föstudagur, 5. júlí 2013

Ísland: Bráðum kemur betri tíð, vonandi.

Snowden hefur engin tengsl við Ísland, þess vegna hefur hann ekkert hér að gera,  líklega er sannleikur og heiðarleiki ekkert sem hefur með Ísland að gera.  

Ban Ki-moon kemur í boði utanríkisráðherra og þó ekki.  Forseti læðist um landið það má ekki segja hvar hann er þegar hann var í skottinu á bíl aðalritarans. 

Veiðigjald er auðvitað ekkert fyrir fátæka útgerðarmenn.  Þórólfur Gíslason gengur sem draugur um salina í Hádegismóum með Gunnar Braga á bakinu.

Það er allt í lagi að skera niður tekjur ríkisins og færa þær í vasa sægreifanna.  Sigmundur Davíð mætir glaðbeittur og kolmunnagleiður í atkvæðagreiðslu í boði þeirra og rífur kjaft.

Það er engin furða þótt þetta sé kalt rigningarsumar. Bráðum kemur betri tíð, vonandi. 
 
  

  



  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli