þriðjudagur, 21. nóvember 2017

Íslenska kerfið : sýkn eða sekur?

Hvað er að ske á Íslandi? Það er eins og Ákæruvald  og Dómsvald séu í því hlutverki að sjá um að sem minnstu fjármunir komi í hlut samneyslunnar í landinu. Hver fréttin á fætur annarri lekur í gegnum heilabúin á okkur landsmönnum, maður er varla hættur að gapa af undrun þegar næsta furðufrétt birtist. Stundum milljarðar, stundum milljónir.

Meistarafrétt var í mbl.is í dag. Athafnamaður á Selfossi með tvö fyrirtæki er sýknaður af 19 milljóna  kröfu vegna skorts á sönnunargögnum :. Sýknu­dóm­ur­inn grund­vall­ast af skorti á gögn­um. Í hon­um kem­ur meðal ann­ars fram að héraðssak­sókn­ari gekk ekki á eft­ir því að maður­inn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Eng­in vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn. 

Að lesa dóminn er eins og að lesa furðufrétt, sá ákærði hefur ekki greitt virðisaukaskatt eða staðgreiðslu opinberra gjalda meira og minna  á tímabilinu 2013- 2016. Allt framferði yfirvalda við málsmeðferð er hið undarlegasta, vitni ekki kölluð fyrir, ekki tekið mark á játningu, ekki könnuð til fullnustu aðkoma annarra. 

Það er því ekki nema von að peninga vanti í innviði samfélagsins. Hefur ekki verið gert ráð fyrir 90 milljarðar innheimtist ekki í opinber gjöld á ári? Þetta dæmi sýnir að það eru margir úti að aka í vinnunni. Eða er þetta bara venjuleg vina og kunningja spilling?





Sýknaður af ákæru því hann mætti ekki


D Ó M S O R Р:
Frávísunarkröfu ákærðu er hafnað.
Ákærðu, A, B og C skulu vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., kr. 1.159.400, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar verjandans kr. 33.800.

sunnudagur, 19. nóvember 2017

Flóttamenn. Borga skuldina eða farvel

Alltaf er maður stoltur að vera Íslendingur. 5 lögreglumenn fylgja honum úr landi. Offsóttum Írana vegna kynhneigðar. Karl sem hefur náð að aðlagast. Gifst Íslendingi í óþökk yfirvalda hér, giftast á Ítalíu,  til Íslands fær hann ekki að koma. Er hann hættulegur, ofbeldisfullur. Stundin ræktar hlutverk sitt sem ábyrgur fjölmiðill. Birtir fréttit af þessu. Hann á að borga skuldir sínar Allir Íslendingar gera það. Líka Sigríður Andersen. Líka Bjarni Benediktsson.
Við ættum kannski að hafa það svona, borgið eða far vel. Hvað gerist þegar þau borga ekki skuldir Þá verður þögn og síðan skuldin niður færð hægt og rólega, ekki láta fjölmiðla vita, þeir skemma allt. 

Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ 









föstudagur, 17. nóvember 2017

Ríkisstjórn: Og þau brosa blítt

Sorgleg lýsing á einni viku í sögu íslenska lýðveldisins á meðan VG, D og B kurla saman ríkisstjórn sem á ekki eftir að taka á þeim màlum sem hér er fjallað um. Guð verndi Ísland en líklega er það honum um megn. 

Nokkrir dagar á Íslandi


https://kjarninn.is/skodun/2017-11-16-nokkrir-dagar-islandi/