föstudagur, 6. september 2013

Listasprang í Hörpu og Heimaey

Já það byrjar en samt hefur það enga byrjun og engan endi.  Nú eru tónleikar allt árið.  Það er ekki bara Harpa. Það er Háskólabíó. Laugardalshöll, engin Egilshöll lengur.  Margir fínir litlir staðir, Kex, Rosenberg, djasshátíð á Jómfrúnni sem er ekki lengur nein Jómfrú.  

En nú er Sinfonían byrjuð.  Flottir tónleikar í gærkvöldi. Fullur salur, 1700 manns, mikill glasaglaumur, vinir og kunningjar hittast, sögur er sagðar, sumarið gert upp.  Scheherezade og Myndir á sýningu.  Flottir einleikarar, Sigrún Eðvalds, Bryndís Halla, Siggi Flosa, tréblásarar og fleira og fleira.  Fyrsta sinn sem maður heyrir þessi verk í Hörpu.  Þvílíkur munur.  Og enn er Kjartan M. að spyrja um hvað Harpan hafi kostað.  Ég hef aldrei séð hann á sinfoníunni.  Þeir sem tala mest um kostnað eru þeir sem kunn minnst að njóta lista. Peningar er þeirra lyst. 

Vestmanneyingarnir gætu litið við á tónleikum í Hörpu um leið og þeir fara að versla í Smáralind og Ikea.  Svo er Kammermúsíkklúbburinn að byrja. Jazzhátíð um daginn.  Sparíféð mitt fer í þetta. Það gefur mínu lífi gildi. Svo Þjóðleikhúsið, bíð spenntur eftir Eggerti Þorleifs í nýja verki Braga.  Og Ólafur Darri sem Hamlet i Borgarleikhúsinu og Vanja frændi í Tjarnarbíó.  Mig langar aftur á Engla Alheimsins.  Svo er að fjármagna allt þetta, ég hef ekki efni á því.  

Egill Ólafs í Hörpu, ný Emiliana Torrini,  Eruð þið búin að hlusta á Hjaltalín diskinn frá því um seinustu jól, Retro Stefson frá því í hitteðfyrra???? Svo er nýr Dylan diskur í búðunum, Another Self Portrait.  

Það er allt að gerast með haustinu.  Flugvöllurinn og fótafúi.  Það er skrítið hvað fólk nennir að karpa um stað sem verður kominn í kaf eftir Hundrað ár.   









Engin ummæli:

Skrifa ummæli