Það ætti að banna að hafa kosningar í sama mánuði og alþjóðamót í Íþróttum. Það hefur farið lítið fyrir forsetakosningunum. Hápunktarnir voru ósvífnar atlögur Davíðs Oddssonar að grafa kosningarnar í pólitískan skotgrafahernað fortíðarinnar með flokksmálgagnið sem Hátalara. sem að sjálfsögðu mistókst. Svo var það dónaskapur Ástþórs sem ég veit ekki hvað er að gera í framboði.
En þannig er lýðræðið allir með sem geta safnað meðmælendum og það er ekkert verra að eiga pening. Lýðræðið er ekki fullkomið.
Guðni svaraði Ástþóri í dag:
En þannig er lýðræðið allir með sem geta safnað meðmælendum og það er ekkert verra að eiga pening. Lýðræðið er ekki fullkomið.
Guðni svaraði Ástþóri í dag:
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“
Hann er með fylgi inn í öllum flokkum. Á vini líka, ætli það sé slæmt? Án þess að ástunda skítkast. Það hefur vakið athygli mína hversu sumir fylgismenn Andra Snæs hafa tekið því illa að þeirra maður hefur ekki komið nógu vel út úr skoðanakönnunum og farið í leiðindadylgjur, og slagorð Andra að
kjósa með hjartanu finnst mér ekki samboðið neinum.
En nú er þetta langt komið. Ef að líkum lætur er Davíðstímanum endanlega lokið. Orð Guðna um sómatilfinningu segja það sem segja þarf, brellumeistararnir horfnir á Þorrablótin og Árshátíðarnar.Flest viljum við Forseta allrar þjóðarinnar þar sem þingræði ríkir. Ný ríkisstjórn lítur dagsins ljós. Hófsemi, lítillæti og hjartahlýja ráða ríkjum. Stjórnarskrá verður lögð fyrir okkur til endanlegrar atkvæðagreiðslu. Þar sem skýrt er tekið á eignarhaldi auðlinda og náttúru.