miðvikudagur, 17. júlí 2013

Hrós vikunnar: Laugardalslaugin

Við sem sækjum Laugardalslaugina nokkuð stíft höfum verið þolinmóð upp á síðkastið.  En nú eru allar viðgerðir að baki.   Og Laugin er orðin að algjöru sæluríki.  Flottir pottar, fínir klefar, æðisleg sturtuaðstaða.  Allt eins og maður vill hafa það.Smá til að setja út á, skápar sem maður þarf að setja eitthvað á milli stafs og hurðar til að þeir lokist ekki, kranar í raksturaðstöðunni sem maður þarf að hafa höndina á allan tímann.   

Við Íslendingar erum ekki meðvituð um hvílíka guðsgjöf við höfum þar sem er hveravatn.  Og það er auðséð hversu ferðalangar víða að úr heiminum kunna að njóta.  Það er oft að horfa á þá njóta. Þetta er svo einstakt.  Því á að hrósa yfirvöldum og tæknimönnum fyrir gott starf. 

Ég fékk líka á mig sól í 4 mínútur síðdegis, það var dásamlegt.  Og gufan var unaðsleg í 10 mínútur.  Stelpan sem var með pabba sínum og elskaði sápu var ekkert smá, yfirleitt heyrir maður börning gráta vegna sápunnar en þessi elskaði sápu!  

Já,  Hrós vikunnar fá starfsmenn Reykjavíkurborgar.  Og meirihlutinn ef þeir láta ekki húseigendur kúga sig í Miðbænum.  Þá kýs maður bara eitthvað annað, eða ekkert.

Svo er ný Self Portrait Dylans í Ágúst.  Við aðdáendurnir bíðum spennt.    
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli