vera fulltrúar okkar, vinna fyrir okkur, á góðum launum, gera hvað sem því sýnist, vera kosið á trúnaðarstöður. Það hefur brenglaða siðferðiskennd. Það er eitthvað fyrir aðra að hafa slíkt. Bréfið kom ekki frá neinum, einhver skildi það eftir inni á neti ráðuneytisins, enginn skrifaði það, samt er það til. Enginn kannaðist við það frá fyrsta degi.
Greinargerð Gísla Más er söguleg........Ætli þetta sé sami lögfræðingurinn og hjá Hönnu Birnu? Besta vörnin er sókn!!! Samantektin sem enginn þekkti er allt í einu þekkt og til. Og þessi frægi enginn dreifði því. Dapurlegt.
Fullyrt er að ákæruvaldið hafi ekki hugmynd um hvernig samantekt ráðuneytisins rataði í hendur fjölmiðla og þá kemur fram að skjalið sem allt snýst um hafi verið skoðað af ókunnugum í skjóli nætur. Það hafi hins vegar ekki verið rannsakað.
Og Gísli Már (eða enginn) skrifar
Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ákæran heldur ekki að geyma lýsingu á ætlaðri verknaðaraðferð. Í stað þess að útlista hvernig ákærði á að hafa veitt upplýsingar úr samantektinni, t.d. með afhendingu útprentaðs eða handritaðs eintaks, upplestri, fjarskiptum, mors-sendingum eða reykmerkjum er í ákæru notast við hina mjög svo almennu athöfn „að láta e-m e-ð í té“.og skrifar
Það er greinilegt að ákæruvaldið hefur ekki hugmynd um það hvernig upplýsingarnar sem fram komu í samantektinni rötuðu í hendur fjölmiðla þrátt fyrir margra mánaða ítarlega rannsókn. Ákærði getur af þessum sökum með engu móti áttað sig á því hver sú háttsemi er sem honum er gefið að sök.
Svo virðist sem rannsókn málsins hafi, án vitundar ákærða, haldið áfram eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi málið til ríkissaksóknara þann 20. júní 2014. Ný gögn bættust við, er ríkissaksóknari sendi málið til héraðsdóms, sem ákærða var ekki gefinn kostur á að kynna sér á rannsóknarstigi. Í þeim gögnum var að finna veigamiklar upplýsingar sem leiða í ljós eða benda a.m.k. eindregið til íhlutunar annarra en þeirra sem samantektin var ætluð. Þá er bent á að samantektin hafi síðast verið skoðuð inni á opnu drifi í tölvukerfi IRR klukkan 05:39 aðfaranótt 20. nóvember 2013. Staðfestir þetta að samantektin var augljóslega á vitorði fleiri en þeirra sem að henni unnu eða fengu hana senda. Enda fullkomlega órökrétt fyrir hlutaðeigendur að skoða skjalið inni á opnu drifi, hvað þá í skjóli nætur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli