Enn er hann í fjölmiðlum, maðurinn án sómatilfinningar. Þið vitið um hvern ég er að skrifa.
Og kristin samtök taka undir siðleysishjal fyrrum forsætiráðherra rúinn öllu trausti.
Útúrsnúningar hans eru merkilegir. Við sem þekkjum undanfarann , æðsta valdamann landsins sem forðaðist að láta taka viðtöl við sig, eitthvað órólegt innra, vissi á hverju var von. Svo skall ofviðrið yfir. Viðtal ársins. Panamaævintýri, einnar Evru sala á hlut sínum, eilífir undanslættir, þátttaka í kröfum Hrægamma á hendur íslenskum banka.
Bessastaðaförin alræmda. Allt eru þetta atburðir skráðir á spjöld sögunnar. Þeim verður ekki breytt með Undanskotum og útúrsnúningum.
Þetta gerðist allt. Aðalpersónan var Sigmundur Davíð, aðrir eru aukaleikarar. Þegar maður hefur sett sjálfan sig á þann ófrægingarstall, lætur maður sig hverfa af leiksviðinu.
Og kristin samtök taka undir siðleysishjal fyrrum forsætiráðherra rúinn öllu trausti.
Útúrsnúningar hans eru merkilegir. Við sem þekkjum undanfarann , æðsta valdamann landsins sem forðaðist að láta taka viðtöl við sig, eitthvað órólegt innra, vissi á hverju var von. Svo skall ofviðrið yfir. Viðtal ársins. Panamaævintýri, einnar Evru sala á hlut sínum, eilífir undanslættir, þátttaka í kröfum Hrægamma á hendur íslenskum banka.
Bessastaðaförin alræmda. Allt eru þetta atburðir skráðir á spjöld sögunnar. Þeim verður ekki breytt með Undanskotum og útúrsnúningum.
Þetta gerðist allt. Aðalpersónan var Sigmundur Davíð, aðrir eru aukaleikarar. Þegar maður hefur sett sjálfan sig á þann ófrægingarstall, lætur maður sig hverfa af leiksviðinu.
Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað
Þá gagnrýndi Sigmundur einnig þá sem stóðu að viðtalinu og sagði það að miklu leyti hafa snúist um að „rugla viðmælandann í ríminu“ og spyrja spurninga til að fá svör sem væru svo klippt saman sem svör við öðrum spurningum.
Að sögn Sigmundar Davíðs tók hann á sínum tíma ákvörðun um að segja af sér sem forsætisráðherra þar sem hann mat það sem svo að það væri „mikilvægast af öllu“ að ríkisstjórnin fengi svigrúm til að klára þau verkefni sem lægju fyrir.
„Ég var þeirrar skoðunar að það ætti að reyna að lágmarka tjónið.“
Gæti skrifað langan lista
Spurður um hvort hann hefði gert eitthvað öðruvísi, hefði hann vitað hvaða afleiðingar viðtalið myndi hafa, sagði Sigmundur að svo væri.
„Auðvitað væru það fjölmörg atriði, ég gæti skrifað langan lista um hluti sem eftir á maður myndi gera öðruvísi, vitandi hvernig hlutirnir þróuðust og hvað lá að baki.“
Hann hefði þá til dæmis greint frá viðtalinu og efni þess strax en þrjár vikur liðu milli þess sem viðtalið var tekið upp og þar til það var birt. Sigmundur segist í raun hafa skrifað bréf um efni viðtalsins sem hann hafi ætlað að senda fjölmiðlum en honum var ráðlagt að gera það ekki. Aðalatriðið væri að hann svaraði öllum spurningum og kæmi upplýsingum um Wintris og tengingu hans við fyrirtækið á framfæri.mbl.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli