Enn er fólk að ræða yfirgang Garðabæjar og Vegagerðar með samþykki Innanríkisráðuneytis gegn umhverfissinnum. Mikið hefur verið rætt um hversu Bjarni okkar kæri Benediktsson vissi lítið. Jafnvel frændi hans Ingimundur Sveinsson sem var stundum til ráðgjafar þar syðra
hefur ekki getað frætt hann um tengslin og ömmurnar sem bæjarstjóranum var tíðrætt um í útvarpinu.
En...... árið 2007 var Bjarni farinn að vita eitthvað. Það sést í fundargerðum. Það er skemmtilegt hversu eigendur Selskarðs fylgja ár eftir ár sínum hagsmunum með athugsemdum á hverju ári og í fundargerð 24.10.2007 þá víkur Bjarni af fundi, takið eftir vék af fundi. Þegar eigendur Selskarðs voru að minna á rétt til Mótekju vestan Hraunsholtslækjar. Til hvers átti svo að nota mó eð mold? Mómold frá þessu svæði hyggjast eigendur Selskarðs m.a. nýta sem gróðurmold í lóðir á heimalandi Selskarðs. Já, Bjarni er kominn inn í hugmyndir ættarinnar um framkvæmdir. Ef hann vissi það ekki strax. Sem mér finnst líklegra.
5. Ásgarður, deiliskipulagsbreyting – 2007 07 0027Tillaga að breytingu deiliskipulags Ásgarðs lögð fram að lokinni kynningu.
Tillagan gerir ráð fyrir að lóð íþróttamiðstöðvarinnar stækkar til vesturs en
lóðir sameiginlegra bílastæða minnka sem þeirri stækkun nemur. Fimleikahúsið
verður sambyggt við íþróttamiðstöðina og verður hámarkshæð 9,0 m. Tillagan var í
kynningu frá 31.ágúst til 12.október. Ein athugasemd hefur borist við tillöguna
frá Jóni Lárussyni fyrir hönd eigenda Selsskarðs þar sem vakin er athygli á því
að jörðin Selskarð eigi rétt til mótaks í mómýri vestan Hraunsholtslækjar. Þar
sem að hugsanlegur réttur til mótaks er í mómýri vestan Hraunsholtslækjar á
athugasemdin ekki við deiliskipulag Ásgarðs þar sem skipulagssvæðið er allt
austan lækjarins og er athugasemdinni því vísað frá.
Bjarni Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 25.gr. Skipulags- og
byggingarlaga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli