fimmtudagur, 12. mars 2015

Innanríkisráðueytið: Lok lok og læs

Engin lognmolla í Innanríkisráðuneytinu, þar sem eru flestir lögfræðingar, þarf að leita út fyrir þykka veggi ráðuneytisins til að fá ráðgjöf.  Ekki ókeypis, þetta eru alhliða ráðgjafar, með ótal manns á mörgum sviðum, og nafnið Argus, vísar í ótal áttir:  Meira að segja fjármálaráðherra og ríkisstjórn leita til þeirra: 

og nú síðast ráðgjöf um stefnumótun á sviði fjármálamarkaðar fyrir fjármálaráðherra og ríkisstjórn.

Og ráðherrann segir lok lok og læs enginn á að ræða þetta, en Alþingismenn vilja fá að vita meira.  Ætli þeir fái upplýsingar frá hinum skelegga ráðherra.  Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar sáu hina einu leið að losa sig við dv.is sem lét fyrrum ráðherra og aðstoðarmenn hennar ekki í friði.  

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dómsins og umfjöllunar DV og annarra miðla um lekamálið þann 21. nóvember síðastliðinn. Sama dag var tilkynnt um kaup Pressunnar ehf., útgáfufélags Björns Inga, á ráðandi hlut í DV ehf.

Aðstoðarmaður ráðherrans, hinn dæmdi,  semur við þolendur sína og greiðir út milljónir.  Hver ætli borgi það? Já lesendur góðir snjórinn hylur margt á þessum vetri en honum tekst ekki að hylja allt gleymsku. 

miðvikudagur, 11. mars 2015

Hagtölur og Hagvöxtur: Erum við á réttri leið? Réttar Tölur?

 Hagtölur streyma inn núna og ýmislegt gengur vel en sumt ekki eins vel og forsvarsmenn stjórnarinnar hafa haldið á lofti, oft til að koma höggi á fyrrverandi ríkisstjórn sem glímdi við erfiðleika af allt annarri stærðargráðu. Samt er það nú þannig, að frá Hruninu hefur hægt og
sígandi þokast í rétta átt eftir að aðgerðir byrjuðu að bera árangur, með hagvexti 2011 til 2014.  Hvað sem nú stjórnmálamenn belgja sig þá eru engin stór stökk á milli ára, það sem vantar eru agaðri og vandaðari vinnubrögð. Þá gætum við verið á grænni grein. 
Nr. 42/2015
 
 
 
 

 

Hagvöxturinn árið 2014 var 1,9%

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,9% á árinu 2014 og hefur ekki verið hærri að raungildi frá árinu 2008. Innanlandsneyslan dregur hagvöxtinn áfram en þjóðarútgjöld jukust um 5,3%.
Einkaneysla jókst um 3,7%, samneysla um 1,8% og fjárfesting jókst um 13,7%. Útflutningur jókst um 3,1% á sama tíma og innflutningur jókst 9,9% þannig að þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 128 milljarða króna, dró utanríkisverslun hagvöxtinn niður.
Fara þarf aftur til ársins 2006 til að sjá meiri vöxt í  fjárfestingu en á síðasta ári. Hún jókst um 13,7% - þar af var um 15% vöxtur bæði í íbúðafjárfestingu og hjá atvinnuvegunum.
Halli á launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum er fremur lítill, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Seðlabankinn hefur nú birt. Það ásamt  afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum leiddi til jákvæðs viðskiptajafnaðar á árinu 2014. Hann nam rúmum 88 milljörðum króna, 4,4% af landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar var viðskiptajöfnuður jákvæður um 125 milljarða árið 2013.
Viðskiptakjör bötnuðu um 1,9% á árinu 2014. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en sem nam vexti landsframleiðslu eða um 3,3%. Árið 2013 jukust þjóðartekjur um 11,7%.

Nr. 40/2014

3,3% hagvöxtur árið 2013

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,3% á árinu 2013. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri frá árinu 2007 og hefur landsframleiðsla ekki verið hærri að raungildi frá árinu 2008. Utanríkisverslun dregur hagvöxtinn áfram því þjóðarútgjöld á árinu 2013 jukust lítillega eða um 0,1%.
Einkaneysla jókst um 1,2% og samneysla um 1,3% en fjárfesting dróst saman um 3,4%. Útflutningur jókst um 5,3% á sama tíma og innflutningur dróst saman um 0,1% þannig að verulegur afgangur varð af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 132 milljarðar króna.
Samdrátt í  fjárfestingu á síðasta ári má að miklu leyti rekja til minni innflutnings skipa og flugvéla sem kemur með beinum hætti fram í fjárfestingu ársins en jafnframt til frádráttar sem innflutningur og hefur því lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu ársins. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst atvinnuvegafjárfesting á síðasta ári um 2,8% og fjárfesting alls um 5,8%. 
Halli á launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum minnkaði verulega á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum sem Seðlabankinn hefur nú birt. Það ásamt afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum leiddi til jákvæðs viðskiptajafnaðar í fyrsta sinn frá árinu 2002. Hann nam tæpum 82 milljörðum króna án rekstrarframlaga, 4,6% af landsframleiðslu á árinu 2013 og hefur afgangurinn sem hlutfall af landsframleiðslu aldrei verið meiri. Árið 2012 var hann neikvæður um rúma 80 milljarða eða 4,7% af landsframleiðslu.
Landsframleiðslan 2013  - Hagtíðindi
Nr. 44/2013

1,6% hagvöxtur árið 2012

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 1,6% árið 2012 og er það annað árið í röð sem landsframleiðsla eykst, en hún jókst um 2,9% árið 2011 eftir mikinn samdrátt tvö ár þar áður.
Þjóðarútgjöld á árinu 2012 jukust nokkru meira en nam vexti landsframleiðslu, eða um 1,9%. Einkaneysla jókst um 2,7% og fjárfesting um 4,4% en samneysla dróst saman um 0,2%. Útflutningur jókst um 3,9% og innflutningur nokkru meira, eða um 4,8%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2012, eða 108 milljarðar króna.
Aukna fjárfestingu á síðasta ári má að miklu leyti rekja til innfluttra skipa og flugvéla en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu ársins. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum dróst fjárfesting á síðasta ári saman um 4,7% og munar þar mestu um minni fjárfestingu í stóriðju- og orkuverum.

3,1% hagvöxtur árið 2011

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,1% á árinu 2011 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar áður, 4% árið 2010 og 6,8% árið 2009.
Þjóðarútgjöld á árinu 2011 jukust nokkru meira en nam vexti landsframleiðslu, eða 4,7%. Einkaneysla jókst um 4% og fjárfesting um 13,4% en samneysla dróst saman um 0,6%. Útflutningur jókst um 3,2% og innflutningur nokkru meira, eða um 6,4%. Þrátt fyrir þessa þróun varð verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2011, eða 133 milljarðar króna.
Aukna fjárfestingu á síðasta ári má meðal annars rekja til mikils innflutnings á skipum og flugvélum en slík fjárfesting hefur lítil sem engin áhrif á landsframleiðslu. Að frádreginni fjárfestingu í skipum og flugvélum jókst fjárfesting á síðasta ári um 7,4%. (Fréttir frá Haststofunni 2012-2015)


 En við þurfum ekki að kvarta, miðað við ýmsa aðra samkvæmt OECD .  Svo með sameiginlegu átaki gætum við náð ennþá lengra.  Er það vit í því að hlífa hinum tekjuhæstu, og eignamestu?  Við gætum styrkt innviði, heilbrigðis, húsnæðis og velferðarkerfis með skilvirkari skatttöku.  Er vit í því að styrkja ekki mannréttindi og rétt hinna lítt megandi?  Er vit í því að æða áfram í beislun náttúru, selja rafmagn í 3 óþrifalegar kísilmálmverksmiðjur, kljúfa þjóðina í fylkingar umhverfis og náttúruvina og hatara.




 Stjórnarfylgjendur hrósa sér af Hagvexti 2013, þó ekki væri skipt um stjórn fyrr en í lok maí, mest af því sem gert var á árinu unnið á árinu 2012.  Svo er spurning um rétta tölu var 2013 3.6 eða 3,3?  Var talan 2014 1,9 eða 2,5?  


mánudagur, 9. mars 2015

Ekkifréttir: Lögga, ritstuldir, kvóti og lægðir

Ekkifréttir eru algengar í fjölmiðlum þessa dagana. 

Lögreglustjórinn í Reykjavík sem svarar bara spurningum sumra fjölmiðla, þrátt fyrir gagnrýni um vafasöm vinnubrögð og úrskurð Persónuverndar. Það eina sem hefur (ekki)gerst að innanríkisráðherra, Mogginn og íhaldið hafa tekið hana undir sinn verndarvæng.  Eins og reynt var með Hönnu Birnu: 
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að lögreglan hafi ekki vitað af tölvupósti sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri sendi Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra. Sigríður Björk sagði í viðtali við Morgunblaðið að lögreglan hefðu vitað af öllum samskiptum hennar við Gísla.

Lögreglumaður á Suðurnesjum svarar fyrir sig í Fréttablaðinu, ekkert kemur fram í viðtalinu sem  er nýtt um þetta mál. Almenningur vill fá að vita hver stundaði þessar uppflettingar. Hefur það komið fram? Hvernig byrjaði þetta mál.  Er einhver ábyrgur?  Blaðamaðurinn virðist ekki geta komið með gagnrýna spurningu við lögreglumanninn. 

Hannes Hólmsteinn þarf ennþá að fjalla um ritstuldi sem hann auðvitað er sérfræðingur í. Og blandar meira að segja látnum manni í umræðuna.  Smekklegur að vanda.  

Bitastæðastur penni dagsins er Kristinn H. Gunnarsson sem hann skrifar um vinnubrögð útgerðarmanna til að þagga kvótaumræðu.  Það er ótrúlegt hvernig þeir komast með að drepa umræðunni á dreif.Og stjórna ríkinu
Á meðan sigla lægðirnar upp á Íslandsströndum og landinn bölvar og æðir upp á næstu heiði til að sitja fastur. Allt eins og vera ber. Nú er frost á Fróni.  



 


föstudagur, 6. mars 2015

Leikrit: Forsetinn og Múslimar

Leiðir Forseta Íslands eru órannsakanlegar.  Í gær vakti þessi frétt á Forsetavefnum smáathygli. 

Sendiherra Sádi Arabíu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og flutti forseta sérstaka kveðju nýs konungs Sádi Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud. Rætt var um áhuga íslenskra aðila á að kanna jarðhita í Sádi Arabíu, einkum með tilliti til kælingar húsa. Fjallað var um þróun mála í Mið-Austurlöndum og vaxandi átök á svæðinu. Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa. 

 Formaður félags Múslima á Íslandi gaf út loðnar yfirlýsingar í útvarpinu, hafði heyrt af þessu og þó ekki. Eitthvað var hann búinn að heyra en ekki fengið staðfestingu:
„Ég spurði utanríkisráðuneytið hvort við mættum taka við peningum frá Kúveit eða Sádi Arabíu og það kom mjög jákvætt svar við því. Það væri ekkert að því. Við höfum bara fylgt þeirri reglu að ef gefandinn er ekki á hryðjuverkalista þá geri utanríkisráðuneytið ekki athugasemdir,“ segir Ibrahim Sverrir.  
Hann segist gera sér grein fyrir því að Sádí Arabía sé ekkert sérstakt mannréttindaríki. „En ég veit ekki hvaðan peningar koma upprunalega. Er þetta ekki bara allt upp runnið á sama stað?“

Félagi hans í stjórninni 
Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, tjáði sig um málið á Facebook í gær ómyrkur í máli:  
 Félag Múslima á Íslandi mun aldrei þykkja nein gjöf frá fasista rikið S.A . Við vörum aldrei spurðir og viljum ekki hafa neitt frá þeim.
 ég er alveg brjálaður að mál okkar múslima er rædd a fundi fórsetans og sendiherrans án okkar og farið með manninn á okkar lóð , En án þess að ræða við okkur eða láta okkar vita. Er þetta ekki bara leikrit?

 Svo Sverrir kom með yfirlýsingu í morgun:

 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir að þangað til tilkynning berst um fjárstyrk frá Sádi Arabíu, vilji hann ekki gefa neinar yfirlýsingar um styrkinn og að allar yfirlýsingar frá einstökum félagsmönnum lýsi eingöngu persónulegum skoðunum þeirra.
Hann tekur fram að í Félagi múslima á Íslandi sé hann bæði formaður og forstöðumaður og enginn annar sé þar leiðtogi eða talsmaður. 
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sverrir sendi frá sér í morgun. Hvorki honum né öðrum í stjórn félagsins hafi borist tilkynning um fjárstyrki frá Sádi Arabíu og stjórnin viti ekki annað um málið en það sem birst hafi í fjölmiðlum.

Hvað ætli það þýði að vera forstöðumaður  Múslim safnaðar? Ekkert er talað um forstöðumann í lögum félagsins en stjórnsýsla getur verið ansi flókin þar, bæði er til stjórn og öldungaráð. Stjórnin á að fjalla um veraldleg mál en öldungaráðið trúarleg mál.  Í öldungaráðið er æviráðið.  En skilaboðin eru skýr frá honum, það er bara einn sem má tala. 

Ólafur hefur varpað smápúðurkellingu inn í starfsemi Múslima. Er þetta leiksýning, þá hverra?   Athygli vekur hversu oft Forseti vor er talsmaður einræðisríkja þar sem mannréttindi liggja lágt.  


Í New York Times var þessi frétt á sama degi, Salman kóngur Saudi Araba hinn nýi afhendi Dr. Naik Sjónsvarpsklerki Islamda á Indlandi ein æðstu heiðursviðurkenningu ríkisins. Maður sem myndi kallaður öfgaprédikari hjá okkur.  En Saudi Arabar eru vanir að hafa samskipti í margar áttir, bæði við Vesturlönd svo og ótal öfgahópa, þótt þeir afneiti Isis.  Forsetinn okkar er líka flinkur í svona leik.  Hann hefur tekið þátt í ótal leikritum, ætti að vera búinn að fá Óskar fyrir löngu.  Ef sú stytta væri til fyrir klækjarefi stjórnmálanna.


miðvikudagur, 4. mars 2015

Snákaolía: Landlæknir er líka í góðri trú

Snákaolían fær að vera í friði.  Landlæknir gerir ekkert þrátt fyrir ábendingar almennings.  
Sjaldan hefur maður séð ógeðslegra og andstyggilegra en í Kastljósi í gærkvöldi. Ákafi Snákaolíumannanna að selja draslið sitt fyrir hundruðir þúsunda var átakanlegur. 


Landlæknir er líka í góðri trú í hádegisfréttum.  Það var eins og hann virti meir rétt svindlaranna en sjúklinganna. Ekki kom fram neinn áhugi að taka þessi mál upp út frá lögum.

Ég kynntist persónulega ákafa sölumanns dauðans ( eins og góður vinur minn sagði) í fyrra, það var sorglegt að fylgjast með því hvernig sá aðili kom fram við dauðvona mann.  Ef einhver segir við mig eftir þetta að þetta sé réttlætanlegt að ( örvæntingarfullt) fólk geti valið og sölumennirnir geri þetta í góðri trú þá verður mér flökurt. 

Það er kominn tími til að yfirvöld grípi inn í þessa neðanjarðaratvinnustarfsemi.  Ætli skattayfirvöld hafi kannað þessa starfsemi?  Fólki á ekki að leyfast að vera í gróðaleik með sjúklinga og ættingja þeirra sem eru komnir fram á brún örvæntingar.  

Þetta segir einn sölumaðurinn í Vísir.is í dag 

„Ég horfði ekki á manninn sem dauðvona, þetta var bara maður sem var veikur, og ég vildi bara gera allt til að hjálpa honum. Þetta var bara af einskærum kærleika til hans.“  
Kærleikur seðlanna líklega.  Kann þessi maður ekki að skammast sín? Mér er illt.



þriðjudagur, 3. mars 2015

Í góðri trú: Þar mun spillingin ein ríkja.

Ég er svo saklaus að ég vil alltaf trúa hinu besta á fólk þar til ég reyni eitthvað annað.  Svo var með Ólöfu Nordal.  Hún kom ný eftir töluverða fjarvist  frá hópi þingmanna inn í ráðherrahópinn.  Kannski lífsreynslunni ríkari. En hvað upplifum við svo þegnar hennar í dag?  Einn eina Hönnu Birnu,  Vigdísi, enn eina Ragnheiði Elínu, hún lætur út úr sér eina af
lykilsetningum ársins.  Sem sýnir áframhaldandi spillingu, áframhaldandi vonleysi um leiðréttingu heilamiðstöðva.  Spillingin á að ríkja, hin fullkomna hlýðni við flokkinn: 

„Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.“

Fyrst sá ég talað um „í góðri trú" það var slæmt en að bæta svo við að afhenda gögn af því að það væri kallað eftir þeim af einhverri ástæðu !!!! Það kórónar allt. Vinur minn talaði um Groundhog day, þið vitið, þetta sem endurtekur sig eins á hverjum degi.  Enn er innanríkisráðuneytið rúið trausti, eins og mörg önnur.  

Þar mun spillingin ein ríkja.  

Eins og George Orwell skrifaði:

og 

mánudagur, 2. mars 2015

Róttækni, radikalisering: Sporin hræða .....

 Á tímum er það varla mögulegt fyrir okkur Íslendinga að láta sem ekkert sé í ólgu styrjalda;Úkraína, Sýrland, Írak, Nígería, Súdan, Ísrael-Palestína, Líbýa; svo nokkur ríki og
landssvæði séu nefnd.  Þar sem hrammar þessara átaka teygja sig til okkar hvort sem við viljum eða ekki.  Þar er ég sammála Forsætisráðherranum. Og þessi orð utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur get ég tekið undir:


„Þetta er mál sem þarf að fara reglulega yfir hvernig við forgangsröðum og metum áhættu á hverjum tíma. Ég ætla ekki að kveða neitt upp úr með það hvort lögregluyfirvöld ætti að vera með þessar heimildir eða aðrar. Það er mín persónulega skoðun að ég tel að lögreglan eigi að vera með nauðsynlegar heimildir til að verja borgarana, en hún þarf að fara vel með þær heimildir.“

Margir hafa þá skoðun að við þurfum ekki að gera neitt í sambandi við þá atburði sem átt hafa sér stað, seinast í Frakklandi og Danmörku.  Sumir blanda sjálfum sér í atburði þá, þeir og skoðanasystkin þeirra eiga á hættu að lenda í eftirliti. Og klausan fræga í Mati ríkislögreglustjóra kyndir örugglega undir það.  

Lagt er til að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda með auknum heimildum til að miðla upplýsingum um einstaklinga sem kunna að ógna öryggi almennings.
Sköpuð verði félagsleg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum róttækni (radikalíseringar, e. radicalization).


 Þess skal getið að róttækni og radikalisering er ekki alveg það sama.  Radikalisering er það að beita ofbeldi og drepa fólk til að ná fram markmiðum sínum.  Í norsku stjórnaráliti er þetta orðað: 

Radikalisering er altså en prosess som kan føre til at en person blir en ekstremist. Hvor lang tid radikaliseringsprosessen tar, vil variere fra person til person. Det er heller ikke slik at alle som er i en radikaliseringsprosess, blir voldelige ekstremister. 

 Við höfum upplifað tíma á Íslandi sem svipaðar hugmyndir voru notaðar til fylgjast með pólitískum andstæðingum. Þar sem yfirvöld eyddu svo gögnum og brutu með því lög.  Því þarf að stíga varlega til jarðar.  Óttar Proppé orðaði þetta ágætlega á Alþingi:  

  Því miður hræða sporin, bæði það sem við höfum séð í nágrannalöndunum þar sem heimildir hafa leitt til þess að farið er ansi mikið inn á grátt svæði en einnig höfum við vitað að yfirvöld hafa í krafti þeirra heimilda sem þau nú þegar hafa farið yfir línur sem að minnsta kosti almenningur á Íslandi vill ekki að farið sé yfir, þ.e. í fortíðinni þegar kemur að hlerunum, jafnvel pólitískum.
Ég legg áherslu á þennan mannréttindavinkil, að við ræðum þetta út frá þessum tvennum mannréttindum sem hæstv. ráðherra talar um, annars vegar mannréttindum (Forseti hringir.) einstaklingsins og hins vegar samfélagsins. Við búum á Íslandi við frið, herleysi og almenna (Forseti hringir.) sátt um okkar helstu stofnanir. Ég held að það sé mikilvægt að við viðhöldum því.

 Því verðum við að leggja ríka áherslu að eftirlitið með lögreglunni sé til staðar, hingað til hafa þeir fengið að starfa án raunverulegs eftirlits, þessu þarf að breyta:

Á Norðurlöndum og raunar víðar í Evrópu hafa viðbrögð stjórnvalda við vaxandi hryðjuverkaógn einkum verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið leitast við að styrkja stoðir lýðræðisins og stuðla að auknu gegnsæi í viðbrögðum lögreglu ásamt fordómalausri umræðu um stöðu mála. Hins vegar hafa viðbrögðin falist í því afneita ekki ógninni og efla viðbúnað og getu lögreglu ásamt því að efla félagsleg úrræði af ýmsum toga.

Stendur í skýrslu ríkislögreglustjóra (bls. 8).  Við þurfum að gera okkur grein fyrir ógninni og við þurfum að tryggja að ekki verði troðið á mannréttindum. Lögreglan á ekki að rannsaka sjálfa sig. Æðstu embættismenn hennar eiga ekki að komast upp með að brjóta lög óátalið.  Eins og nýleg dæmi sanna.