miðvikudagur, 13. janúar 2016

Tvær fréttir: 3 fangar og Veikindi ráðherra

Ekkert kveikti meira í netmiðlum en furðuleg fréttamennska á Stöð 2 í gærkvöldi. 
Viðtal við 3 fanga á Kvíabryggju.  Sem líta á sjálfa sig sem fórnarlömb dómskerfis þar sem allt virðist vera gert rangt.  Þeir eru lagðir í einelti, Bankamenn sem eru ofsóttir, ja, af hverjum?  Þetta tekur fréttamaður góða og gilda rökfærslu hjá þeim.  Virðist vera líta á það sem sannleika ekki örlar á gagnrýnni fréttamennsku hjá honum.  Hann verður allri stétt sinni til skammar. 

Þarna koma fram allir helstu ókostir „frjálsra fjölmiðla" í eigu auðmanna.  Skuggi Jóns Ásgeirs og Ingibjargar konu hans svífur yfir þessari fréttastofu sem hefur fyrirgert rétti sínum að tekið sé mark á henni.  Að fréttastofa taki þátt í því að setja svona leikrit á svið er fáránlegt. 3 fangar sem eru með her sérfræðinga á bak við sig á góðum launum, lögfræðingar sem hafa gert það að lífsstarfi sínu að dansa umhverfis þessa menn og þjóna þeim.  Fjölskyldumeðlimir sem eru þvílíkt meðvirkir, virðast hafa algjörlega misst siðferðiskenndina innan um gull og glingur.Stór hópur annarra bankamanna sem hafa aldrei gert neitt rangt.  Engin brú sem tengir þá við líf venjulegs fólks.


Svo ég segi bara:  Svei!!!




_______________________________

Önnur frétt sem fór í dag um netheima, bréf Ólafar Nordal sem sagði frá því að hún þyrfti framhaldsmeðferð þar sem hækkun hafi orði í æxlisvísum í blóði hennar en eins og flestum er kunnugt um barðist hún við krabbamein fyrir skömmu.  Ég hef stundum gagnrýnt pólitískar ákvarðanair hennar eins og maður gerir í hita leiks.  En þegar svona bjátar á óska ég henni alls góðs í meðferðinni.  Ég vona að allt fari á besta veg hjá henni og fjölskyldu hennar. 
 
Kæru vinir.
Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins. Við nánari skoðun komu í ljós smávægilegar breytingar í kviðarholi sem nauðsynlegt er að bregðast strax við.
Vegna þessa var ákveðið að ég skyldi hefja lyfjameðferð í upphafi þessa árs, í sex skipti, sem ég hef þegar hafið. Það eru vissulega vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma en allt fram á þennan dag benti allt til þess að ég hefði komist yfir þennan hjalla.
Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn.
Ég mun halda áfram að sinna mínum störfum eins og ég hef gert.
Bestu kveðjur
Ólöf