Sáum aðra sýningu á þessari nýju útgáfu af þessu erfiða sígilda verki.
Þetta verk sem í augum okkar setti Jóhann Sigurjónsson inn meðal hinna stóru Norðurlandaskálda leikritunararinnar, en er öllum gleymt nema okkur, Eyjaskeggjunum í norðri.
Ég sá þetta stykki fyrir tæpum 50 árum í Iðnó með Helgu Bachman og Helga Skúlasyni. Í minningunni var það dimmt og drungalegt. Enda verk Jóhanns það að mörgu leyti.Útilegurómantík með dapurlegum endi.
Leikstjórinn og handritsútsetjari, Stefan Metz, hefur farið aðra leið, í fyrrihlutanum er brugðið upp skemmtilegri og spennandi sveitalífsmynd. Spurningin er hvort upp komist um Kára, strokufangann í dulargervi, sem á í ástarævintýri með húsmóður sinni, sem hefur framast við giftingu upp á við, og öðlast sjálfstæði með því að verða ekkja. Kona með bein í nefinu. Ást þeirra verður heit og æsandi. Umhverfis þau er allt hið hefðbundna sveitafólk íslenskrar sveitar. Hreppstjórinn, sýslumaðurinn, vinnukonur og menn. Öllu lýst eins og því hafi aldrei verið lýst áður. Baðstofulíf, réttir, glíma, leitir. Sakleysi og hreinleiki. En auðvitað eru skuggar sem koma æ meira í ljós.
Það sem lyftir þessari sýningu eru hinir prýðilegu leikarar, Steinn Ármann var yfirstéttalegur sem Hreppstjórinn, dýrlegur í glímuatriðinu. Pálmi Gestsson átti yndislegt atriði sem sögumaður. Og parið, Nína Dögg og Stefán Hallur voru flott, við hlið þeirra var Siggi Sigurjóns, maður gleymir því oft í ímynd hans sem grínara, hversu glimrandi leikari hann er, sem hann sýnir í atriðinu með Nínu Dögg í seinni hlutanum. Hið einfalda umhverfi með ísklettinn í baksýn skapar stemmninguna og hljóðmyndir og úrvinnsla hins einfalda stefs Elvars Geirs auka við andrúmsloftið sem verður æ dimmara.
Að mínu mati tókst að gera þetta verk nærtækara manni með léttleika í upphafi sem gengur svo yfir í hin óhjákvæmilegu endalok. Það væri gaman að sjá verkin sem hafa ekki sést frá því á fyrrihluta seinustu aldar. Ég hef séð Galdra-Loft, önnur aldrei.
Ég mæli með þessari sýningu. Hún er betri en launaðir gagnrýnendur fjölmiðla hafa sagt.
Þetta verk sem í augum okkar setti Jóhann Sigurjónsson inn meðal hinna stóru Norðurlandaskálda leikritunararinnar, en er öllum gleymt nema okkur, Eyjaskeggjunum í norðri.
Ég sá þetta stykki fyrir tæpum 50 árum í Iðnó með Helgu Bachman og Helga Skúlasyni. Í minningunni var það dimmt og drungalegt. Enda verk Jóhanns það að mörgu leyti.Útilegurómantík með dapurlegum endi.
Leikstjórinn og handritsútsetjari, Stefan Metz, hefur farið aðra leið, í fyrrihlutanum er brugðið upp skemmtilegri og spennandi sveitalífsmynd. Spurningin er hvort upp komist um Kára, strokufangann í dulargervi, sem á í ástarævintýri með húsmóður sinni, sem hefur framast við giftingu upp á við, og öðlast sjálfstæði með því að verða ekkja. Kona með bein í nefinu. Ást þeirra verður heit og æsandi. Umhverfis þau er allt hið hefðbundna sveitafólk íslenskrar sveitar. Hreppstjórinn, sýslumaðurinn, vinnukonur og menn. Öllu lýst eins og því hafi aldrei verið lýst áður. Baðstofulíf, réttir, glíma, leitir. Sakleysi og hreinleiki. En auðvitað eru skuggar sem koma æ meira í ljós.
Það sem lyftir þessari sýningu eru hinir prýðilegu leikarar, Steinn Ármann var yfirstéttalegur sem Hreppstjórinn, dýrlegur í glímuatriðinu. Pálmi Gestsson átti yndislegt atriði sem sögumaður. Og parið, Nína Dögg og Stefán Hallur voru flott, við hlið þeirra var Siggi Sigurjóns, maður gleymir því oft í ímynd hans sem grínara, hversu glimrandi leikari hann er, sem hann sýnir í atriðinu með Nínu Dögg í seinni hlutanum. Hið einfalda umhverfi með ísklettinn í baksýn skapar stemmninguna og hljóðmyndir og úrvinnsla hins einfalda stefs Elvars Geirs auka við andrúmsloftið sem verður æ dimmara.
Að mínu mati tókst að gera þetta verk nærtækara manni með léttleika í upphafi sem gengur svo yfir í hin óhjákvæmilegu endalok. Það væri gaman að sjá verkin sem hafa ekki sést frá því á fyrrihluta seinustu aldar. Ég hef séð Galdra-Loft, önnur aldrei.
Ég mæli með þessari sýningu. Hún er betri en launaðir gagnrýnendur fjölmiðla hafa sagt.