fimmtudagur, 18. september 2014

Leki: Samsæri ræstingafólksins

Dapurlegt, sorglegt, ógnvænlegt.  Að ákærður skuli stunda þennan leik, og eflaust tveir aðrir sem vita örugglega hvað hefur gerst.  En það á að halda áfram, það er ekkert sem heitir samviska. Ekki hjá þessu fólki.  Aðalatriði er að þyrla upp moldviðri, ösku og eimyrju. Panta
vænt eldgos svo allir gleymi.   

Auðvitað er þarna á ferðinni samsæri skúringafólksins.  Það er að hefna sín á 900.000 króna launafólkinu, láglaunafólk svífst einskis.  Einu sinni höfðu aðstoðarmenn ráðherra pínulítið meira en kennarar i laun.  Það er liðin tíð.  

Nú eru það hinar stóru mótvægisaðgerðir. Aðvitað eru það eðlilegar mótvægisaðgerðir að sekir verði sýkn saka,  þeir sem ætla að komast áfram í stjórnmálum verði að herða sig og járna, í stjórnmálum á Íslandi er allt leyfilegt.  Allar hurðir ráðuneyta eru galopnar, mig hefur alltaf grunað þetta.   Lifi spillingin.  Hún er okkar einkenni.   

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gagnrýnir lögreglu og ákæruvaldið fyrir að hafa ekki rannsakað ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og annarra þegar lögreglurannsókn á trúnaðarbrestinum gagnvart hælisleitendunum Evelyn Glory Joseph og Tony Omos fór fram. „Ekki er útilokað að þeir starfsmenn IRR sem útbjuggu samantektina hafi skilið eftir útprentað eintak á skrifborðum sínum. Í þessu sambandi liggja ekki fyrir upplýsingar um ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og eftir atvikum annarra,“ segir í greinargerð Gísla Freys, undirritaðri af lögmanni hans Ólafi Garðarssyni, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar heldur ákærði því fram að afstaða rannsakenda í sinn garð hafi verið fyrirframmótuð og hlutlægnisskyldan ekki verið virt við meðferð málsins.(DV. 17.9. 2014)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli