bjarga heiðri formannsins uppstökka. Auðvitað á það eftir að ganga, enda framsóknarþingmenn farnir að láta sjá sig á menningaratburðum svo sem flutningi Passíusálma og Ragnheiðar.
Auðvitað þarf þjóðernishyggjan að vera í beinu netsambandi, þó bara innanlands, við höfum ekkert að sækja til annarra. Þegar jafnvel Pútín hefur brugðist okkur. Og Guðni kemur með stefnuna glænýja beint frá Jóni, slíku getur þjóðin ekki hafnað. Maðurinn sem sagði: Það eru mannréttindi að eiga
sauðfé. Hlýtur að eiga erindi til okkar Reykvíkinga. Ég vil fá sauðfé og hænur í garðinn minn enda nóg pláss. Ég kýs Guðna.
Við tökum svo undir í framsóknarsöngnum góða, enda á hann erindi við okkur í dag og alla daga. Og minnumst líka orða Guðna :
- „Við erum perlan í veröldinni, að mínu mati, með frábærar vörur og hreint land og eigum mikla möguleika í gegnum það.“
Það er ekkert mikilvægara en að vera í beinu netsambandi við þjóðina.
Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu
Jónas frá Hriflu var hollvinur snauðra
hann hyglaði soltnum og barg þeim frá deyð
og reið yfir landið að líkna þeim ófáu
er lífvana hjörðu við hungur neyð
Jónas Ólafur, Jónas Ólafur
Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu
Hann stóð við í Grímsey og stoð var hann mörgum
og stytta hafði hjarta og heila og hönd
uns barst honum fógetabréf þar sem stóð
að sem brjótuður laga yrði hann hnepptur í bönd
Jónas Ólafur...
En fógeta ei lukkaðist höndur að hafa
í hári hans hann hvarf burt og sást ei meir þar
en frá öðrum landhlutum fregnir um góðverk hans
flugu en að klófesta hann tókst ekki par
Jónas Ólafur...
Yfirvöld landsins þau ofsóttu Jónas
en einatt han barg sér - oft snöggklæddur braut
því enginn var til sá að tækist að fanga hann
hann tók ekki feilspor unz ljánum hann laut
Jónas Ólafur...
Hrafnseyri í netsamband
Hrafnseyri í Arnarfirði fær ljósleiðaratengingu í maí en samningar um það hafa náðst milli menntamálaráðuneytisins og tölvufyrirtækisins Snerpu. Hrafnseyri verður tengd inn í ljósleiðaratengingu frá Tjaldanesi í Mjólká.
Þetta kemur fram á vef BB.is í dag. Þar segir enn fremur að panta þurfi og leggja ljósleiðara heim á bæjarhlaðið og að um 4 - 6 vikna afgreiðslufrestur sé á nauðsynlegu efni hjá birgjum.
Á vef BB kemur fram að skortur á góðu netsambandi hafi staðið ráðstefnuhaldi fyrir þrifum á Hrafnseyri - með ljósleiðaratengingunni ætti það vandamál að vera úr sögunni.