Eftirlitsiðnaðurinn er hættulegur, hann er dýr, hann er óþarfur. Segja sumir. Það á ekki að fylgjast með neinum. Núna koma skilgreiningar inn í kollinn. Er NSA hin alræmda uppáhaldsstofnun með í pakkanum? Sem fær að njósna um okkur með góðu sambandi og samvinnu Sendiráðs BNA og lögreglunnar og innanríkisráðherra fær ekkert að vita, hvað kemur honum þetta við?
Guðlaugur Þór (já, hann) hatar eftirlitsiðnaðinn, auðvitað finnst honum fáranlegt að einhver fylgist með því hve mikla peninga hann kríar út úr bönkum og fyrirtækjum í kosningabaráttu. Við lifum í sjálfstæðu ríki er það ekki, þar sem sá gráðugasti fær mest. Svo auðvitað vill hagræðingarnefnd að slíkt sé skorið niður. Verra er þegar hann alhæfir sínar hugmyndir á heila flóru af stofnunum. Fjármálaeftirlitið sem treysti bönkum og lokaði augum, því fór sem fór. Bankar sem eiga að hafa eftirlit með sjálfum sér, sem fá lánað hver hjá öðrum til að viðhalda hringekjunni. Snemma árs 2009 kom skýrsla frá finnskum reynslubolta kom, ætli hans ráðleggingar hafi verið framkvæmdar? Eða gleymdist þetta í rótinu? Var ýmislegt ekki gert af seinustu ríkisstjórn??? Hafði það áhrif? Er stór munur á starfssemi banka og stórfyrirtækja?
Nú er það matvælaiðnaðurinn, hver á að passa það sem fer ofan í okkur. Meira að segja auglýsingarnar um þetta dásamlega íslenska eru alrangar, eða hvað? Þjóðin í sjokki erum við að borða útlendar hænur???? Einhvern veginn segir sagan mér að framleiðendur reyna alltaf að komast eins langt og þeir geta. Ég man þegar ég bjó í Svíþjóð þá var þessi umræða, öll dýraflóra, varða sænsk. Upprunareglur að engu hafðar. Nú er það að gerast hjá okkur, frosið verður ferskt, ferskt verður frosið.
Svo ......... styrkjum eftirlitsiðnaðinn ....... breytum reglum um endurskoðun þar sem endurskoðunarfyrirtæki eru háð aðilum sem þau eiga að endurskoða .... eiga jafnvel hluti í fyrirtækjunum.
Það er göfugt að hata eftirlitsiðnaðinn. Eða hvað?
laugardagur, 23. nóvember 2013
fimmtudagur, 21. nóvember 2013
Hallelúja: Framsóknarupprisum fjölgar
Endurkoma ársins, byggingaverktakinn mikli snýr aftur, Óskar Bergsson heggur í margar áttir og veifar framsóknarkutanum.
Við bíðum svo eftir Finni Ingólfssyni í Seðlabankann, Már á ekkert heima þar lengur, bara fulltrúi xS og annarra niðurrifsafla, Ólafur Ólafsson hlýtur að fá ráðuneytisstjórastöðu, silkitungur eru vel þegnar, og Björn Ingi sparkar Páli Magnússyni út úr RÚV.
Já, lesendur góðir, fögnum upprisum, þær eru nú ekki svo algengar. Kannski setja Framsóknarmenn heimsmet í þeim eins og öðru.
Livet er ikke ......
Við bíðum svo eftir Finni Ingólfssyni í Seðlabankann, Már á ekkert heima þar lengur, bara fulltrúi xS og annarra niðurrifsafla, Ólafur Ólafsson hlýtur að fá ráðuneytisstjórastöðu, silkitungur eru vel þegnar, og Björn Ingi sparkar Páli Magnússyni út úr RÚV.
Já, lesendur góðir, fögnum upprisum, þær eru nú ekki svo algengar. Kannski setja Framsóknarmenn heimsmet í þeim eins og öðru.
Livet er ikke ......
þriðjudagur, 19. nóvember 2013
Makríllinn okkar: Mínar tillögur
Nú á að gefa makrílinn okkar, útgerðarmennirnir, sem greiða lágmarksgjöld af rekstri sínum í boði ríkisstjórnarinnar, svo að þeir geti úthlutað sjálfum sér nokkur hundruð milljónum á mann á hverju ári í einkaneyslu, eiga að fá hann gefins. Það hvarflar ekki að ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir miklum fjármagnserfiðleikum að þeir geti fengið fé í heilbrigðis-, mennta og velferðarkerfi úr makrílkerfinu. Þetta er sjálfsagt réttindamál fyrir ríkisstjórnina að útgerðarmennirnir hafi það sem best. Ekki hef ég á móti því að þeir hafi það sem best ef þeir reka fyrirtæki sín vel og borgi álögur í samræmi skatta og álagareglur þjóðarinnar. En makríllinn er okkar, þessa auma fólks í landinu. Svo ég set hér fram tvær tillögur.
1. Að allir Íslendingar fái sent heim hlutabréf upp á sína eigna í makrílforðanum. Hver og einn geti síðan ákveðið hvað hann vill gera við sinn hluta. Selji hann hæstbjóðanda eins og í öðrum hlutabréfsviðskiptum eða nýti sér sinn hluta eins og hann vill, stundi veiðar, eða geymi heima sitt hlutabréf.
eða
2. Makrílkvótinn verði boðinn upp á almennu útboði. Fyrir féð verði myndaður Landssjóður í stíl við norska olíusjóðinn þar sem hann verði notaður í heilbrigðis-, mennta- eða velferðarkerfi eftir lögum og reglum sem Alþingi setji. Hluti af fénu verði geymdur upp á óvænt áföll í framtíðinni fyrir þjóðina.
Þessar tillögur hljóta að verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
1. Að allir Íslendingar fái sent heim hlutabréf upp á sína eigna í makrílforðanum. Hver og einn geti síðan ákveðið hvað hann vill gera við sinn hluta. Selji hann hæstbjóðanda eins og í öðrum hlutabréfsviðskiptum eða nýti sér sinn hluta eins og hann vill, stundi veiðar, eða geymi heima sitt hlutabréf.
eða
2. Makrílkvótinn verði boðinn upp á almennu útboði. Fyrir féð verði myndaður Landssjóður í stíl við norska olíusjóðinn þar sem hann verði notaður í heilbrigðis-, mennta- eða velferðarkerfi eftir lögum og reglum sem Alþingi setji. Hluti af fénu verði geymdur upp á óvænt áföll í framtíðinni fyrir þjóðina.
Þessar tillögur hljóta að verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
mánudagur, 18. nóvember 2013
Frábær Carmen í Hörpu
Sá Carmen á laugardalskvöld, gaman að upplifa þessa dásamlegu óperu í troðfullri Hörpu, þar sem saman koma óperuaðdáendur og venjulegir menningargestir sem sjá eða hlusta sjaldan á óperutónlist. Því báðir þessir hópar voru til staðar þetta kvöld. Það heyrðir maður af umræðum. Og sýningin var vel heppnuð, spennandi, ótrúlegt hvað hægt er að gera við svið sem býður ekki upp á nema fábreytta möguleika.
Hljómsveitin og kórin voru frábær, hreyfingar um svið og sal juku fjölbreytni, stundum hefði mátt vera minni hreyfing eins og leikhúsgestum væri ekki treyst bara að hlusta á þesssa frábæru tónlist. Sem er einstök, endalausar melódíur og útsetningarnar, alltaf eitthvað nýtt fyrir eyrað.
Söngvararnir þetta kvöldið voru misjafnir, af þeim stað sem ég sat upp á 2. svölum. Hanna Dóra var mjög góð, hún réð alveg við sönginn og dramað. Það má deila um hvað henni tókst að vera þessi kona sem allir þráðu, hún er ekki ein um það af söngkonum, en hún reyndi mikið með hjálp leikstjóra og kóreógrafs. En að skila þessari dramatík og örlögum þessarar konu, þar var hún í essinu sínuu, hún var svo jafngóð í söngnum allan tímann svo hún fær há einkunna hjá mér. Stundum er rætt um það að einhver sé ekta Carmen, ég veit ekki hvernig kona það á að vera. Líklega á hún að vera sexý og djörf, og kunna að syngja og dansa um leið. Ein frægasta Carmen allra tíma var María Callas, hún er engin suðræn dís, grönn og nett jafnvel kuldaleg. En söngurinn er aðalatriðið og þar var Hanna Dóra Sturludóttir glæsileg.
Karlarnir Don José og Escamillo, sem Kobeinn Ketilsson og Kristján Jóhannesson sungu, voru misjafnir, svo heyrðist misjafnlega í þeim. Kristján söng Blómaaríuna ansi vel og Escamillo heyrðist ekki vel í þegar hann kom fyrst til sögunnar en í seinnihlutanum skilaði hann sínu. Hallveig Rúnarsdóttir söng afskaplega vel í hlutverki Micalela, hún fékk mesta lofklapp áhorfenda kvöldsins fyrir aríuna í 3. þætti, það var frábærlega vel sungið. Vinkonur Carmen voru mjög góðar og lifandi, aðrir skiluðu sínu.
Það er djörf ákvörðun að syngja verkið á íslensku, ég vildi nú frekar heyra þetta á frönskunni. En kannski gerir þetta mögulegt fyrir Óperuna að keppa við söngleiki um aðsókn, ég veit það ekki. En maður vandist þessu en einhver sjarmi hverfur.
Svo ef það er enn hægt að fá miða þá flýtið ykkur, lesendur góðir, þetta er ein skemmtilegasta ópera allra tíma. Enn skilar Íslenska Óperan flottri sýningu. Takk fyrir mig.
Hljómsveitin og kórin voru frábær, hreyfingar um svið og sal juku fjölbreytni, stundum hefði mátt vera minni hreyfing eins og leikhúsgestum væri ekki treyst bara að hlusta á þesssa frábæru tónlist. Sem er einstök, endalausar melódíur og útsetningarnar, alltaf eitthvað nýtt fyrir eyrað.
Söngvararnir þetta kvöldið voru misjafnir, af þeim stað sem ég sat upp á 2. svölum. Hanna Dóra var mjög góð, hún réð alveg við sönginn og dramað. Það má deila um hvað henni tókst að vera þessi kona sem allir þráðu, hún er ekki ein um það af söngkonum, en hún reyndi mikið með hjálp leikstjóra og kóreógrafs. En að skila þessari dramatík og örlögum þessarar konu, þar var hún í essinu sínuu, hún var svo jafngóð í söngnum allan tímann svo hún fær há einkunna hjá mér. Stundum er rætt um það að einhver sé ekta Carmen, ég veit ekki hvernig kona það á að vera. Líklega á hún að vera sexý og djörf, og kunna að syngja og dansa um leið. Ein frægasta Carmen allra tíma var María Callas, hún er engin suðræn dís, grönn og nett jafnvel kuldaleg. En söngurinn er aðalatriðið og þar var Hanna Dóra Sturludóttir glæsileg.
Karlarnir Don José og Escamillo, sem Kobeinn Ketilsson og Kristján Jóhannesson sungu, voru misjafnir, svo heyrðist misjafnlega í þeim. Kristján söng Blómaaríuna ansi vel og Escamillo heyrðist ekki vel í þegar hann kom fyrst til sögunnar en í seinnihlutanum skilaði hann sínu. Hallveig Rúnarsdóttir söng afskaplega vel í hlutverki Micalela, hún fékk mesta lofklapp áhorfenda kvöldsins fyrir aríuna í 3. þætti, það var frábærlega vel sungið. Vinkonur Carmen voru mjög góðar og lifandi, aðrir skiluðu sínu.
Það er djörf ákvörðun að syngja verkið á íslensku, ég vildi nú frekar heyra þetta á frönskunni. En kannski gerir þetta mögulegt fyrir Óperuna að keppa við söngleiki um aðsókn, ég veit það ekki. En maður vandist þessu en einhver sjarmi hverfur.
Svo ef það er enn hægt að fá miða þá flýtið ykkur, lesendur góðir, þetta er ein skemmtilegasta ópera allra tíma. Enn skilar Íslenska Óperan flottri sýningu. Takk fyrir mig.
sunnudagur, 17. nóvember 2013
X-D: Þar sem karlarnir ríkja og konurnar fá að vera með
Einu sinni átti Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík eins og lýst er snilldarlega í bók Guðna T. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen.
Ég er svo „heppinn" að hafa upplifað þessa tíma. Í götunni hjá mér var hverfadeild beint á móti íbúð foreldra minna handan við götuna. Þar var líf og fjör seinustu dagana fyrir kosningar, auðvitað átti að kjósa Gunnar Thoroddsen, faðir minn, sem var krati, kaus meira að segja hann og tók þátt í áróðursstarfinu. Að tryggja að allir mættu á kjörstað og stuðningsmannaskráin var efalaust mjög góð. Svo fékk maður líka æðislega góðar smurbrauðsneiðar, þær fékk maður ekki daglega þá. Í Bústaðahverfinu voru öruggglega flestir sem höfðu fengið íbúð út á kunningsskap eða stuðning við fulltrúa xD í
kosningum.
Nú er öldin önnur. Aðeins fjórðungur flokksmanna sér ástæðu að mæta á prófkjörsstað í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ótrúlega fáir taka þátt. En eitt breytist aldrei, það eru karlarnir sem eiga að ríkja, ef þeir virðast ekki nógu hæfir, er leitað út fyrir bæjarmörkin. Það hljóta að vera einhverjir áhrifamenn sem lýsa yfir stuðningi. Auðvitað á bak við tjöldin. Svo kominn er nýr oddviti, ekki með mikinn kjörþokka, en maður sem hefur fetað sig fram á við. Notið trausts víða.
Svo enn er ekki tími kvennanna. Þær verða að taka það sem flokksmennirnir úthluta þeim eða láta sig hverfa. Þær sem bjóða sig fram núna hafa ekki sömu tiltrú og Hanna Birna hafði hjá flokknum sem var undantekningin. Enda fetaði hún sig betur upp valdastigann innan flokksins. Þar til hún varð Borgarstjóri. Svo vildi hún sjálfsögðu vera þar sem meiri möguleiki var á völdum, hefur líklega séð að xD myndi ekki ríkja fljótlega aftur í Reykjavík. Svo húnn skellti sér í þingmann. Og varð ráðherra. Þar lætur hún íhaldssöm sjónarmið sín ríkja, frestar ekki nauðungarsölum, furðar sig á mannréttindum, að kirkjan fái ekki að ríkja ein, að kirkjan þurfi ekki að draga saman á krepputímum. Ráðherra sem hefur fulla trú á Útlendingastofnun og Ríkislögreglu þegar þæar stofanir fara fram með heift gegn varnarlausu fólki, þessi lýsing úr Dv.is er ekki falleg:
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður tveggja manna sem handteknir voru í aðgerðinni lýsti sögu annars skjólstæðings síns svona, í samtali við DV á dögunum: „Hann var handtekinn á nærbuxunum og handjárnaður niður í gólf þar sem hann var látinn liggja í klukkutíma. Á meðan hann lá þarna var öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir það var hann leiddur á nærbuxunum út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex klukkutíma án þess að fá að tala við lögmann eða túlk eða nokkurn einasta mann.“ Helga Vala hafði ekki ennþá fengið neinar haldbærar útskýringar fyrir handtökunni þegar DV hafði samband við hana fimm vikum eftir atburðinn, og það þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um upplýsingar frá lögreglunni.
Já, svona er Ísland í dag, í boði innaríkisráðherra. Allt eins og vera ber í ríki íhaldsins.
Svo við erum ánægð, við hin, að flokkurinn sýni sitt rétta andlit. Þar sem karlarnir ríkja og konurnar fá að vera með. Og ef konur fá völd þá verða þær að vera sannar karlkonur.
Ég er svo „heppinn" að hafa upplifað þessa tíma. Í götunni hjá mér var hverfadeild beint á móti íbúð foreldra minna handan við götuna. Þar var líf og fjör seinustu dagana fyrir kosningar, auðvitað átti að kjósa Gunnar Thoroddsen, faðir minn, sem var krati, kaus meira að segja hann og tók þátt í áróðursstarfinu. Að tryggja að allir mættu á kjörstað og stuðningsmannaskráin var efalaust mjög góð. Svo fékk maður líka æðislega góðar smurbrauðsneiðar, þær fékk maður ekki daglega þá. Í Bústaðahverfinu voru öruggglega flestir sem höfðu fengið íbúð út á kunningsskap eða stuðning við fulltrúa xD í
kosningum.
Nú er öldin önnur. Aðeins fjórðungur flokksmanna sér ástæðu að mæta á prófkjörsstað í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Ótrúlega fáir taka þátt. En eitt breytist aldrei, það eru karlarnir sem eiga að ríkja, ef þeir virðast ekki nógu hæfir, er leitað út fyrir bæjarmörkin. Það hljóta að vera einhverjir áhrifamenn sem lýsa yfir stuðningi. Auðvitað á bak við tjöldin. Svo kominn er nýr oddviti, ekki með mikinn kjörþokka, en maður sem hefur fetað sig fram á við. Notið trausts víða.
Svo enn er ekki tími kvennanna. Þær verða að taka það sem flokksmennirnir úthluta þeim eða láta sig hverfa. Þær sem bjóða sig fram núna hafa ekki sömu tiltrú og Hanna Birna hafði hjá flokknum sem var undantekningin. Enda fetaði hún sig betur upp valdastigann innan flokksins. Þar til hún varð Borgarstjóri. Svo vildi hún sjálfsögðu vera þar sem meiri möguleiki var á völdum, hefur líklega séð að xD myndi ekki ríkja fljótlega aftur í Reykjavík. Svo húnn skellti sér í þingmann. Og varð ráðherra. Þar lætur hún íhaldssöm sjónarmið sín ríkja, frestar ekki nauðungarsölum, furðar sig á mannréttindum, að kirkjan fái ekki að ríkja ein, að kirkjan þurfi ekki að draga saman á krepputímum. Ráðherra sem hefur fulla trú á Útlendingastofnun og Ríkislögreglu þegar þæar stofanir fara fram með heift gegn varnarlausu fólki, þessi lýsing úr Dv.is er ekki falleg:
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður tveggja manna sem handteknir voru í aðgerðinni lýsti sögu annars skjólstæðings síns svona, í samtali við DV á dögunum: „Hann var handtekinn á nærbuxunum og handjárnaður niður í gólf þar sem hann var látinn liggja í klukkutíma. Á meðan hann lá þarna var öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir það var hann leiddur á nærbuxunum út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex klukkutíma án þess að fá að tala við lögmann eða túlk eða nokkurn einasta mann.“ Helga Vala hafði ekki ennþá fengið neinar haldbærar útskýringar fyrir handtökunni þegar DV hafði samband við hana fimm vikum eftir atburðinn, og það þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um upplýsingar frá lögreglunni.
Já, svona er Ísland í dag, í boði innaríkisráðherra. Allt eins og vera ber í ríki íhaldsins.
Svo við erum ánægð, við hin, að flokkurinn sýni sitt rétta andlit. Þar sem karlarnir ríkja og konurnar fá að vera með. Og ef konur fá völd þá verða þær að vera sannar karlkonur.
laugardagur, 16. nóvember 2013
Valdamenn: Að breyta samfélagi
Líklega dreymir marga valdmenn að breyta samfélaginu sem
þeir lifa í. Þeir sjá fyrir sér betra samfélag, varla réttlátara. Þeir búa sér til stofnanir sínar, sem þeir miðla til hópsins síns. Og koma í framkvæmd þegar þeir ná nógu miklum völdum. Þeir vita hvernig þetta á að vera, þeir vita best.
Nú höfum við fengið úrskurð Hagræðingarhópsins, eða
Meginreglan verði sú að ákvarðanir um ný útgjöld takmarkist við það sem óhjákvæmilegt er vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar, þróunar atvinnuleysis og fjárframlaga tengdum kerfisbreytingum í opinberum rekstri eða sambærilegra ástæðna.
Fyrirliggjandi áætlanir um ný útgjöld og fjárveitingar sem hafa hækkað að raungildi frá 2008 verði endurmetnar og fjárlagaliðir færðir til þess sem þeir voru að nafnverði árið 2008 nema hægt sé að sýna fram á að brýn nauðsyn hafi verið fyrir hækkun.
Fyrri liðurinn býr til Meginreglu um ný útgjöld sem er ansi vafasöm og mér sýnist hún bjóða upp á þjóðfélag stöðnunar og afturfara ef farið er eftir henni. Þrír liðirnir sem teknir eru sem vottorð á ný útgjöld: Aldurssamsetning þjóðarinnar, þróun atvinnuleysis og kerfisbreytingar geta verið ansi flókin fyrirbrigði
Aldurssamsetning þjóðarinnar: Þar geri ég ráð fyrir að alþingismennirnir séu að hugsa um uppbyggingu kerfis og stofnana fyrir gamalt fólk: þjónusturstofnanir, dvalarheimili, sjúkraheimili og velferðarþjónusta önnur, heimaþjónusta, heimahjúkrun. Sem skiptist á milli sveitafélaga og ríkis.
Þróun atvinnuleysis: Þarna er ansi óljós hvað er átt við. Á að auka fjármuni til að hjálpa fólki út á vinnumarkað? Er ekki verið að skera slíka þjónustu niður í nýju fjárlögunum? Sem betur fer erum við langt undir atvinnuleysi í flestum nágrannalöndum. Þökk sé markvissum vinnubrögðum seinustu ríkisstjórnar. Svo það er gleðilegt ef ríkisstjórnin ætlar að taka sig á í þeim málum!!!!
Kerfisbreytingar í opinberum rekstri er ansi flókið fyrirbriðgði, oft hafa slíkar breytingar verið gerðar seinustu árin en rannsóknir á niðurstöðum þeirra hafa ekki farið hátt. Það væri gaman að vita hvort nefndarmenn hafi leitað til sérfræðinga í þessum málaflokki til að fá þekkingu um hugmyndir, fræðikenningar og rannsóknir ??? Ég hef það á tilfinningunni að oft haldi stjórnmálamenn að þeir viti best hvernig eigi að framkvæma slíkar flóknar aðgerðir. Að þeir geti bara sest niður við borðið og byrjað að púsla kubbum saman þar sem kubbarnri séu verkefni á vegum ríkisins. Þannig verður til nýtt ríkisvald, ríkisvaldið þeirra.
Svo tók ég dæmið um þess skrítnu hugmynd um að allir þeir liðir sem hafi fengið aukið fjármagn frá 2008 (væriaekki næra að hafa það 2009?) sé vafasamt þarni hafi fyrri ríkisstjórn verið að gera eitthvað grunsamlegt ef ekki alvont? Og það á auðvitað að skera niður í verðgildi í nafnvirði 2008!!!! Þetta er eitt furðulegasta sem ég hef upplifað í hugmyndum meirihluta á Alþingi!
Já, lesendur góðir, það er margt að skoða og skyggnast í þessum tillögum, ég á eftir að athuga ýmislegt betur hérna leit ég aðeins á 2 kafla af 10 af almennu forsendunum, ég mun fylgjast með vegferð tillagna inn í Fjárlögin. Við verðum í bandi, eins og maður segir í dag : - ) .
Við sjáum hvað setur!!!
þeir lifa í. Þeir sjá fyrir sér betra samfélag, varla réttlátara. Þeir búa sér til stofnanir sínar, sem þeir miðla til hópsins síns. Og koma í framkvæmd þegar þeir ná nógu miklum völdum. Þeir vita hvernig þetta á að vera, þeir vita best.
Nú höfum við fengið úrskurð Hagræðingarhópsins, eða
Tillögur um aukna framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstri
eins og þær heita, þarna eru 111 atriði. Það hljóta allir að vera sammála einhverju í þessum plöggum, annað væri ómögulegt. Svo er margt sem er grunsamlegt, margt skrítið. En auðvitað er ótal margt í huga manns sem þarf að breyta í huga manns. En ekki eru það sömu atriðin og 4 menningarnir komu með. Lagðar eru fram ítarlegar rammahugmyndir í kafla sem heitir Almennar tillögur og forsendur þar eru 10 atriði sem eru grunnvinnubrögð. Hér eru tvö dæmi:Meginreglan verði sú að ákvarðanir um ný útgjöld takmarkist við það sem óhjákvæmilegt er vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar, þróunar atvinnuleysis og fjárframlaga tengdum kerfisbreytingum í opinberum rekstri eða sambærilegra ástæðna.
Fyrirliggjandi áætlanir um ný útgjöld og fjárveitingar sem hafa hækkað að raungildi frá 2008 verði endurmetnar og fjárlagaliðir færðir til þess sem þeir voru að nafnverði árið 2008 nema hægt sé að sýna fram á að brýn nauðsyn hafi verið fyrir hækkun.
Fyrri liðurinn býr til Meginreglu um ný útgjöld sem er ansi vafasöm og mér sýnist hún bjóða upp á þjóðfélag stöðnunar og afturfara ef farið er eftir henni. Þrír liðirnir sem teknir eru sem vottorð á ný útgjöld: Aldurssamsetning þjóðarinnar, þróun atvinnuleysis og kerfisbreytingar geta verið ansi flókin fyrirbrigði
Aldurssamsetning þjóðarinnar: Þar geri ég ráð fyrir að alþingismennirnir séu að hugsa um uppbyggingu kerfis og stofnana fyrir gamalt fólk: þjónusturstofnanir, dvalarheimili, sjúkraheimili og velferðarþjónusta önnur, heimaþjónusta, heimahjúkrun. Sem skiptist á milli sveitafélaga og ríkis.
Þróun atvinnuleysis: Þarna er ansi óljós hvað er átt við. Á að auka fjármuni til að hjálpa fólki út á vinnumarkað? Er ekki verið að skera slíka þjónustu niður í nýju fjárlögunum? Sem betur fer erum við langt undir atvinnuleysi í flestum nágrannalöndum. Þökk sé markvissum vinnubrögðum seinustu ríkisstjórnar. Svo það er gleðilegt ef ríkisstjórnin ætlar að taka sig á í þeim málum!!!!
Kerfisbreytingar í opinberum rekstri er ansi flókið fyrirbriðgði, oft hafa slíkar breytingar verið gerðar seinustu árin en rannsóknir á niðurstöðum þeirra hafa ekki farið hátt. Það væri gaman að vita hvort nefndarmenn hafi leitað til sérfræðinga í þessum málaflokki til að fá þekkingu um hugmyndir, fræðikenningar og rannsóknir ??? Ég hef það á tilfinningunni að oft haldi stjórnmálamenn að þeir viti best hvernig eigi að framkvæma slíkar flóknar aðgerðir. Að þeir geti bara sest niður við borðið og byrjað að púsla kubbum saman þar sem kubbarnri séu verkefni á vegum ríkisins. Þannig verður til nýtt ríkisvald, ríkisvaldið þeirra.
Svo tók ég dæmið um þess skrítnu hugmynd um að allir þeir liðir sem hafi fengið aukið fjármagn frá 2008 (væriaekki næra að hafa það 2009?) sé vafasamt þarni hafi fyrri ríkisstjórn verið að gera eitthvað grunsamlegt ef ekki alvont? Og það á auðvitað að skera niður í verðgildi í nafnvirði 2008!!!! Þetta er eitt furðulegasta sem ég hef upplifað í hugmyndum meirihluta á Alþingi!
Já, lesendur góðir, það er margt að skoða og skyggnast í þessum tillögum, ég á eftir að athuga ýmislegt betur hérna leit ég aðeins á 2 kafla af 10 af almennu forsendunum, ég mun fylgjast með vegferð tillagna inn í Fjárlögin. Við verðum í bandi, eins og maður segir í dag : - ) .
Við sjáum hvað setur!!!
föstudagur, 15. nóvember 2013
Bókaflóð, þýðingar og Gagnrýni
Nú skellur á okkur flóðið, Bókaflóðið, sem betur fer er það ekkert Tsúnami eða flóðbylgja af hafi. En það liggur við að það drekkji mörgum. Ekki veit ég nú hvernig er að marka bókrýnendur sem hafa lesið 3 bækur á dag í nokkrar vikur !!!!
Það er ótrúlegt hve margar bækur þetta litla samfélag okkar ungar út þessa 2-3 mánuði. Einu sinni bjó ég í útlöndum, Uppsölum í Svíþjóð, ég held ekki að þar hafi rithöfundar ungað út nokkur hundruð bókum, á einu ári, samt eru Uppsalir háskólabær og virtur menningarheimur.
Ég sé allmargar bækur sem ég hef áhuga á að lesa, of margar fyrir mína eftirlaunapyngju, en ég hef augu á Jóni Kalmann, Gumundi Andra, Vigdísi, Kaupmannahöfn höfuðborg Íslands, Kamban svo eitthvað sé nefnt.
Ég keypti um daginn ljóðaþýðingar Jóns Kalmanns Stefánssonar; Undir Vernd stjarna, sem er nýkomin út, þar sem hann þýðir höfunda frá ýmsum löndum, marga sem ég þekki og nokkra sem ég hef ekki heyrt nefnda. Þetta er skemmtilegt kver, gaman að fletta því og glugga í ljóðaheimum annarra þjóða. Við erum ansi einöngruð í þessu tilliti, þótt við höfum fengið öðru hverju gersemar, eins og ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar frá því í fyrra. Þarna eru eldri höfundar eins og Werner Aspenström, Per Lagerquist, Paul Celan, Nazim Hikmet, Carlos Drummond de Andrade, Sophia de Mello Breyner Andersen (tvö seinustu úr portúgölskum tungumálsheimi sem ég hef aldrei áður heyrt nefnd). Svo eru margir sem skrifa á ensku, aðallega Bandaríkjamenn og erlendir menn sem dvalið hafa langdvölum í enskumælandi heimi: Bukowski, Bly, Zagajewski, Wright feðgar, Langston Huges og Simic.
Ég mæli eindregið með þessari bók, fjölbreytt og fangandi. Hér er sýnishorn, eftir George Simic, sem ólst upp í Júgóslavíu (Serbíu) og fluttist ungur til Bandaríkjanna.
Óblítt landslag
Heilinn í höfuðkúpu sinni
er mjög kaldur,
samkvæmt niðurstöðum
Albertus Magnus.
Eitthvað í líkingu við óslitna freðmýri
á stærð við alheiminn.
Næðingur vetrarbrautar.
Himinháir ísjakar í fjarska.
Heimskautanótt.
Stórt millilandaskip frosið fast í ísnum.
Fáein ljós loga enn á þilfarinu.
Þögn og heiftarlegur kuldi.
Já, lesendur góðir, bókaheimur er heimur sem oft er áhugaverðari en umhverfi okkar og mannaveröld. Þar er fjallað um stærri spurningar en stjórnmálamenn okkar fjalla um og af meiri vizku og manngæsku, jafnvel þegar verið er að skrifa um óhugnanlegar sögur og atburði.
Fyrir nokkrum dögum fór fram umræða um gagnrýni í tónlistarheiminum. Og fyrr í haust hafa oft sprottið upp deilur um leikhúsrýni, sumir ganga svo langt að við þurfum ekki neitt slíkt. Ég er nú ekki alveg sammála því. Góð og lifandi gagnrýni er upplífgandi og skapandi en léleg gagnrýni er mannskemmandi. Mér þótti í tónlistarheiminum viðbrögð ýmissa vera harkaleg, ég þekki fólk sem mætti á þessa tónleika, og varð satt að segja miður sín. Söngvari og tónlistarmaður eiga ekki að mæta veik á tónleika svo þeau geta ekki sungið eða spilað. Áhorfendur eiga heimtingu á því. En þegar slíkt gerist verður að taka tillit fólksins sem á í hlut. Það er vandmeðfarin leið en hún er til.
Það er kominn vetur, vetrarlægðir þjóta eins og kríur yfir landið, en ennþá er enginn snjóavetur hér fyrir sunnan, þótt snjór sé fyrir austan, norðan og vestur á fjörðum. Það kemur öðru hverju snjór í Reykjavík eins og myndirnar hér að neðan sýna frá því í fyrra janúar 2012. Laugardalurinn er fagur og tignarlegur í snæskarti.
myndir: EÓ
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)