En nú er Sinfonían byrjuð. Flottir tónleikar í gærkvöldi. Fullur salur, 1700 manns, mikill glasaglaumur, vinir og kunningjar hittast, sögur er sagðar, sumarið gert upp. Scheherezade og Myndir á sýningu. Flottir einleikarar, Sigrún Eðvalds, Bryndís Halla, Siggi Flosa, tréblásarar og fleira og fleira. Fyrsta sinn sem maður heyrir þessi verk í Hörpu. Þvílíkur munur. Og enn er Kjartan M. að spyrja um hvað Harpan hafi kostað. Ég hef aldrei séð hann á sinfoníunni. Þeir sem tala mest um kostnað eru þeir sem kunn minnst að njóta lista. Peningar er þeirra lyst.
Vestmanneyingarnir gætu litið við á tónleikum í Hörpu um leið og þeir fara að versla í Smáralind og Ikea. Svo er Kammermúsíkklúbburinn að byrja. Jazzhátíð um daginn. Sparíféð mitt fer í þetta. Það gefur mínu lífi gildi. Svo Þjóðleikhúsið, bíð spenntur eftir Eggerti Þorleifs í nýja verki Braga. Og Ólafur Darri sem Hamlet i Borgarleikhúsinu og Vanja frændi í Tjarnarbíó. Mig langar aftur á Engla Alheimsins. Svo er að fjármagna allt þetta, ég hef ekki efni á því.
Egill Ólafs í Hörpu, ný Emiliana Torrini, Eruð þið búin að hlusta á Hjaltalín diskinn frá því um seinustu jól, Retro Stefson frá því í hitteðfyrra???? Svo er nýr Dylan diskur í búðunum, Another Self Portrait.
Það er allt að gerast með haustinu. Flugvöllurinn og fótafúi. Það er skrítið hvað fólk nennir að karpa um stað sem verður kominn í kaf eftir Hundrað ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli