sunnudagur, 8. febrúar 2015

Ráðherra ræðst á Skattrannsóknarstjóra

Ein skrítnasta upp ákoma upp á síðkastið var í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðst á undirmann sinn Skattrannsóknarstjóra. Einhvern veginn virðist
ráðherrann vera algjörlega úti að aka.  Auðvitað eru upplýsingar sem þessar seldar á svörtum markaði á "óhefðbundinn hátt", annars fer þessi sala ekki fram. Stjórinn fer ekki í svona aðgerðir nema með stuðningi ráðherrans og enn virðist ráðherrann ætla að heykjast á því að vera stuðningsaðili. Svo kostar þetta sitt, enginn vafi á því. Og það þarf örugglega ferðatöskur undir seðlana!

Það kemur ekki til greina að greiða fyrir gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis með ferðatöskum af seðlum.  Þetta segir fjármálaráðherra.
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur um nokkurra mánaða skeið haft undir höndum sýnishorn af gögnum sem benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sek um skattsvik í skattaskjólum. Skattrannsóknarstjóri hefur sagt að gögnin gefi færi á að rekja slík undanskot. Embættið fékk gögnin send að utan frá aðila sem vill selja þau. Þótt nokkuð sé liðið frá því embættið fékk gögnin í hendur hefur ekki enn verið ákveðið hvort þau verða keypt.
„Það strandar svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu. Við höfum fengið upplýsingar frá skattrannsóknarstjóra um að gögn stæðu til boða og við höfum sagst mundu styðja skattrannsóknarstjóra í að sækja þau. En skattrannsóknarstjóri verður að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skattrannsóknir og afla sér þeirra gagna og upplýsinga sem til þess þarf. Af því að sú ábyrgð verður ekki tekin af embættinu af fjármálaráðuneytinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Eftir því sem lengra líður þar til gögnin verða keypt er líklegra að meint brot á skattalögum fyrnist. „Mér hefur þótt þetta mál vera að þvælast hjá embættinu alltof lengi og að ekki hafi allt staðist sem þaðan hefur komið. Eins og til dæmis þegar embættið færir þær upplýsingar í ráðuneytið að gögnin standi til boða fyrir tiltekna hlutfallsfjárhæð af innheimtum skatttekjum sem myndi leiða af upplýsingunum. En eitthvað allt annað kemur í ljós síðar. Og auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ RUV. 07.02.201

Aðrar hugmyndir voru upp á borði hjá honum í november síðastliðinn, aðaltriðið virtist vera að þeir sem stigju fram þyrftu ekki að ganga fyrir dóm, hins vegar átti að skoða það ofan í kjölinn: 

Skattrannsóknarstjóri hafi hins vegar allar heimildir sem hann þarf, til að upplýsa skattsvik og hafi stuðning frá ráðuneytinu til að afla sér gagna.„Af þessu tilefni erum við svo að skoða þetta með amnesty ákvæðið og ég hef sett á laggirnar starfshóp til þess að vinna þá vinnu,“ segir Bjarni.

„Það má segja að það sé hugsunin að viðurkenna það að menn hafi ekki í skattaeftirliti náð að uppræta öll undanskot. Og reynsla annarra þjóða hefur verið sú að það hafi gefist vel að gefa mönnum takmarkaðan tíma til þess að skila réttum skattskilum aftur í tímann, vera laus undan refsingu en borga að sjálfsögðu það álag sem fylgir slíkum skilum. Og það gildir um öll Norðurlönd og fleiri sem hafa farið þessa leið að það hafa skapast af þessu feiknarlega miklar tekjur fyrir viðkomandi ríki. Hvort það sama verði uppi á tengingnum á Íslandi er ekki gott að segja. Við erum hins vegar ákveðin í að skoða það ofan í kjölinn og þess vegna hef ég sett þennan starfshóp á laggirnar,“ segir Bjarni.  RUV 25.11.2014

Rannsóknin ofan í kjölinn virðist ekki að eiga að fara fram hið einfalda svar Ráðherrans, eitt lítið já á aldrei að líta dagsins ljós.Þetta er allt klúður hjá skattrannsóknarembættinu.  Ráðherrann ætlar ekki að gera neitt.  Hvað gerir embættismaðurinn með vantraust ráðherrans á bakinu????


fimmtudagur, 5. febrúar 2015

Kerfi: Velferðarþjónusta eða ölmusa

Aldrei hef ég séð netheim eins logandi og seinasta sólarhringinn. 

Ólafar málið Stóra heltekur okkur öll. 


Og ýmislegt gerist í stjórnsýslunni, seinast skipun neyðarstjórnar: 

Mál Ólaf­ar kornið sem fyllti mæl­inn

Stjórn­in hef­ur fullt umboð til að gera þær breyt­ing­ar sem hún tel­ur nauðsyn­leg­ar til að bæta úr í þjón­ustu og fram­kvæmd. Stjórn­in hef­ur einnig fullt umboð til að gera til­lög­ur um breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi eða fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar til framtíðar. Farið verður í óháða út­tekt á aðdrag­anda, inn­leiðingu og fram­kvæmd ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks hjá Strætó. Þá verði sér­stök út­tekt gerð á al­var­legu máli Ólaf­ar Þor­bjarg­ar Pét­urs­dótt­ur.

 En mál þett sýnir í hnotskurn svo margt í okkar stjórnkerfi.  Nýfrjálshyggjan er komin inn á gafl og vinstrimenn hafa verið varnarlausir gagnvart háværum lausnum um ódýrari lausnir í mennta, heilbrigðis og velferðarþjónustu.  Þegar grannt er skoðað er á bak við þetta einhverskonar mannfyrirlitning gagnvart þeim sem eiga erfitt, hafa dottið út úr atvinnukerfinu, eiga ekki innangengt í það.  Það er ekki sjálfsagt að veita góða og mannvæna þjónustu. Þarna eru hugmyndir um ölmusu.  Þetta fólk skilar "engu" fé í þjóðarbúið, þess vegna er það lítils metið.  Alls kyns furðulegar hugmyndir vaða uppi hjá stjórnmálamönnum og sérfræðingum, samanborið fréttir frá Tisa viðræðum.  Alls staðar eiga peningar að stjórna lífi okkar. Barátta öryrkja seinustu áratugi fjallar um þetta.  Okkur vantar kerfi þar sem manneskjan er virt eins og hún er.  Kerfið er til að þjóna þessu fólki eins og öllum öðrum. Þeir sem eiga nóg af peningum (hátekjufólk) eiga að borga meira til þess að þetta gangi hjá okkur, þeir eiga að vera ánægðir með það að láta drjúgt af hendi til þess.

Lífið á ekki að ganga út á að fela fjármuni fyrir skattayfirvöldum á fjarlægum eylöndum.  Stjórnmálamenn eiga ekki að líta á það sem hlutverk sitt að hjálpa auðmönnum til þess.

 Það er lóðið.  Það er ekki hægt að meta allt í aurum og krónum. Mannvirðing ofar mannfyrirlitningu

þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Vinstri vængurinn: Hvað er til ráða?

Vandi hefðbundinna vinstri flokka virðist vera töluverður um þessar mundir. 
Við sjáum það á skoðanakönnunum hjá okkur, sama er alls staðar að gerast úti í Evrópu, það kraumar undir óánægja, flokkarnir eru ekki í takt við kjósendurna. Fólk velur frekar nýja flokka sem engin reynsla er á, gefa flokkunum með hefðina og reynsluna langt nef. Gott dæmi núna eru úrslitin í Grikklandi.  Flokkur sem fer nýjar slóðir gjörsigrar.  Hann þorir að spyrja erfiðra spurninga. 


Magnús Geir, hinn ágæti Borgnesingur, bloggar um þetta hjá okkur:

Vinstri flokkarnir uppskera ekki, enda ekki búnir að sá. Þeir kjósa frekar að hoppa á mál dagsins og vona að óánægjudropinn holi steininn. Vissulega er ríkisstjórnin ekki sérlega vel þokkuð í samfélaginu en það eru vinstri flokkarnir heldur ekki.

Hérna er spurningin hvað er vinstri eða ekki, er Björt framtíð og Píratar vinstri, miðja eða hægri? Eða eru þetta ónýt hugtök, vinstri hægri?  Gunnar Smári vill fá Illuga Jökuls sem formann Samfylkingar ætli það verði? Varla.  Illugi er ekki innanbúðarmaður í Samfylkingunni, heldur ekki í Vinstri Grænum.  Hann ætti frekar heima í Pírötum, til að móta nýjar áherslur og fjölbreyttari en nú er.  Sérstaklega ef Birgitta ætlar að hætta á þingi.

Þessi umræða er eins og ég sagði ekki bara bundin við Ísland, í Social Europe, netriti um stjórnmál ef oft fjallað um þetta seinast hjá Tom Angier . Þar sem hann ræðir orsökina fyrir þessum áratuga breytingum, fylgispekt jafnaðarmanna við Evrópusambandsgrunnsjónarmið sem hafa stöðugt nálgast nýfrjálshyggjusjónarmið, ráðast hálfhjartað á aukinn mun á kjörum og misrétti í öllum samfélögum okkar sem ala af sér óánægju og fordóma t.d. gagnvart erlendu vinnuafli og nýbúum.  Þetta leiðir af sér æ meiri breytingar á hinu pólitíska munstri.  Þótt í grunninn séu þessir flokkar af sama stofni.  Óánægjuflokkar geta æ meira hrist upp í kerfinu, eins og Framsóknarflokknum tókst hjá okkur.  Það eru kjör efri millistéttar sem einkenna stefnu þessara flokka.    Ég klippi hér út nokkur atriði sem mér finnst merkileg í þessari grein.  

 Indeed, EU structures have moved ever closer to the neo-liberal consensus, thereby ensuring both political disaffection and economic inequality, while doing nothing to address incipient cultural conflict. What can the left offer that is not only practicable, but also embodies real hope for the future? 
One of the most dispiriting aspects of current European life is the way in which both State and market have crowded out autonomous civic institutions, and the left should be at the forefront of restoring such civic social space.
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay their workers a living wage (not to speak of those that make widespread use of unpaid internships and zero-hours contracts).
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay their workers a living wage (not to speak of those that make widespread use of unpaid internships and zero-hours contracts).

http://www.socialeurope.eu/2015/02/european-social-democracy-danger-terminal-decline/

Þetta er í grunninn sama sem stjórnmálabarátta snýst um hjá okkur.  Að berjast fyrir mannsæmandi lágmarkslaunum, að viðhalda stofnunum, mennta, heilbrigðis og velferðar, sem sífellt er verið að ráðast á, að einkavæða og tæta í sundur.  Samanborið Heilbrigðisumræðan um einkarekstur, útvarpsumræðan, og eftirlitsstofnanir fyrir réttindum launafólks. Hvar er baráttan gegn skattaskjólum, hvað hefur Bjarni Ben gert til að kaupa skattaundanskotsupplýsingarnar? 

Ég vil í lokin taka Einkarekstrar umræðuna í Heilbrigðiskerfinu á Alþingi í gær sem dæmi.  Ráðherra segir að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu.  Hvað þýðir það?   Fjölbreytt rekstrarform eins og alltaf hafi tíðkast, hvað þýðir það?   Ekki einkavæðing en einkarekstur???  Við höfum upplifað stöðugt hærri gjöld seinustu tvo áratugi.  Að vera veikur, alvarlega veikur, kostar hundruðir þúsunda.  Heimsókn til sérfræðings kostar 5-10000 krónur heimsóknin. Hægt og sígandi verður allt dýrara, er þetta að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu? Lægst launaðasta fólkið hefur ekki efni á því að fara til læknis. Hefur ekki efni á menningu.  Hefur ekki efni á velferð og tómstundum.

Stjórnmálamenn efri millistéttar skilja ekki þessi vandamál.  Á meðan heldur áfram hrun og sundurtæting vinstri vængsins.  Og pólitískir drjólar eiga æ meiri aðgang að skoðunum landans.  Við fáum æ fleiri Vigdísar og Sveinbjargar og Guðfinnur og Sigmunda til að gleðja okkur.    

Hvað er til ráða?






laugardagur, 31. janúar 2015

A most wanted Man: Fín John Le Carré mynd í Bíó Paradís

Það fer stundum lítið fyrir smáperlum í kvikmyndaiðnaðinum.  Eins og A most wanted Man, gerð eftir einni af seinustu sögum John Le Carré. Þessi mynd hefur aðallega verið rædd sem ein allra síðasta mynd stórleikarans Philip Seymour Hoffman áður en hann tók líf sit.  Hann er með sanni ansi
góður sem þessi druslulegi, drekkandi og reykjandi njósnaforingi, sem alltaf reynist seinheppinn í málum sínum. Svo er auðvitað Wilhelm Dafoe þarna líka. 

En myndin er bara með betri njósnamyndum seinni ára, hæg og sígandi, en allt gengur upp, andi njósnastarfsemi eftir 11. september.  Þar sem allir eru með skrekk og tortryggnin allsráðandi, ég tala nú ekki um í Hamborg, þaðan sem ýmsir þátttakendur í Turnaárásninni komu. Öll hlutverk eru velskipuð, margir sem maður hefur séð í smærri myndum, sumir á uppleið, eins og ungi rússneski leikarinn sem leikur Rússa-Tsétenann sem kemur allri flettunni af stað. Þjóðverjinn Daniel Brühl, meira að segja Robin Wright í smáthlutverki amarísks njósnara.  Le Carré aðdáendur munu elska þessa mynd, en þeir sem vilja botnlausan hasar verða fyrir vonbrigðum.  En persónusköpunin er príma, myndataka og leikstjórn sömuleiðis. Anton Corbijn sem gerði hina prýðilegu mynd um Joy Division,  Control og The American með Clooney, auk ótal tónlistarmynda.

Svo aðdáendur njósnamynda, kaldastríðsmynda, hryðuverkamynda hafa gaman og munu njóta anda Le Carré sem skilar sér vel.  Hún er sýnd í Bíó Paradís, átti vist ekki erindi á aðra staði þótt það væri reynt. Þeir af eldri kynslóðinni sem eru hræddir orðið að fara í bíó, losna þarna við auglýsingar, geta fengið sér Happy Hour bjór og séð góðar myndir.  Þær eru margar góðar mun þessar mundir. Whiplash ein af Óskarskandidötum sem hefur vakið æ meiri athygli.
Winter Sleep tyrkneska myndin sem fékk Gullpálmann í Cannes í fyrra
svo er fjölskyldumyndin Believe um börn og fótbolta sem vakti athygli hér á Barnakvikmyndahátíð. 

miðvikudagur, 28. janúar 2015

Helförin: Kvikmyndin sem á ekki að gleymast

Það er ekki oft sem maður verður miður sín að horfa á sjónvarp.  Ég varð þó það á mánudagskvöldið þegar ég sá heimildamyndina Night will fall í sænska sjónvarpinu.  Þetta er myndin sem sagt var frá í fréttum útvarpsins í morgun, ekki nógu nákvæmlega.  Því fréttamaður sagði frá heimildamynd um Helförina sem Bretar stóðu fyrir í lok 2. heimsstyrjaldar og fengu í lið Bandaríkjamenn og Rússa.  Sjálfur Alfred Hitchcock var fenginn til að gera rammann um atburðina. Myndin var síðan aldrei sýnd opinberlega.  Myndin Night will fall segir frá gerð þessarar myndar og viðbrögðum ýmissra sem koma við sögu í henni, fangar sem voru börn að aldri, hermenn og tæknimenn og stjórar sem unnu að myndinni. Svo eru sýnd atriði úr upprunalegu myndinni sem búið er að setja í sýningarhæft ástand og á að sýna víða um heim á þessu ári.  

 Upprunalega myndin hét þessu nafni : 

German Concentration Camps Factual Survey

Hún lýsir því sem bar fyrir augu þegar Bandamenn komu inn í Útrýmingarbúðir út um allt í Þýskalandi og Póllandi.  Byrjar á hræðilegum senum frá Bergen-Belsen sem voru fyrstu útrýmingarbúðir sem Bretar komu í. Líkstaflar, algjör fyrirlitning í dauðu fólki, hálfdautt fólk reikandi innan um þessa stafla.  Þetta átti að vera myndin sem átti að sannfæra heiminn hvað hefði gerst í raun og veru, og líka að sýna Þjóðverjum heiminn sem þeir höfðu skapað með því að koma Nazistum til valda. Um leið er hún mjög hlutlæg og skýr í framsetningu, ekki nein æsifréttamennska ef maður getur sagt það. Hér er góð grein um myndina eftir ástralskan kvikmyndagagnrýnanda. 

 Nú segir einhver, er þetta ekki allt sem við höfum séð áður eða lesið?  Og er framferði Ísraelsmanna ekki búið að eyða gildi svona mynda? Ég held ekki, þessi hrái sannleikur sem fram kemur í þessari mynd um þessa skipulögðu eyðingu heils hóps af fólki er enn svo ótrúlegt, enn svo átakanlegt að það er nokkuð sem við verðum að muna. 


 Ég tala ekki á þessum tímum þegar æ bryddar meir á mannfyrirlitningarhugmyndum svo víða. Hugmyndum sem sverja sig í ætt við fræði Nazismans. 

German Concentration Camps Factual Survey


German Concentration Camps Factual Survey (1945/2014) is the British Ministry of Information documentary about German atrocities and the concentration camps.
Described by critics as 'an impressive and important piece of filmmaking, restored with intelligence and care by the museum', the film has been digitally restored and, with the assembly for the first time of the sixth and final reel, IWM has completed the film to the instructions laid down by the original production team in 1945.

About the Film

Ordered in April 1945 by the Supreme Headquarters Allied Expeditionary Force, the film is an official documentary about German atrocities and the concentration camps compiled with footage shot by combat and newsreel cameramen accompanying troops as they liberated occupied Europe. It was to be the film screened in Germany after the fall of the Third Reich - shown to German prisoners of war wherever they were held.
Producer Sidney Bernstein assembled a team at the Ministry of Information that included Editors Stewart McAllister and Peter Tanner; Writers Colin Wills and Richard Crossman; and Alfred Hitchcock, who worked as Treatment Adviser.
Making a long film about such an important and complex subject was difficult. Progress was slow and the film missed its moment. By September 1945, British priorities for Germany had evolved from de-Nazification to reconstruction and so the film was shelved, unfinished

http://www.iwm.org.uk/collections-research/german-concentration-camps-factual-survey

þriðjudagur, 27. janúar 2015

Bach: Bryndís Halla og svíturnar

Knéfiðla er merkilegt orð, en á vel heima í flokki strengjahljóðfæranna, Fiðla, Lágfiðla, en hvað orð er notað fyrir bassa, Kontrabassa?  Ég man ekki eftir neinu orð, það gæti ef til vill verið Stórfiðla. Oftast notum við samt ekki orðið Knéfiðlu, við segjum bara Selló, alþjóðlega orðið. 

Á sunnudagskvöldið voru merkilegir tónleikar í Norðurljósasal Hörpu, þar lék Bryndís Halla Gylfadóttir þrjár Sellósvítur nr. 3,4 og 5 eftir meistara Jóhann Sebastian Bach.  Sellósvíturnar eru 6 og hinar 3 hafði hún leikið fyrir ári síðan í sama sal.  Þetta var á vegum Kammermúsíkklúbbs Reykjavíkur sem er félagsskapur áhugamanna um kammermúsík eða Stofutónlist eins og það er oft kallað á íslensku.  Klúbburinn efnir til tónleika 4-5 sinnum á ári. 

Það er ekki sú sama tilfinning að hlusta á hin ýmsu hljóðfæri.  Sellóið svona eitt og sér eins og í svítum Bachs er hljóðfæri sem skilar svo skrítinni tilfinningu, eitthvað sem nálgast guðdóm eða eilíbbð jafnvel fyrir trúlausa manneskju eins og mig. Hljómurinn er oft eins og heil hljómsveit, að horfa á eina manneskju glíma við þessi undraverk er líka eitthvað sem maður upplifir ekki svo oft. Meistari Halldór Laxness reyndi að svara þessari spurningu forðum þegar hann fjallaði um leik Erlings Blöndal Bengtsonar á svítunum þegar þær voru fluttar í Ríkisútvarpinu:  "Hverju fá orð aukið við þetta verk?  Hver tjáir þessi einfalda og stórbrotna tilraun í laglínu sem er um leið svo óhemjulega smágerð og nær
  Þó grant sé hlustað æ ofaní æ, og þó undrun og aðdáun þess sem hlustar verði æ því meiri sem hann hlustar lengur, þá heldur þó aðalatriðið að vera jafn óuppgötvað og það er óumræðilegt.  Menn geta sosum reynt að svara í orðum, og það hefur sjálfsagt oft verið gert, en ætli flest svörin verði öllu meira en endurtekning, að breyttu breytanda, á svörum við gömlu spurningunni: til hvers er sólin túnglið og stjörnurnar"  Að hlusta á þessi verk er barátta við óendanleikann, tilvist mannsins í himingeiminum. 

Á sunnudagskvöldið 25. janúar 2015 var troðfullur salur sem sá sér fært að koma og hlusta á dulmagnaða glímu Bryndísar Höllu við þennan hápunkt tónsköpunar.  Það sem gerði þetta enn áhrifaríkara að listamaðurinn var auðsjáanlega veik þetta kvöldið, oft þurfti hún að snýta sér á milli þátta.  Hún þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum.  Og flutningur hennar var einstakur.  Tónninn kraftmikill og sannur,  valdið á hljóðfærinu algjört.  Listamaðurinn var ákaft hyllt í lokin og allir fóru mettir heim.   Það verður spennandi að hlusta á þetta heima þegar þetta verður gefið út á diskum og plötum.  Ég hlakka til.



mánudagur, 26. janúar 2015

Syrozy skekur Evrópu

Merkustu stjórnmálatíðindi í Evrópu í langan tíma eru stórsigur Syriza flokksins í Grikkalandi.  Það þykja nú stórtíðindi þegar kommúnistar, græningjar, Maóistar, Trotskýisar og anarkistar ná næstum meirihluta í þingkosningum!  Og segjast ætla að kynda undir allri Evrópu.

Sigur Alexei Tsipras sýnir auðvitað að gríska þjóðin vill gefa umheiminum langt nef eftir meðferðina á sér seinustu árin.  Hann kemur vel fyrir virðist vita hvað hann vill.  Fékk bandaríska auglýsingastofu til að hjálpa sér í kosningabaráttunni.  Gríska þjóðin hefur þurft að búa við atvinnuleysi, niðurskurð á öllum sviðum og allsherjarhrun velferðar og heilbrigðiskerfis.  Ég held ég hafi lesið að um 30.000 grískir læknar starfi nú í Þýskalandi og Bretlandi. 

Svo er spurningin hvernig gengur að semja að nýju, þjóð án gjaldeyris gerir ekki mikið, eins og við fengum að kynnast. Spurningin snýst um það hvort Tsipras tekst að endurvekja traust umheimsins og stóru, öflugu þjóðanna.  Það gengur ekki lengi að segja Við borgum ekki, við borgum ekki.  

Aftur á móti verður enginn friður þar til stjórnmálamenn gera sér grein fyrir að hinn ótrúlegi ójöfnuður sem hefur stöðugt verið að aukast seinustu áratugi sem þeir hafa stutt með stöðugum lagasetningum, er ekkert sem við getum lifað með eins og Piketty benti svo vel á í bók sínni á seinasta ári.