miðvikudagur, 10. júlí 2013

Hvalur veldur Kvölum:

Skrítinn iðnaður sem gengur út á að framleiða vöru, drepa jafnvel dýr í útrýmingarhættu sem enginn vill kaupa enginn vill borða, öll alþjóð hefur sagt nei.  En þannig hagar Kristján Loftsson sínum veiðum og iðnaði jafnvel í andstöðu við ættingja sína og meðeigendur.   Þjóðverjar koma í veg fyrir sendingu til, var það ekki Singapore, og nú verður Kvalurinn sendur heim með skömm.   

Er ekki kominn tími til að hætta þessu brölti?  Öllum til skammar og útflutningi okkar á öðrum vörum til vandræða.  Það fer ekki vel að virða engin markaðslögmál.  Það gekk ekki vel í Sovét þegar verksmiðjur framleiddu skó á aðra löppina burtséð frá því hvort skór fengist annars staðar á hina.  Þetta er þjóðremba og heimskasem er engum til sóma.  Sjávarútvegsráðherra á að blása þetta af í eitt skipti fyrir öll. Þá yrði hann meiri maður af einhverju. Honum veitir ekki af því.  

Eins og málshátturinn segir:  
Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum. 
Og: Sá sem klifrar upp stiga þarf líka að komast niður.

Sá sem Selur Hval fær Kvalir ..... 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli