mánudagur, 5. nóvember 2018

Eitrið, spillingin og stjórnmálin

Það er skrítið ástandið í okkar samfélagi.
Vinstri og hægri flokkur ganga í samstarf í ríkisstjórn.
Þrátt fyrir að hafa verið miklir andstæðingar um árabil.
Þar sem vinstri flokkurinn hafði um árabil ráðist á hægri flokkin fyrir spillingu og það að vera varðhundur fyrir óbreytt þjóðfélag, standa í veg fyrir uppbyggingu félags og heilsugæsluþjónustu.
Að vera taglhnýtningur  fyrir stærsta  hernaðarveldi heimisins og berjast gegn friði.  Að hafa stutt  og stýrt óbilgjarnri  stefnu og ómannúðlegri gagnvart flóttafólki, fátæklingum, öryrkjum og yfirleitt öllum sem minna mega sín hjá okkur.

Þar sem hægri flokkurinn hefur gagnrýnt Vg fyrir pólitískan barnaskap í efnahagsmálum sem hafa engan skilning á rekstri fyrirtækja hvort sem um er að ræða einka eða opinberan rekstur. Flokkur sem er lygilega einfaldur í hugmyndum um alþjóðamál. Sem gera sér enga grein fyrir þeirri ábyrgð sem maður verður að sýna í friðar og hernaðarmálum. Og þegar verst lét að vera kommúnistar.

En nú er allt fallið í ljúfa löð.  Forsætisráðherran virðist ekki sjá neinn skavanka á því að stunda þetta samstarf. Hún tiplar á tánum í kringum ráðherra íhaldsins.Þeirra sem brjóta lög og mannréttindi, þeirra sem standa vörð um óbreytt ástand atvinnuveganna, þeirra sem hygla ættingjum og vinum. Þeirra sem vilja hafa allt óbreytt í spillingarþjóðfélagi okkar. Hún styður þá fullkomlega sem hún hafði áður gagnrýnt harkalega.Við eigum öll að vera svo sátt í samfélagi sem sárafáir eiga allt og ríkja yfir öllu í skjóli auðs.

Hún verður til athlægis fyrir að koma saman efnisgrein sem er ein sú fáránlegasta sem sést hefur í stjórnmálum seinni ára.  Þingmenn flokks hennar sem áður voru með ritræpu  í fjölmiðlum eru orðnir að virðulegum og ábyrgum þingmönnum sem íhuga og taka afstöðu í málum sem er þvert á það sem þeir sögðu fyrir nokkrum mánuðum.

Nú segja þeir sem töldu þessa stjórn nauðsynlega fyrir sálarheill þessarar þjóðar að með myndun þessarar stjórnar hafi orðið þáttaskil. Nú sé unnið að heilbrigðismálum, velferðarmálum, húsnæðismálum, og að allt sé í sóma. 

En lesandi góður, er þjóðin ánægð?  Hvers vegna kraumar undir á þessum góðæristíma?  Aðeins helmingur styður ríkisstjórn. 
Enn furðulegra er að 25% styður sjálfstæðisflokkur, 10% Miðflokkinn.  Ekki hefur ánægja vaxið með þátttöku VG í þessari stjórn.  En flokkurinn er auðvitað að fórna sér fyrir okkur. Og framsóknarflokkurinn tortímir sjálfum sér í þessum félagsskap.

Og enn er það erfitt að skilja hvernig Forsætisráðherran og hennar fólk á erfitt með að skilja að það er spillingin SPILLINGIN veldur því að það er erfitt að komast upp úr holunni.  Og hún verður æ dýpri, æ erfiðara að komast upp úr henni.  Hvernig verður svo næsta stjórn?  Er það ekki Vinstri Græn sem er búin að eitra loftið.   Þar sem sjálfstæðisflokkurinn þar er spilling og hún eitrar, hún drepur.  Skrattinn horfir á og kumrar af ánægju. 

Mynd: Asger Jorn ljósmynd Greinarhöfundur
 





föstudagur, 5. október 2018

Arfleifð Sjálfstæðisflokksins : Hver vill vera með?

Nú er við höfum fengið dóm Landsréttar í Stóra Glitnismálinu þá er spurningin hvernig íslenskir stjórnmálamenn ætla að höndla veruleika Engeyjarættarinnar.  Ætla þeir að láta eins og ekkert sé? Viðurkenna Bjarna Benediktsson sem mesta valdamann þjóðarinnar, hvað sem hann hefur gert af sér, fara með honum í ríkisstjórn láta hann stjórna fjármálum þjóðarinnar? Horfast í augu við hann á hverjum degi og brosa blítt. Gleyma sölu sjóðsbréfa, þurrka kúlulán úr minninu, líta framhjá peningaþvætti á fjarlægum eyjum. Og enn eru ekki öll  kurl komin til grafar. 
Í viku sem hefur ekki verið hliðhollt embættismönnum og regluverki þjóðarinnar, þá er það ekki ríkisstjórninni til framdráttar að skipa dæmdan fyrrum hrunforsætisráðherra fulltrúa okkar í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hagfræðingnum sem vissi ekkert um Hagfræði. 

Bjarni losaði sig út úr Sjóði 9 í hruninu





Umfjöllun fjölmiðlanna hófst 6. október 2017 með ítarlegum fréttaskýringum um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008.
Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun.




Stundin fjallaði svo ítarlega um kaup Engeyinga á Olíufélaginu árið 2006 og hvernig yfirtakan var að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum.
Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf., sem síðan var slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til sérstakrar skoðunar enda fannst engin fundargerð þar sem skuldskeytingin var leyfð.

sunnudagur, 30. september 2018

Hann er sýkn saka. Hannes segir það og Mogginn

Fyrrum Seðlabankastjóri skrifar bók um hrunið. Skrýtið að lesa þetta á sama tíma og svokölluð skýrsla Hannesar er gerð að Biblíu Davíðsklansins. Siðblindan ríður ekki við einteyming.

https://stundin.is/grein/7510/radgata-af-hverju-island-var-ovidbuid-hruni/

Ráðgáta af hverju Ísland
var óviðbúið hruni

Svein Harald Øygard, norski hagfræðingurinn sem kallaður var til í Seðlabanka Íslands til að leysa af Davíð Oddsson árið 2009, segir að allir alþjóðlegir aðilar hafi séð í hvað stefndi fyrir hrun. „Ástarbréf“ Seðlabankans hafi valdið mestu tapi og bankarnir hafi verið ósjálfbærir frá 2007. Hann lýsir deilum við starfsmenn AGS og hvernig „gjaldþrotaleið“ Framsóknarflokksins hafi tafið fyrir afnámi hafta. Hann gefur út bók

 óviðbúið hruni

Svein Harald Øygard, norski hagfræðingurinn sem  var til í Seðlabanka Íslands til að leysa af Davíð Oddsson árið 2009, segir að allir alþjóðlegir aðilar hafi séð í hvað stefndi fyrir hrun. „Ástarbréf“ Seðlabankans hafi valdið mestu tapi og bankarnir hafi verið  frá 2007. Hann lýsir deilum við starfsmenn AGS og hvernig „gjaldþrotaleið“ Framsóknarflokksins hafi tafið fyrir afnámi hafta. Hann gefur út bók um hrunið með viðtölum við fjölda erlendra og innlendra aðila.


hruni

miðvikudagur, 16. maí 2018

Áhyggjur Guðlaugs Þórs og afstaða Íslands

Þær eru miklar áhyggjurnar hans Guðlaugs Þórs, spurningin hvort að þetta séu áhyggjur allrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur? Mínar eru sorgir þungar sem blý Kvað Oddaverji nokkur á raunastund. Eigi skal höggva sagði Snorri. Utanríkisráðherra er hófsamur maður, maður friðarins, talar um friðsamlegar lausnir, hann á langt í land að vera Trumpari í tweed stíl.

Leitað verði friðsamlegra lausna
fólk geti mótmælt með friðsamlegum hætti.

Segir hann.Hann er samt á því að það sé skelfilegt að það séu fleiri manns búnir að falla. Búnir að falla, þannig var það!Fólkið var ekki myrt, ekki drepið, ekki tekið af lífi án dóms og laga. Þessi víg vekja ekki slík hughrif  hjá Utanríkisráðherranum okkar. Og sjá þegar flett er upp á vefsíðu Utanríkisráðuneytis þá er ítarleg frásögn af fundi Guðlaugs Þórs og James Matís um hið góða samstarf Íslands og Bandaríkjanna. En ekki eitt orð um ummæli utanríkisráðherrans í seinni fréttum RUV í gærkvöldi. Þá voru helstu viðfangsefni á alþjóðavettvangi til umræðu, þ.m.t. málefni Miðausturlanda og staða mála á Gaza. Segir í frétt UtanríkisráðuneytisinsVoru þessi ummæli ef til vill aldrei sögð? Spyr sá sem ekki veit?


-—-------------------


Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsti áhyggjum sínum af opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem á fundi með Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag. Hann sagði að fólk hefði rétt á því að mótmæla.
„Við lýstum yfir áhyggjum okkar yfir þeirri ákvörðun á sínum tíma að gera Jerúsalem að höfuðborg og leggjum áherslu á að leitað verði friðsamlegra lausna og við sjáum fyrir okkur lausn sem yrði byggð á tveggja ríkja leiðinni,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali í sjónvarpsfréttum klukkan 22:00.
Alþjóðasamfélagið hefur að miklu leyti fordæmt framferði Ísraelsmanna á Gaza en sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í dag að Ísraelsher hefði gengið fram af hófsemd. Hvar stillir Ísland sér í flokki?
„Við náttúrulega höfum mjög miklar áhyggjur af því þegar við sjáum þá hluti sem þarna eru á ferðinni. Það er skelfilegt að það séu fleiri, fleiri manns búnir að falla. Við leggjum mikla áherslu á að fólk geti mótmælt með friðsamlegum hætti.“ Guðlaugur Þór sagði að það hafi verið afstaða Íslandi lengi og að hún hafi ekki breyst.  



miðvikudagur, 7. mars 2018

Siðferðislegt hrun forystusveitar VG

Tvær fréttir:Siðferðislegt hrun forystusveitar VG. Stórsigur uppreisnarhreyfingar í Eflingu. Á sama degi. 

Ég yfirgaf Samfylkinguna  þegar svipað ástand  réð ríkjum þar og nú í VG og gekk til liðs við VG. Tók sæti á lista, var á öflugum landsfundi þar sem allt annað var upp á  borði en þjónkun við Íhaldið í landinu.  Nú er ég á förum. Flokkur sem lokar augum fyrir spillingu og heldur að hann geti verið bjargvættur landsins í samstarfi við XD og XB án þess að setja hnefann í borðið. Gefur grænt ljós á áframhaldandi óstjórn Dómsmálaráðherra, alræði Sjálfstæðisflokksins í dómsmálum, mannvonsku og skeytingarleysi í garð flóttamanna og útlendinga. Leyfir fjármálaráðherra að deila fé landsmanna til vina og vandamanna eftir geðþótta. Kemur í veg fyrir breytingar í sjávarútvegsmálum. Forsætisráðherrann verður fyrir vonbrigðum með 2 þingmenn sem leggja siðferðislegt mat á stjórnmál. Þvílík ósvinna!

Svo var það Efling. Ég bjóst svo sem ekki við kraftaverkum. En .... það kraumar víða. Svo sigur Sólveigar Önnu og félaga er í samræmi við það. En nú byrjar lífið hjá henni. Og baráttan .... Það er ekki auðvelt að vera Leiðtogi fólksins, kröfurnar eru miklar.

Já lesandi góður, ég er á förum, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er ekki ríkisstjórn mín, ég beið eins og margir til að sjá hvað gerðist, hvort kraftaverk gerðust. En þau eru ekki algeng eins og við vitum. Og Jesúsar eru ekki á hverju strái.

fimmtudagur, 22. febrúar 2018

Hvenær verður nóg nóg?

Hvenær verður nóg nóg? Þvílíkir hrottar í umboði Forsætisráðherra og þriggja flokka (ég veit ekki um fleiri). Unglingurinn fékk ekki að kveðja vini og vandamenn. Fékk ekki að klára mál sitt hér heima, lögfræðingur hans er í myrkri,Rauðikrossinn fær ekkert að vita, lætt í burtu í skjóli embættismanna. Hvenær verður nóg nóg? Ekki benda á mig dugir ekki. 

Vill ekki einhver góð manneskja búa til graf yfir þásem eru meðsekir í einum svona atburði.. Ekkert breytist fyrr en nokkrir segja NEI. Er ekki óhlýðni næsta skrefið. Er hægt að tala um lög um svona gjörning?
Hvenær verður nóg nóg? Þvílíkir hrottar í umboði Forsætisráðherra og þriggja flokka (ég veit ekki um fleiri). Unglingurinn fékk ekki að kveðja vini og vandamenn. Fékk ekki að klára mál sitt hér heima, lætt í burtu í skjóli embættismanna. Hvenær verður nóg nóg? Ekki benda á mig dugir ekki. Þið eru sek.!