Mikið var nú gott að landsleikurinn við Tyrki skyldi vera sama kvöld og setning Alþingis. Svo góð frammistaða okkar manna (Tyrkjaránsins hefnt eins og kallin myndi hafa sagt) kom í veg fyrir skjóta innlögn eftir að hafa hlustað á Forsetann bulla (ansi veruleikafirrtur í ár) og ekki tók betur við að
hlusta að kynningu á nýjum Fjárlögum. Það á ýmislegt eftir að gerast á Alþingi áður en Bjarnabuna kemst í gegn.
Fótboltinn var dásamlegur, falleg og skemmtileg mörk, leikmenn Íslands voru að gera sitt besta undir stjórn leiðtogans Gylfa, enda uppskáru þeir í samræmi við það, það er ekki hægt að segja það sama um valdamenn okkar í Alþingishúsinu og fjölmiðlunum.
Mynd: Höfundur Frá Þingeyrum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli