Einn meistarinn hverfur af sviðinu, skilur eftir sig þögn og tóm, og þó. Günter Grass lést í nótt. Hann á ekki eftir að skemmta okkur með orðum, skrifum, vatnslitum, skúlpúrum, í eigin persónu en hann lifir með okkur. Og öll hans fjölbreytta flóra.
Þessi víðfrægasti rithöfundur seinni hluta 20 . aldar í þýskumælandi heiminum, varð 87 ára gamall, skrifaði margar magnaðar bækur, ég las fyrst Kött og mús (á dönsku) sem unglingur, og Hundaárin (á ensku), en Blikktrommuna ekki fyrr en mörgum árum seinna (á íslensku. Svo las ég Flundran (Der Butt) á sænsku á násmárum í Svíþjóð! Svo megum við ekki gleyma mynd Shlöndorfs um gaurinn Óskar í Blikktrommunni.
Svo reyndum við ég og kona mína að lesa hann á þýsku fyrir nokkrum árum það var ekki auðvelt en kona mín fann þessa dásamlegu ljóðabók uppi í Þjóðarbókhlöðu, hér til vinstri. Fündsachen für Nichtleser þar sem saman fara örljóð og vantslitamynd fyrir hvert ljóð, alveg dásamleg bók! Þá las ég hina stórmerku ævisögu hans Að fletta lauki sem olli hneykslun í heimalandi hans og víðar, þegar hann sagði frá dvöl sinni í SS. Það er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um Evrópusögu. Líf hans sem ungs drengs í Gdansk og upplifun að vera í stríði, fangabúðum og reyna að skrimta af eftir stríðið í Vestur -Þýskalandi, fyrst fjölskyldulaus með lista mannsdraum í maganum.
Ég sá dásamlega heimildarmynd um hann fyrir nokkrum árum. Þessi gamli maður með pípuna og í tweedfötum (eins og ég sé hann fyrir mér).
Nú er hann horfinn. Þá er tími að rifja upp, kannski að finna einhverja bók sem hefur farið fram hjá manni.
Og muna að hlutverk listamanns er ekki bara að skapa list heldur að lifa í straumum sinnar samtíðar. Grass leyfði sér að fara óhefðbundnar brautir miðað við margar kollega hans í Evrópu. Var ræðuskrifari fyrir Willy Brandt, sósílademokrati, leyfði sér að efast um margt sem ekki var efst á baugi hjá róttæklingum. Hann sagði verkefni Samfélagsborgara er að hafa munninn opinn!!! Eða rífa kjaft!!! Og hann stóð lengst af við það. Blessuð sé minning hans.
Þessi víðfrægasti rithöfundur seinni hluta 20 . aldar í þýskumælandi heiminum, varð 87 ára gamall, skrifaði margar magnaðar bækur, ég las fyrst Kött og mús (á dönsku) sem unglingur, og Hundaárin (á ensku), en Blikktrommuna ekki fyrr en mörgum árum seinna (á íslensku. Svo las ég Flundran (Der Butt) á sænsku á násmárum í Svíþjóð! Svo megum við ekki gleyma mynd Shlöndorfs um gaurinn Óskar í Blikktrommunni.
Svo reyndum við ég og kona mína að lesa hann á þýsku fyrir nokkrum árum það var ekki auðvelt en kona mín fann þessa dásamlegu ljóðabók uppi í Þjóðarbókhlöðu, hér til vinstri. Fündsachen für Nichtleser þar sem saman fara örljóð og vantslitamynd fyrir hvert ljóð, alveg dásamleg bók! Þá las ég hina stórmerku ævisögu hans Að fletta lauki sem olli hneykslun í heimalandi hans og víðar, þegar hann sagði frá dvöl sinni í SS. Það er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um Evrópusögu. Líf hans sem ungs drengs í Gdansk og upplifun að vera í stríði, fangabúðum og reyna að skrimta af eftir stríðið í Vestur -Þýskalandi, fyrst fjölskyldulaus með lista mannsdraum í maganum.
Ég sá dásamlega heimildarmynd um hann fyrir nokkrum árum. Þessi gamli maður með pípuna og í tweedfötum (eins og ég sé hann fyrir mér).
Nú er hann horfinn. Þá er tími að rifja upp, kannski að finna einhverja bók sem hefur farið fram hjá manni.
Og muna að hlutverk listamanns er ekki bara að skapa list heldur að lifa í straumum sinnar samtíðar. Grass leyfði sér að fara óhefðbundnar brautir miðað við margar kollega hans í Evrópu. Var ræðuskrifari fyrir Willy Brandt, sósílademokrati, leyfði sér að efast um margt sem ekki var efst á baugi hjá róttæklingum. Hann sagði verkefni Samfélagsborgara er að hafa munninn opinn!!! Eða rífa kjaft!!! Og hann stóð lengst af við það. Blessuð sé minning hans.