlegt í svona grundvallarsýn á uppbyggingu samfélagsins og að þeir hagsmunir eigi að vera ríkjandi og hinir að víkja,“ segir Árni.


Hann telur möguleika á kosningabandalögum víða í stærri sveitarfélögum og jafnvel sameiginlegum framboðum. „Ég tel sömuleiðis möguleika á að vinna að slíku í stærri sveitarfélögum, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land.“

Hvað er það sem hefur komið í veg fyrir náið samstarf ?  Í upphafi voru það ólíkar áherslur í sambandi við þætti svo sem :  ESB, NATO, þjóðfrelsi, Frjálshyggju; svo hefur eflaust örlað á valdabaráttu einstaklinga sumir voru hræddir um sín vé.  

En hins vegar getur maður hugsað sér að hið nána samstarf flokkanna í ríkisstjórn hafi fært mörgum sanninn um það væri ekki svo margt sem aðskildi og að andstæðingurinn væri svo hatrammur að hætta væri á þjóðarhruni ef auðhyggjustefna hans eigi að ráða ríkjum næstu árin, ef hann fengi að böðlast áfram óáreittur eins og hann gerir núna. 


Ég er einn af þeim sem töldu að sameingin allra vinstri manna ætti að vera möguleg í upphafi, hafði ekki svo ákveðna afstöðu um ESB, vildi bíða eftir að sjá samning til að geta myndað mér endanlega skoðun, þó að í grunninn sé ég Evrópusinni, þar eru okkar hugmyndarætur og markaðir; helst var ég andstæður SF út frá friðarmálum, en vissi samt að NATO hafði aldrei verið bitbein stjórnarmyndunar á lýðveldistímanum; og Hrunið hefur fært flesta vinstrimenn saman í sambandi við efnahagsmál og Frjálshyggju.  Svo hefur þjóðrembustefna framsóknarmanna sýnt hversu slík stefna er vafasöm og ekki hefur umhverfisbarbarismi þeirra hjálpað til.  Svo núna er töluvert meiri grundvöllur fyrir samvinnu og jafnvel sameiningu. Þótt eflaust séu til menn í báðum flokkum sem sjá rautt við þá tilhugsun.   

Svo vonandi verður þetta rætt í rólegheitum í haust því í húfi er þjóðarhagur er í veði að láta ekki xD og xB taka yfir sveitarstjórnarmálin í kosningunum næsta vor.   Ég tel sameiningu ekki vera vonlausa undir stjórn vinsæls leiðtoga Katrínar Jakobsdóttur með Katrínu Júl eða Guðbjart sér við hlið. 

EF vinstri menn bera þá gæfu þá er öruggt að það er land framundan.