Hvað er að ske á Íslandi? Það er eins og Ákæruvald og Dómsvald séu í því hlutverki að sjá um að sem minnstu fjármunir komi í hlut samneyslunnar í landinu. Hver fréttin á fætur annarri lekur í gegnum heilabúin á okkur landsmönnum, maður er varla hættur að gapa af undrun þegar næsta furðufrétt birtist. Stundum milljarðar, stundum milljónir.
Meistarafrétt var í mbl.is í dag. Athafnamaður á Selfossi með tvö fyrirtæki er sýknaður af 19 milljóna kröfu vegna skorts á sönnunargögnum :. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Engin vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn.
Að lesa dóminn er eins og að lesa furðufrétt, sá ákærði hefur ekki greitt virðisaukaskatt eða staðgreiðslu opinberra gjalda meira og minna á tímabilinu 2013- 2016. Allt framferði yfirvalda við málsmeðferð er hið undarlegasta, vitni ekki kölluð fyrir, ekki tekið mark á játningu, ekki könnuð til fullnustu aðkoma annarra.
Það er því ekki nema von að peninga vanti í innviði samfélagsins. Hefur ekki verið gert ráð fyrir 90 milljarðar innheimtist ekki í opinber gjöld á ári? Þetta dæmi sýnir að það eru margir úti að aka í vinnunni. Eða er þetta bara venjuleg vina og kunningja spilling?
Meistarafrétt var í mbl.is í dag. Athafnamaður á Selfossi með tvö fyrirtæki er sýknaður af 19 milljóna kröfu vegna skorts á sönnunargögnum :. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Engin vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn.
Að lesa dóminn er eins og að lesa furðufrétt, sá ákærði hefur ekki greitt virðisaukaskatt eða staðgreiðslu opinberra gjalda meira og minna á tímabilinu 2013- 2016. Allt framferði yfirvalda við málsmeðferð er hið undarlegasta, vitni ekki kölluð fyrir, ekki tekið mark á játningu, ekki könnuð til fullnustu aðkoma annarra.
Það er því ekki nema von að peninga vanti í innviði samfélagsins. Hefur ekki verið gert ráð fyrir 90 milljarðar innheimtist ekki í opinber gjöld á ári? Þetta dæmi sýnir að það eru margir úti að aka í vinnunni. Eða er þetta bara venjuleg vina og kunningja spilling?
Sýknaður af ákæru því hann mætti ekki
D Ó M S O R Ð :
Frávísunarkröfu ákærðu er hafnað.
Ákærðu, A, B og C skulu vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., kr. 1.159.400, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar verjandans kr. 33.800.