sunnudagur, 14. desember 2014

Veður á mörkum hins byggilega heims ...

Við gleymum því oft að við lifum á mörkum hins byggilega heims. 

Gríðarleg veður ganga nú yfir svæðið sem við búum á. Fyrst fyrir vestan og norðan, svo austan.  Veðurmælar og tæki láta undan: 

„Meðalvindur í Hamarsfirði um eittleytið í dag var 39 metrar á sekúndu. Svo brotnaði mælirinn sem Vegagerðin er með þarna, hann hefur líklegast ekki þolað þetta álag. Það er nú eiginlega frekar fúlt því svo virðist sem vindurinn sé bara enn að vaxa og það væri gaman að hafa þessar tölur,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Við hringdum austur og forvitnuðumst um ættingjana í morgun, veðrið var ekki komið þangað en skömmu síða hefur það aldeilis hvesst. Maður hefur áhyggjur af ættingjum og vinum.   Við virðumst fá fleiri hvassviðri á okkur. Við höfum sloppið vel í Reykjavík í vetur. 

Vonandi að við fáum frið yfir jólin. En við ráðum því ekki.  Vonandi verða engin stóslys....






Kortin úr ýmsum áttum!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli