fimmtudagur, 17. október 2013

Jeppí á Fjalli: Hvers vegna drekkur hann???

Mikið er nú brennivínið gott.  Mikill bölvaldur er nú brennivínið.  Ótrúlegt hversu margir verða að þjást vegna brennivínsins. Hvers vegna drekkur Jeppi???? 

Við fórum í gærkvöldi og sáum Jeppa á Fjalli, þvílík unun þvílík dásemd. Það er margt sem gerir þessa sýningu svo dásamlega.  

Leikstjórn Benedikts og svið Grétars, búningar Agnieszka Baranowska

Leikur: Að hafa svona stórleikara eins og Ingvar Sigurðarson, sem hefur allt á valdi sínu, látbragð, líkamsburði,tjáningu,  söng, tengsl við áhorfendur, Allir að skila sínu með honum Ilmur, Bergþór (af hverju er hann ekki nefndur í skránni), Bergur og Arnmundur Ernst (dýrlegir skemmtanastjórar andskotans), Arnar Dan, Hljómsveitin öll, þar sem sveiflast er á milli hljóðfæra eins og að drekka mysu, og þau bregða sér í leikhlutverk eins og smér.Stefán, Björn og Unnur Birna. 

Þýðing, tónlist, textar:  Texti sýningarinnar er óborganlegur, fyndinn, dónalegur, algjör skepnuskapur!  Lögin og flutningurinn falla saman eins og flís við rass.  Það er óborganlegt að hafa Bergþór í söngnum. Drykkjusöngur Ingvar með harmoníkuna er ógleymanlegur svo og sorgarsöngur Ilmar.  Útsetningarnar fjölbreytilegar og hæfa í hvert sinn. Bragi Valdimar og Magnús Þór liðast saman eins DNA.  

Leikhústöfrar voru til staðar í Nýja salnum í Borgarleikhúsinu. Við gengum út með gleði í hjarta þótt ekki blasti lífið við Jeppa og Nillu í regnbogalitum í lokin. Mikið eigum við gott leikhúsfólk.  Við eigum svo gott. Framundan ótal góðar sýningar. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli