fimmtudagur, 8. maí 2014
Fjölmiðlar: Hámark í ósmekklegheitum
Hámark í ósmekklegheitum, á þetta heima í fjölmiðlum? Tekur Morgunblaðið þátt í svona ??? Nú eru aðrir tímar ........
miðvikudagur, 7. maí 2014
deCODE: Lífsýni mitt og þitt ....
Ég var einn af þeim mörgu sem ekki vildu leggja lag mitt við Íslenska erfðagreiningu forðum. Sem er ein magnaðasta svikamylla sem risið hefur hérlendis. Margir töpuðu ævisparnaði sínum ef græðgin var nógu mikil, því enginn var neyddur að fjárfesta. Og enn fara þeir af stað. Nú vilja þeir lífsýni Íslendinga. Gífurleg auglýsingaherferð alþekkt andlit stíga fram á völlinn. Maður saknar samt ýmissa andlita eins og Davíðs nokkurs sem var guðfaðir þessarar myllu. Nú er Björgunarsveitunum att fram á fjárvöllinn og hver ætti ekki að leggja lið?
Það eru mörg ár liðin síðan Kári sá merki gaur eins og nafni hans myndi segja kom, sá og sigraði og loks tapaði. Hann var gleyptur með húð og hári af amerísku fyrirtæki. Þegar fjármunir ÍE kláruðust. Og Íslensk erfðagreining/deCode genetics er undirfyrirtæki þessa ameríska lyfjarisa eins og stendur í upplýsingum um fyrirtækið (aðeins á ensku):
Það eru mörg ár liðin síðan Kári sá merki gaur eins og nafni hans myndi segja kom, sá og sigraði og loks tapaði. Hann var gleyptur með húð og hári af amerísku fyrirtæki. Þegar fjármunir ÍE kláruðust. Og Íslensk erfðagreining/deCode genetics er undirfyrirtæki þessa ameríska lyfjarisa eins og stendur í upplýsingum um fyrirtækið (aðeins á ensku):
Headquartered in Reykjavik, Iceland, deCODE is a global leader in analyzing and understanding the human genome. Using our unique expertise and population resources, deCODE has discovered key genetic risk factors for dozens of common diseases ranging from cardiovascular disease to cancer.
deCODE genetics is a subsidiary of Amgen.
Sjálfsgagnrýni hefur aldrei verið sterkasta hlið Kára Stefánssonar, deCODE er leiðandi á heimsvísu. Hann er fastur fyrir í viðtölum í fjölmiðlum. Er sjarmerandi og glæsilegur á velli. En ..... þetta fyrirtæki er bara eitt af mörgum undirfyrirtækjum Amgen. Og starfar sem slíkt. Sérstaða þess sem snýr að okkur er að það starfar á Íslandi með hátt hlutfall íslenskra starfsmanna (þó fann ég ekki upplýsingar um hlutfall starfsmanna milli landa) og 140.000 landar okkar hafa tekið þátt í rannsóknarverkefnum af 500.000 manns alls. Svo það stefnir í áttina að alþjóðlegu fyrirtæki. The working language at deCODE is English. Allir tala þarna ensku í vinnunni sem auðvitað í samræmi við eignarhaldið.
Svo hver er afstaða mín í dag 18 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Ég held að ég taki ekki þátt í svo óljósu ferli sem er að gefa lífsýni án nokkurra annarra upplýsinga. Ég gæti hugsað mér að taka þátt í einhverju afmörkuðu og skýru rannsóknarverkefni ef mér stæði það til boða. Ég myndi taka afstöðu til þess ef til kæmi. En að leggja fram lífsýni án þess að vita nokkuð sem er eingöngu til að auka arð þessa ameríska risa ....... æ nei. Ég held að ég breyti ekki afstöðu minni.
Hér er skemmtileg saga að lokum: Ég var einu sinni út í Barcelona, tók kláfferju neðan af hæðinni þar sem Olympíuvangurinn er. Við lentum í klefa með tveim ungum amerískum stúlkum á háskólaaldri. Við tókum tal og þær spurðu hvaðan við kæmum og þegar þær heyrðu að við værum íslensk þá lifnaði yfir þeim. Like Stefansson. sögðu þær, ha við veltum því fyrir okkur. Yes Stefansson, we saw him here in Barcelona yesterday. Þá rann upp fyrir okkur. Stefánsson, auðvitað Kári. Hann hafði komið með sömu flugvél og við fyrir nokkrum dögum. Og þær amerísku stúlkurnar sögðu að þær hefðu farið á fyrirlestur í Harvard háskóla í Boston þar sem Kári messaði yfir háskólafólki. Hann hafði sjarmerað þær upp úr skónum. Þá list kann hann !!!!! Já, Kári er víðfrægður maður.
þriðjudagur, 6. maí 2014
Orðhengilsháttur: Júró er ekki pólitík
Það er skrítið að búa á Íslandi. Ráðherra segist ekki hafa skrökvað, þó sagði hún ekki satt.
Hennar hersveit stendur að sjálfsögðu með henni, ja svona
flestir. Hún laug ekki neitt !!!! Hanna Birna segir alltaf sannleikann. Hríðskota-Hanna æðir á undan sjálfri sér. Hún sér orð sína æða á eftir sér!!! Vonandi ná þau henni ekki.
Hvernig á að leysa þennan orðhengilsvanda? Við getum dregið fram efnisgreinarnar en þær hafa ekkert að segja. Hannes Hólmsteinn, fulltrúi sannrar hugsunar kemur þá bara og talar um netdverga.
Það er bara forsætisráðherrann sem á eftir að stíga á stokk og kveða upp úr. Þrútinn og digurmæltur. Hann hringir kannski í Bessastaðanúmerið áður.
Formaður ráðherrans lætur lítð í sér heyra. Enda er honum skemmt.
Hvað er hægt að gera. Kalla til málfræðing, heimspeking, siðfræðing, sálfræðing, en hvað hefði það að segja? Við stöndum með okkar manni. Hvað sem hann hefur gert.
Svo hvað gerir landinn. Hann horfir bara á Júró. Hugsar: Hvort á hann að kjósa Rússa eða Úkraínu. Það er best að vera sem lengst frá pólitík. Þetta er allt pólitík. Ekki Júró samt ! Þar er sko engin pólitík, Brynjar segir það.
Það er skrítið að búa á Íslandi.
Hennar hersveit stendur að sjálfsögðu með henni, ja svona
flestir. Hún laug ekki neitt !!!! Hanna Birna segir alltaf sannleikann. Hríðskota-Hanna æðir á undan sjálfri sér. Hún sér orð sína æða á eftir sér!!! Vonandi ná þau henni ekki.
Hvernig á að leysa þennan orðhengilsvanda? Við getum dregið fram efnisgreinarnar en þær hafa ekkert að segja. Hannes Hólmsteinn, fulltrúi sannrar hugsunar kemur þá bara og talar um netdverga.
Það er bara forsætisráðherrann sem á eftir að stíga á stokk og kveða upp úr. Þrútinn og digurmæltur. Hann hringir kannski í Bessastaðanúmerið áður.
Formaður ráðherrans lætur lítð í sér heyra. Enda er honum skemmt.
Hvað er hægt að gera. Kalla til málfræðing, heimspeking, siðfræðing, sálfræðing, en hvað hefði það að segja? Við stöndum með okkar manni. Hvað sem hann hefur gert.
Svo hvað gerir landinn. Hann horfir bara á Júró. Hugsar: Hvort á hann að kjósa Rússa eða Úkraínu. Það er best að vera sem lengst frá pólitík. Þetta er allt pólitík. Ekki Júró samt ! Þar er sko engin pólitík, Brynjar segir það.
Það er skrítið að búa á Íslandi.
sunnudagur, 4. maí 2014
Aðrir tímar: Hægri menn klofnir í herðar niður.
Sú var tíð þegar hægri menn dilluðu sér yfir klofningi vinstri manna.
Það væri nú allt annað á þeirra væng. Þar var algjör samstaða yfir grunnsjónarmiðum og hugmyndum.
Nú er öldin önnur. Hver höndin upp á móti annarri.
ESB atkvæðagreiðsla og hlýðni forráðamanna flokksins við forystu Framsóknar er með endemum.
Sviksemi og fláráðshyggja ráðherra á sér engin dæmi.
Loforð margra ráðherra í aðdraganda kosninga um atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Einstök vinnubrögð Innanríkisráðherra í flóttamannamálum sem í öllum siðmenntuðum löndum hefðu kostað ráðherrastól. Mannvonska og bellibrögð í hávegum höfð. Lygar frammi fyrir alþjóð.
Svo nú eru það hægri menn sem eru klofnir í herðar niður.
Mörgum einlægum sjálfstæðismönnum er brugðið. Eru farnir að skrá sig úr flokki allra landsmanna og stétta.
Já, lesendur góðir. Nú eru aðrir tímar.
Það væri nú allt annað á þeirra væng. Þar var algjör samstaða yfir grunnsjónarmiðum og hugmyndum.
Nú er öldin önnur. Hver höndin upp á móti annarri.
ESB atkvæðagreiðsla og hlýðni forráðamanna flokksins við forystu Framsóknar er með endemum.
Sviksemi og fláráðshyggja ráðherra á sér engin dæmi.
Loforð margra ráðherra í aðdraganda kosninga um atkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Einstök vinnubrögð Innanríkisráðherra í flóttamannamálum sem í öllum siðmenntuðum löndum hefðu kostað ráðherrastól. Mannvonska og bellibrögð í hávegum höfð. Lygar frammi fyrir alþjóð.
Svo nú eru það hægri menn sem eru klofnir í herðar niður.
Mörgum einlægum sjálfstæðismönnum er brugðið. Eru farnir að skrá sig úr flokki allra landsmanna og stétta.
Já, lesendur góðir. Nú eru aðrir tímar.
föstudagur, 2. maí 2014
1. maí: Píslargangan heldur áfram
Það var 1. maí í gær. Aldrei þessu vant var ferð okkar ekki heitið niður í bæ. Við brunuðum út á Seltjarnarnes, heilsa mín leyfði ekki langa göngu í Miðbænum og enn síður að standa og hlusta á ræður. Svo var líka spurningin til hvers? Hvaða ræður hverra? Forystumenn ASÍ sem láta spila
með sig, ríkisstjórnin fær þá í samninga um jafnhækkun allra stéttarfélaga, einhvers konar
þjóðarsátt. En sjá.... engir sameiginlegir fundir ríkisstjórnar og forystumanna sem flestra samtaka, ef ná á þjóðarsátt. Heldur skrifað undir eins lága hækkun og mögulegt var. Svo er kvartað og kveinað þegar í ljós kemur að aðrir fá meira. Forysta ASÍ tekin í nefið eins og bankamennirnir myndu segja.
En ég brunaði út á Nes, Seltjarnarnes við ókum að norðan og ætluðum að leggja í bílastæðið þar. En sjá þegar við nálguðumst þyngdist umferðin. Þarna var bíll við bíl, búið að leggja í öll stæði, mikill mannfjöldi. Hvað var um að vera? Skrítið að sjá nokkurhundruð bíla, líklega of langt að labba frá hverfunum á Nesinu út á Gróttu. Gott dæmi um umhverfisstefnu landans. Svo við flúðum af hólmi fórum suður fyrir og fengum stæði á
horninu við Golfvöllinn. Ég staulaðist út úr bílnum, það er ansi erfitt, svo kíktum við á hvað væri um að vera. Var verið að halda upp á 1. maí á Nesinu, eða var verið að opna kosningabaráttu xD, var Hrafn Gunnlaugsson að taka upp nýja kraftaverkamynd? Í ljós kom seinna að það var einhver Gróttuhátíð Nesjamanna. Góða veðrið dró til sín fólkið. Við röltum út í Herskýlið fyrir vestan Golfvöllinn þar var allt með kyrrum kjörum. Þó nokkuð fólk á rólinu eða hjólinu. Þetta var prýðisdagur. Samt hefði verið ennn skemmtilegra að geta hlaupið kringum golfvöllinn eða þrammað í göngunni. Kíkt á trúgjörnu herrana, fengið sér kaffi og meððí. Eins og maður á að gera á 1. maí. Svo fékk ég rauðvín með kvöldmatnum. Gleymdi hinni eilífu píslargöngu íslensks launafólks að fá mannsæmandi kjör. Þar sem allt stefnir í verrra, árs bið að komast í hnéaðgerð (ég er búinn að bíða í 7 mánuði). Margir hafa ekki efni á því að fara til læknis en myndu samt örugglega kaupa nýjustu IPad gerðina það eru þverstæður auðmagnsins. Að framleiða varning sem neytendurnir geta ekki verið án. Já, hún verður löng þessi píslarganga þessarar þjóðar sem telur sig geta stjórnað sjálfri sér þótt það séu ekki forsendur fyrir því nema með samstarfi við aðra. Svo Píslargangan heldur áfram, ætli ég fari ekki til Santiago de Compostela ef ég næ bata og bið fyrir vanhæfri ríkisstjórn. Kannski gerist þá kraftaverk!!!
með sig, ríkisstjórnin fær þá í samninga um jafnhækkun allra stéttarfélaga, einhvers konar
þjóðarsátt. En sjá.... engir sameiginlegir fundir ríkisstjórnar og forystumanna sem flestra samtaka, ef ná á þjóðarsátt. Heldur skrifað undir eins lága hækkun og mögulegt var. Svo er kvartað og kveinað þegar í ljós kemur að aðrir fá meira. Forysta ASÍ tekin í nefið eins og bankamennirnir myndu segja.
En ég brunaði út á Nes, Seltjarnarnes við ókum að norðan og ætluðum að leggja í bílastæðið þar. En sjá þegar við nálguðumst þyngdist umferðin. Þarna var bíll við bíl, búið að leggja í öll stæði, mikill mannfjöldi. Hvað var um að vera? Skrítið að sjá nokkurhundruð bíla, líklega of langt að labba frá hverfunum á Nesinu út á Gróttu. Gott dæmi um umhverfisstefnu landans. Svo við flúðum af hólmi fórum suður fyrir og fengum stæði á
horninu við Golfvöllinn. Ég staulaðist út úr bílnum, það er ansi erfitt, svo kíktum við á hvað væri um að vera. Var verið að halda upp á 1. maí á Nesinu, eða var verið að opna kosningabaráttu xD, var Hrafn Gunnlaugsson að taka upp nýja kraftaverkamynd? Í ljós kom seinna að það var einhver Gróttuhátíð Nesjamanna. Góða veðrið dró til sín fólkið. Við röltum út í Herskýlið fyrir vestan Golfvöllinn þar var allt með kyrrum kjörum. Þó nokkuð fólk á rólinu eða hjólinu. Þetta var prýðisdagur. Samt hefði verið ennn skemmtilegra að geta hlaupið kringum golfvöllinn eða þrammað í göngunni. Kíkt á trúgjörnu herrana, fengið sér kaffi og meððí. Eins og maður á að gera á 1. maí. Svo fékk ég rauðvín með kvöldmatnum. Gleymdi hinni eilífu píslargöngu íslensks launafólks að fá mannsæmandi kjör. Þar sem allt stefnir í verrra, árs bið að komast í hnéaðgerð (ég er búinn að bíða í 7 mánuði). Margir hafa ekki efni á því að fara til læknis en myndu samt örugglega kaupa nýjustu IPad gerðina það eru þverstæður auðmagnsins. Að framleiða varning sem neytendurnir geta ekki verið án. Já, hún verður löng þessi píslarganga þessarar þjóðar sem telur sig geta stjórnað sjálfri sér þótt það séu ekki forsendur fyrir því nema með samstarfi við aðra. Svo Píslargangan heldur áfram, ætli ég fari ekki til Santiago de Compostela ef ég næ bata og bið fyrir vanhæfri ríkisstjórn. Kannski gerist þá kraftaverk!!!
miðvikudagur, 30. apríl 2014
Guðrún Bryndís: Það er gott að vera í Framsókn, not!!!!
Ein allra skemmtilegasta og óhugnanlegasta lýsing á starfi stjórnmálaflokks birtist í gær í Kvennablaðinu.
Þar lýsir Guðrún Bryndís Karlsdóttir því þegar hún gekk í Framsóknarflokkinn, hún vildi gera góða hluti fyrir Framsóknarflokkinn.
Flokkurinn þar sem engin spilling er til, flokkur sem hefur skilið við vafasama fortíð sína. Eða hvað?? En .... einhvern fór allt á verri veg.
Þegar ég furðaði mig á fundarsköpum og viðbrögðum við meðframbjóðendur mína, var mér bent á reynsluleysi mitt í stjórnmálum og að ég gæti fengið leiðsögn hjá „fólkinu á bakvið tjöldin“, sem ég og gerði.
En hvers vegna gerðist þetta. Hví fór Guðrún Bryndís þvílíka Bjarmalandsför inn í Framsóknarflokkinn??? Er eitthvað að henni? Ekki þekki ég konuna neitt, en hún heldur ágætlega á penna eftir greininni að dæma. Svo er annað mál hvernig raðist á lista í flokkum. Þegar ekkert prófkjör er og uppstillingarnefnd starfar sem óskar eftir fólki. Er það eðlilegt að fólk labbi inn af götunni án þess að hafa starfað neitt þar? Frægt og vel virt fólk hefur getað það, eins og hugmyndin var með Guðna og Magnús Scheving. Lilja Móses fór inn á þing á forvali í VG, eftir að hafa vakið athygli í Búsáhaldabyltingunni, það gekki ekki svo vel hjá henni. Mikið af nýju fólki kemur í framboð núna í nýju framboðunum, BF, Dögun og Píratarnir. Svo þess vegna hefði hún átt að vera dæmi um opinn flokk sem tekur vel á móti nýju og fersku fólki!!!!
„Ég frétti að menn hefðu miklar áhyggjur af hroka mínum og viðmóti,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir.
Upplýsingarnar sem ég fékk af fundum kjörstjórnar komu aðallega úr fréttum, ég heyrði af og til í fólkinu á bakvið tjöldin án þess þó að ég fengi að vita nokkuð, hvaða vinna færi eiginlega fram.
Þar lýsir Guðrún Bryndís Karlsdóttir því þegar hún gekk í Framsóknarflokkinn, hún vildi gera góða hluti fyrir Framsóknarflokkinn.
Flokkurinn þar sem engin spilling er til, flokkur sem hefur skilið við vafasama fortíð sína. Eða hvað?? En .... einhvern fór allt á verri veg.
Ekki á lista Framsóknar: „Átti það alundarlegasta símtal við fólkið á bak við tjöldin“
Hún uppgötvar með tímanum, að það er ekki ætlast til að hún hafi forgöngu í málum. Smátt og smátt myndast veggur. Fólk horfir ekki á hana. Hún er lokuð inni, fær ekki upplýsingar, þögnin verður algjör. Hún vogar sér að hafa gott sjálfsálit, mæla sig við Guðna og Magnús Scheving. Annar landskunnur skemmtikraftur hinn sjónvarpsstjarna og vel ættaður inn í flokkinn (faðir Magnúsar og Sigrún Magnúsdóttir eru systkini og Sigrún er þar að auki eiginkona Páls Péturssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra) svo hún gengur allt of langt!!!!Þegar ég furðaði mig á fundarsköpum og viðbrögðum við meðframbjóðendur mína, var mér bent á reynsluleysi mitt í stjórnmálum og að ég gæti fengið leiðsögn hjá „fólkinu á bakvið tjöldin“, sem ég og gerði.
En hvers vegna gerðist þetta. Hví fór Guðrún Bryndís þvílíka Bjarmalandsför inn í Framsóknarflokkinn??? Er eitthvað að henni? Ekki þekki ég konuna neitt, en hún heldur ágætlega á penna eftir greininni að dæma. Svo er annað mál hvernig raðist á lista í flokkum. Þegar ekkert prófkjör er og uppstillingarnefnd starfar sem óskar eftir fólki. Er það eðlilegt að fólk labbi inn af götunni án þess að hafa starfað neitt þar? Frægt og vel virt fólk hefur getað það, eins og hugmyndin var með Guðna og Magnús Scheving. Lilja Móses fór inn á þing á forvali í VG, eftir að hafa vakið athygli í Búsáhaldabyltingunni, það gekki ekki svo vel hjá henni. Mikið af nýju fólki kemur í framboð núna í nýju framboðunum, BF, Dögun og Píratarnir. Svo þess vegna hefði hún átt að vera dæmi um opinn flokk sem tekur vel á móti nýju og fersku fólki!!!!
„Ég frétti að menn hefðu miklar áhyggjur af hroka mínum og viðmóti,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir.
En aftur að Framsókn, þrátt fyrir kynslóðaskipti þá hefur ekki margt breyst þar. Formaðurinn er einráður og uppstökkur. Einhvern veginn er alltaf stutt yfir í gömlu spillingaröflin. Eflaust eru ekki allir sammála mér um það. En stjórn xB og xD í meira en áratug kom svo mörgu illu til leiðar, ég hræðist slík öfl. Þau eru enn of víða með puttana í báðum stjórnarflokkunum. Þess vegna kemur þessi saga Guðrúnar Bryndísar mér ekki á óvart. Ég held að salan á x B í seinustu alþingiskosningum sé ein mesta svikamylla seinni áratuga í stjórnmálum. Þess vegna er niðurstað Guðrúnar Bryndísar eðlileg og sönn: Þá vissi ég það – þetta var ekki góður staður til að vera á.
Upplýsingarnar sem ég fékk af fundum kjörstjórnar komu aðallega úr fréttum, ég heyrði af og til í fólkinu á bakvið tjöldin án þess þó að ég fengi að vita nokkuð, hvaða vinna færi eiginlega fram.
þriðjudagur, 29. apríl 2014
World press freedom index 2014: Hvar er frétta og tjáningafrelsi?
Það er gott að hafa þessa mynd hér að neðan þegar við ræðum um frelsi, frelsi til að miðla fréttum og upplýsingum í heiminum: World press
freedom index 2014 sem tekinn er saman af Reporters withour Borders.
Það er ekki sjálfsagt að að tjá sig þótt við getum hér skrifað nokkurn veginn það sem okkur dettur í hug.
Finnland er efst á lista og öll Norðurlöndin og Eistland tilheyra hvítu svæðunum, gott ástand.
Ísland er númer 8
Breska konungsveldið þaðan sem við fáum flestar fréttir frá er númer 33
Bandaríkin eru númer 46 á eftir Rúmeníu og á undan Haití !!! Kína er númer 175 af 180
Úkraína er númer 127 Rússland númer 148
Palestína er númer 138 og Ísrael 96
Litirnir segja sína sögu : Hvítur þar sem best er, Svart þar sem verst er.
Hugsið ykkur það er til fólk á Íslandi sem vill bindast fastari böndum við Rússland og Kína.
Hafið líka í huga að þessi listi og rannsókn segir margt, en ekki allt.
Hér er aðferðafræðin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)