fimmtudagur, 17. október 2013

Hross í oss: Benedikt bregst okkur

ekki, hann gerir það aldrei, þessi öðlingur. 

Benediktsvika hins heilaga, í fyrrakvöld var það Jeppi á Fjalli, í kvöld sáum við Hross í oss, eina af allra bestu myndum íslenskum fyrr og síðar. 

Mynd fyrir framsóknarmenn og okkur hin.   Hefur allt sem slík mynd hefur upp á að bjóða: 

Ástir, hesta, landslag, groddaskap, greddu, losta, jeppa, dráttarvélar, gaddavír, sjónauka,jarðafarir, brennivín,vodka og svaðilfarir. 

Myndatakan er ótrúleg, hef sjaldan upplifað annað eins. Bergsteinn hefur oft gert vel en varla eins og þetta. 

Leikararnir til sóma, Charlotte þó best, hestarnir þó betro, oft á maður bágt með að skilja samsetningu atriðanna. Þvílíkt listfengi á ferð. Hugmyndaauðgi, listfengi.  

Lofgjörð um lífsneistann, ástina, mannlíf og hestalíf í öllum sínum ófullkomleika.  

Meira bið ég ekki um.  Drífið ykkur í bíó, tökum okkur á, höngum ekki heima.

 

    

Engin ummæli:

Skrifa ummæli