mánudagur, 8. desember 2014

Góðir menn og Spillingarlykt

Ekki þekki ég manninn.  En Vilhjálmur Bjarnason gerir það.  Það þykir vera í tísku núna að standa upp og segja heyr Þetta er góður maður.  Sérstaklega ef þeir voru viðriðnir eitthvað vafasamt í Hruninu svokallaða eins og sagt er. Í þetta sinn dettur mér í hug Sjóvá og Milestone.

Eins og ég segi, ég þekki ekki manninn.  Það er nú þannig að hinir prýðilegustu menn geta umsnúist þegar peningar eru annars vegar.  En ég er ekki að segja að Einar Sveinsson geri það.  En einhvern veginn er það nú að spillingarlyktin fyllir vit okkar um þessar mundir.  Gott er hún er ekki sterkari en Brennisteinslyktin frá Holuhraunsgosinu.  

Svo er ódaunninn stækari umhverfis það ráðuneyti sem á að standa vörð um fjármuni okkar, gæta þeirra og ávaxta, ekki sóa
.
  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli