fimmtudagur, 31. október 2013

Forsetinn og undirsátarnir í Stjórnarráðinu

Utanríkisráðherra enn á ferð.  Forsetinn enn á ferð. Það er sárt að horfa upp á þegar Forseti er farinn að unga út B-júklingum.  Sem hafa engar forsendur, hvorki menntun né yfirsýn að meta svo stórar og þýðingamiklar spurningar fyrir þjóðirnar.  Sem hafa í skjóli atgervisleysis síns afhent Forseta landsins mótun utanríkisstefnu sem honum er algjörlega óheimilt samkvæmt stjórnarskrá. 

Þar sem mótuð er stefna sem er langt utan nokkurs samhengis við hagsmuni okkar um þessar mundir.  Þar sem það lítur út fyrir að Kína eiga að taka við hlutverki Evrópusambandsins sem okkar aðalviðskiptaaðili.  Það er Norðurslóðastefna sem á að ríkja í anda forsetans sem er seinni tíma verkefni.  Halda á atkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB án þess að klára samninga eða leyfa þjóðinni að skoða samning.  Hunsa á vilja Alþingis um viðræðurnar og tilbúinn samning.

  Utanríkisráðherann böðlast áfram, hlustar lítið á starfsmenn sína,  virðist tölvustýrður frá Bessastöðum.  Maður kannast við stýrivinnubrögð Forsetans frá fyrri tíð.  Það eru margir sem hafa komið nálægt honum í pólitísku sambandi en það stóða sjaldan lengi.  Hann er oft búinn að skipta um lið.  

Enginn frýr honum vits en valdagræðgin eykst með aldrinum.  Það er gott fyrir hann að hafa þjóna í utanríkis- og forsætisráðuneyti.  Það hefur hann aldrei haft áður.  Hann nýtir sér það til ítrasta.  

Hvað segja Sjálfstæðismenn um þetta.  Eru þeir ánægðir.  Er þetta í þeirra anda að Bessastaðir séu orðnir raunverulegt stjórnsetur landsins?   Er ekki Davíð kampakátur yfir ofurvaldi fjandvinar síns?   ORG búinn að ná völdum sem Davíð hafði aldrei.    


Gunnar Bragi: „Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið“ – Horfir til Kína

Ég vona að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Það er ómögulegt að segja til um hvað gerist næstu 10 eða 20 ár, en að mínu viti er ESB að færast í þá átt að það verður sífellt óæskilegra fyrir Ísland að gerast aðili. Miðstýringin er að aukast, valdið er að færast frá fullvalda ríkjum til ókjörinna embættismanna.

Fríverslunarsamningurinn við Kína er okkur mjög mikilvægur. Kínverjar hafa áhuga á Íslandi og norðurslóðum og auðvitað á Ísland að notfæra sér þennan áhuga, rétt eins og Ísland notfærir sér áhuga annarra þjóða. Vonandi munu tengslin við Kína styrkjast. Það mun auðvitað gerast á okkar forsendum.

Of mikið gert úr hlutverki forsetans á sæstrengsráðstefnu í London

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að of mikið hafi verið gert úr ætluðu hlutverki forseta Íslands á ráðstefnu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands sem haldin verður í London á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli