miðvikudagur, 4. janúar 2017

Peningaspil: Eru karlmenn fífl?

Fátt kemur manni á óvart á Skerinu. Stutt í spillingu. Áhættufíklar á fullri ferð. Ætli þetta séu ungir karlmenn sem kjósa áhættufíklana í stjórnmálum: Bjarna Ben og Sigmund Davíð? Hvað segir Jónas Kristjánsson um þetta?

Frétt á RÚV :

Mikil hætta á veðmálahneyksli á Íslandi

Tæplega 30% knattspyrnumanna á Íslandi, sem tóku þátt í íslenskri rannsókn, segjast stunda peningaspil vikulega eða oftar. Um fimmtungur þeirra viðurkennir að þeir veðji á eigin leiki. Rúmlega sjö hundruð leikmenn tóku þátt í rannsókninni og niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Aðeins 2,3% knattspyrnukvenna segjast stunda peningaspil vikulega, langflestar á erlendum vefsíðum. 
Samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands mega samningsbundnir leikmenn á Íslandi ekki veðja á úrslit neinna leikja hérlendis - hvorki sinna eigin leikja né annarra liða. Af þeim rúmlega sjö hundruð, sem tóku þátt í rannsókninni, viðurkenndu um 7% að hafa veðjað á úrslit eigin leikja. 
Daníel Ólason, prófessor í sálfræði við HÍ og einn aðstandenda rannsóknarinnar, bendir á í samtali við Vísi að þrátt fyrir að niðurstöðurnar segi ekki til um hvort úrslitum leikja á Íslandi hafi verið hagrætt séu háar fjárhæðir undir og freistingin klárlega til staðar.