Það lítur illa út, ætli þeir hafi talast við í gær? SDG og BB, rætt skoðanakannanir? Kannski þurfa þeir það ekki. Þeir eru að gera rétt, þjóðin er fífl. Allt er á réttri leið, norður og niður. Þangað ætlum við. Með viðkomu í Flórída. Eða hvað?
Víkjum yfir til Landspítalans. Læknar láta í sér heyra í Fréttablaðinu. Margir stórir og valdamiklir. Þrjátíu og eitthvað, hvað er merkilegt við þennan lista hér að neðan? Ótrúlegt árið 2013. Verðlaun fyrir rétt svar. Nóg um það. En hvað á að gera, á bara að bíða? Eftir hverju? Er ekki kominn tími til að setja nokkra milljarða í fjáraukalög? Panta græjur og tölvur. Sýna kraft og dug. Sem lítið hefur farið fyrir, nema þegar útgerðarmenn eiga í hlut. Sem betur fer getur ríkið tekið lán núna erlendis. Þökk sé seinustu ríkisstjórn sem þjóðin mat lítils. Er ekki kominn tími til að tengja??????
Svo er það listinn hér að neðan. Er virkilega engin kona yfirlæknir prófessor á Landsspítalanum. Finnst karlyfirlæknum engin ástæða að hafa samstarf við annað starfsfólk. Er óþarfi að hafa valdamikla hjúkrunarfræðinga með? Eða aðra starfsmenn, eðlisfræðinga, matvælafræðinga, sálfræðinga, hagfræðinga og svo framvegis. Þarna sýnist mér sé líka kominn tími til að tengja. Eða hvað?
■ Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir
og prófessor í skurðlækningum,
formaður prófessoraráðs Landspítala
■ Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í geðlækningum,
varaformaður prófessoraráðs
■ Arthur Löve, yfirlæknir og prófessor
í veirufræði
■ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Bjarni A. Agnarsson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir
og prófessor í gigtarrannsóknum
■ Björn R. Lúðvíksson, yfirlæknir
og prófessor í ónæmisfræði
■ Einar Stefánsson, yfirlæknir og
prófessor í augnlækningum
■ Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir
og prófessor í meltingarlækningum
■ Elías Ólafsson, yfirlæknir og
prófessor í taugalækningum
■ Eyþór H. Björnsson, lungnalæknir
og klínískur prófessor
■ Friðbert Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í augnlækningum
■ Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum
■ Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir
og prófessor í lyfjafræði
■ Helgi Jónsson, gigtarlæknir og
prófessor í gigtarlækningum
■ Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og
prófessor í krabbameinslækningum
■ Karl G. Kristinsson, yfirlæknir
og prófessor í sýklafræði
■ Jóhann Heiðar Jóhannsson,
meinafræðingur, klínískur prófessor
■ Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir
og prófessor í lífefnafræði
■ Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir
og prófessor í smitsjúkdómum
■ Magnús Karl Magnússon, prófessor
í lyfjafræði og forseti
læknadeildar HÍ
■ Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og
prófessor í öldrunarlækningum
■ Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir
og prófessor í blóðsjúkdómum
■ Rafn Benediktsson, yfirlæknir
og prófessor í innkirtlalækningum
■ Ragnar G. Bjarnason, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Reynir T. Geirsson, yfirlæknir
og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
■ Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Sigurður Yngvi Kristinsson,
blóðmeinafræðingur og prófessor
í blóðsjúkdómum
■ Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og
prófessor í lungnalækningum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli