mánudagur, 21. október 2013

Biskup,Forseti, Ráðherrar: Hrópandi þögn


Góð tilbreyting að heyra í kirkjunnar manni sem ekki bugtar sig og beygir fyrir gulli og kálfum eins og við erum vön hérna heima. Biskupinn af Kantaraborg er frjálshuga maður með hjartað og hugsun á réttum stað.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/21102013-0

Forsetinn okkar virðist vera með aðrar áherslur heima en erlendis. Þetta sagði hann fyrir austan. 

Forsetinn sagði mikilvægt að hlusta á þarfir stórra skipafélaga og annarra sem vilja nýta tækifæri á norðurslóðum „sem geta frætt okkur um það hvað fest í þeirri aðstöðu sem menn eru að óska eftir ef að þessar siglingar verða að veruleika.“

Já, það er gott að hafa stór skipafélög sem geta frætt okkur. Fyrir nokkrum árum voru það stórir bankar sem vissu allt um það hvað okkur var fyrir bestu og forsetinn tók undir það. Við vitum hvert það leiddi okkur.  Í útlöndum man hann stundum að það eru stærri vandamál hvað varðar bráðnun ísa og jökla en skipaferðir það er spurning um stöðu okkar og líf á jörðinni.  

Það var hrópandi þögn í dag, engir ráðherrar tjáðu sig um eitt eða neitt.  Enginn Innanríkisráðuneytisráðherra, enginn Heilbrigðisráðherra.  Nei það var enginn ráðherra sem hafði með ólöglega handtöku á fjölda manns að gera.  Enginn ráðherra sem hefur með sjúkrahús að gera, hvað þá að koma með ákveðnar tillögur um fjárveitingar til Landspítalans. 

Hrópandi þögn valdsmanna um það sem skiptir máli.







Engin ummæli:

Skrifa ummæli