föstudagur, 26. júní 2015

Drónar, tæki fyrir alla?

Ég hjólaði heim til mín úr sundi í vikunni þá var verið að starta hjólreiðakeppninni miklu á Laugardalsvellinum.  Mikil gleði og tónlistasukk, bassadrunur og diskó,  allir glaðir eins og vera ber, Íslendingar eiga að vera ánægði þjóð.  Þegar ég hjólaði suður fyrir Laugardalsvöll og hjólreiðamennirnir skelltu sér af stað það varð ég var við ókennileg hljóð fyrir ofan mig og leit upp.  

Þar var á ferðinni dróni (drónn), einhver að taka mynd af byrjun keppninnar.  Ég er nú ekki mikið á ferðinni nema helst í Laugardalnum svo ég hef ekki orðið var við svona tæki áðan.  En nú er þetta orðið söluvara hér í búðum eins og hver önnur vara.  

Ekki hef ég heyrt af lagasetningu hér á landi um notkun þessara tækja, hvað með ef útbreiðsla þessara tækja verður mikil?  Einhverjar bilanir og óhöpp verði?  Hvað ætli sé búið að selja mörg tæki eða koma með inn í landið?

Fróðleg og greinargóð lýsing er á byrjunarnotkun á þessum tækjum hér.  Þar segir um öryggi:

Gættu vel að þínu eigin öryggi og annarra. Alls ekki fljúga yfir byggð,  mannfjölda eða sjó og vötnum. Mér skilst að nokkrir drónar hafi endað ofan í Jökulsárslóni og þú vilt ekki að tækið þitt og myndavélin fái svipuð örlög. Þú vilt heldur ekki missa drónann þinn í höfuðið á einhverjum úr mikilli hæð. Dæmi eru um dauðsföll af þeim sökum.  Þessi tæki geta nefnilega dottið niður úr loftinu hvenær sem er.  Vertu því á öruggu svæði ekki síst á meðan þú ert að öðlast færni og reynslu.

Ég held að löggjafinn ætti að grípa fyrr en seinna inn í notkun á þessum tækjum.  Ef tæki fellur til jarðar t.d. í fjölmenni, myndi eigandinn gefa sig fram á stundinni, og taka fulla ábyrgð?  Væri ekki eðlilegt að tryggingar kæmu þar að?  Eru þetta tæki fyrir börn sem ég er viss um að gerist hjá efnuðu fólki?  Pössum okkur á að það verði ekki eftir slys og jafnvel dauða að við förum að gera eitthvað. Þetta eru ekki leiktæki í fjölmenni. 

Þetta er eitthvað fyrir innanríkisráðherra.......  

 https://www.youtube.com/watch?v=HlHwhaoUx4g&list=PLnDNI375T6AHU22Q4QpP7Vh9LGmgCVL4_

miðvikudagur, 24. júní 2015

Forsætisráðherrann er glaður í dag

Í dag erum við öll glöð.  Af því að forsætisráðherra okkar er glaður.  Það er ánægjulegt, það er uppörvandi að hann skuli vera í góðu skapi.  Það gerist ekki svo oft. 

„Þetta er ein sú skemmti­leg­asta og mest uppörv­andi op­in­bera at­höfn sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra þegar hann hafði tekið fyrstu skóflu­stung­una að bæna­húsi í Minna-Knarr­ar­nesi á Vatns­leysu­strönd, Knarr­ar­nes­kirkju.

 Já, við vitum að Sigmundur Davíð er mikill áhugamaður um gömul hús og skipulagsmál, enda hámenntaður.  Og hann sýnir það í verki með að úthluta fé. Sem er ekki í samræmi við stjórnlagsreglur eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á í ítarlegri skýrslu. :

Formlegt umsóknarferli fór ekki fram heldur óskaði ráðuneytið eftir
ábendingum og tillögum að verkefnum frá Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafni Íslands

og Minjastofnun Íslands. Þessir aðilar áttu fund með ráðuneytinu og veittu umsagnir
um verkefnin en ákvörðun um val á verkefnum og fjárhæð styrkjanna var í höndum
ráðherra. Minjastofnun Íslands var falið að annast samningsgerð við styrkþega,
greiðslu styrkja og hafa eftirfylgni með verkefnum sem hlutu styrk, í samræmi við
formlegt verklag stofnunarinnar þar að lútandi.

  
Það ber ekki að vanmeta að ýmislegt sem hann hefur persónulega veitt í eru vel þegið í viðkomandi bæjar- og sveitarfélögum.  Svo er í sveitarfélagi sem ég er vel kunnugur í. En kannski hefði það gerst hvort sem er þótt sérfræðingar sem vinna við þessi mál upp á dag, hefðu fjallað um þau. Nú veit ég ekki um bænahúsið á Minna-Knarranesi hvort það sé efst á blaði um  styrkveitingu á þessu ári, það er ekki tilkynnt á vef forsætisráðuneytis.  Ekki kemur fram í þessari skóflustungufrétt að styrkur hafi verið veittur þó mig gruni það.   Enda er þetta merkilegur staður í sögu íslenskra stjórnmála. 

Þess má geta að staður­inn teng­ist rík­is­stjórn Sig­mund­ar Davíðs því að stór hluti af stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks fór fram í íbúðar­hús­inu í Minna-Knarr­ar­nesi.

Já, lesendur góðir, Minna-Knarrarnes hefur skráð sig á ný á spjöld sögunnar, þess vegna veitir líklega ekki af bænahúsi.  Hvaða personulegu tengsl hafi valdið því?  Ætli fylgi því góð styrkveiting?

Ég fylgist uppreifur með gleði Ráðherrans, því líf án gleði er gleðilaust.  Hver dagur án sorgar og súts er góður dagur.  Fögnum því.  Kannski eigum við eftir að fara í skoðunarferð á þennan merkilega stað á Vatnsleysuströnd þar sem þessir öndvegiskarlar komust til valda, þessir bjargvættir þjóðarinnar?  Hver veit?


 


laugardagur, 20. júní 2015

Ekki góða reynslu af útlendingum!

Merkileg grein, hvers vegna er þetta frétt? Hversvegna þessi fyrirsögn? Er það tilviljun að þessi vefur er tengdur Framsóknarflokknum?  Öll sjáum við sem sækjum sund viðbrögð ferðamanna að koma í sundlaugar á  Íslandi þar sem ríkir sterk hefð og ákveðin áratuga menning. Eins og þegar landinu tók með sér Ora baunir til Majorku !Er tilgangurinn bara að ala á úlfúð þar sem viðtöl við starfsfólk sýna allt aðra mynd en fyrirsögn fréttarinnar? Er hægt að kalla þetta Pressuúttekt?
 Er ekki verið  að ala á fordómum?



„Við höfum ekki góða reynslu af útlendingum - Hlusta ekki og skilja ekki“: Pressuúttekt



http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/vid-hofum-ekki-goda-reynslu-af-utlendingum---hlusta-ekki-og-skilja-ekki-pressuuttekn?

fimmtudagur, 18. júní 2015

Danski þjóðarflokkurinn og Framsókn

Talning stendur yfir í Damörku, ekki kemur á óvart að  spenna sé mikil milli bláu og rauðu blokkarinnar, þegar þetta er skrifað er auðséð að stjórnarskipti verða í Danmörku. 

En það óhugnanlega er stórsigur DF sem nærri því tvöfaldar fylgi sitt og er annar stærsti flokkurinn í Danmörku. Það er forvitnilegt að bera saman stefnumál DF og Íslensku flokkanna.DF er einn af þeim flokkum í Evrópu sem við köllum pópulíska flokka. Það er flokkur sem lítur til kjósenda og  tekur mið af hugmyndum og fordómum fólksins, mikið af fylgi sínu fá þeir með því að höfða til útlendingahaturs og þjóðrembu. 

Er það einhver furða að ýmislegt  hjá þessum flokki sé kunnuglegt? Sá flokkur hjá okkur sem vann stórsigur í seinustu kosningum en hefur átt undir högg að sækja þótt ýmislegt sé brölt hjá þeim til að reyna að snúa  við Þróuninni. Ekki með að vitna í eða hvetja til að samstarfs flokkurinn í ríkisstjórninni taki meira tillit til stefnu þeirra eins og hún kemur fram í flokks samþykktum og stefnuskrá sem oft er frjálslynd. Heldur með yfirlýsingum hins mikla afburða formanns um þjóð, kirkju, stöðu þjóðarinnar í heiminum og tryggð við forseta vorn. Ef það er eitthvað sem svertir ímynd hans þá er það misskilningur hjá samherjum hans en engin afneitun fylgir því. 

Ég sé ekki fyrir mér að þar verði einhver breyting á, því tilgangurinn helgar meðalið  hjá hinum ofurgreinda, framsýna og verðmæta valdamanni. 





þriðjudagur, 16. júní 2015

17. júní án Guðfinnu


Sólin brosti við okkur austur á Héraði í gær, um nóttina og um morguninn rigndi hressilega, svo var ólguskýjaveður og blíðviðri eftir hádegi. Það er gott að komast burtu úr svifryki stórborgarinnar og málflutningi stjórnvalda, þar sem aðaltilgangur virðist vera að  og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og  gefa vinum og ættingjum



Öll eigum við að vera glöð yfir verðmætustu stjórnmálamönnum allra tíma, sem  koma sér úr landi þegar erfið mál eru í augsýn og fylgikvillum þeirra sem ræða um rassgöt og börn í sömu andrá.  


Það er gott að forða sér og Skoða náttúruperlur áður en þær hverfa í ólgusjó misviturra nefndarmanna Alþimgis.
Það er gott að lifa 17. Júní án Guðfinnu.



sunnudagur, 14. júní 2015

Ríkisstjórnin leysir vandamálin, á sinn hátt ...

Nú eru öll vandamál úr sögunni, meirihluti hins háa Alþingis skikkar starfsmenn hins opinbera í vinnu aftur. Meira að segja suma sem voru ekki í verkfalli.  Allir eiga að una glaðir við sitt, starfsfólk sjúkrahúsa  að vinna upp óhugnanlegar tafir á meðferð á fólki með lífshættulega
sjúkdóma. Öll eiga þau að una lögum ríkisstjórnar sem hefur neitað þeim um lagbundinn samningsrétt.Neitað að tala af viti við þau mánuðum saman. En.... Geta ráðherrar farið og sólað sig eftir þennan  ofbeldissigur valdsins. Þungt hljôð er í mörgum, uppsagnir væntanlegar, og það sem verra er, margir hugsa sér til hreyfings. 
Framtíðin hulin svifryki frestana, á morgun segja þeir, valdsmennirnir. Spunadoktorarnir spinna eitthvað mergjað. Eitt gleymist þó, mannshjartað það vantar svo tilfinningu fyrir manneskjunni, hún  þrífst ekki bara á krónum.

Hrunið,það kemur eftir mína ævidaga. La Deluge.
Sagði kóngurinn. Og Drottningin sagði : Af  með höfuðin.

laugardagur, 13. júní 2015

Gleðileysi, árás Rússa og fífl vikunnar

Það er fátt að gleðjast yfir þessa dagana, höftin eru ekkert sem hafa með mig að gera.  
Lög á verkföll, gera andrúmsloftið í samfélagin æ lævi blandnara.  Æ verður erfiðara að fá menntað starfsfólk á sjúkrahús og stofnanir.  Þegar ég þarf á þeim að halda, ég er að verða gamall. 

Eini ljósi punkturinn var ákeyrsla á tvo , ég segi tvö varðskip af rússnesku seglskipi sem kemur sem skaðabótagóss til Rússa eftir fyrrri heimsstyrjöld.........  Gárungarnir í heita pottinum
ræddu um það hvort þetta væri árás á NATO ríki, þarna væri enn Pútín sjálfur að verki.  

En brosið stirðnar á vörum mér, þegar maður hugsar um óöldina ekki svo langt í burtu frá okkur, villimennsku, hendur og hausar höggin af, konur meðhöndlaðar sem skepnur og söluvara,  drónar dansa yfir höfðum okkar og safna upplýsingum og undirbúningi morða. Fjólmiðlum finnst skemmtilegt að segja frá frönskum Hórkarli sem sýnir kvenfyrirlitningu sína fyrir dómi.  

Það eina jákvæða þessa vikuna eru úrslit kosninga í Tyrklandi sem eru satt að segja stórmerkileg, kúrdískur flokkur fær atkvæði fjölda fólks af tyrkneskum stofni og þessi flokkur eru með algjört jafnrétti á framboðslistum karla og kvenna.  Þetta er ekki vika gleðitíðinda. 
Kjáni vikunnar er sjálfstæðismaður úr Vesturbænum, það verður ekki langt þar til hann verður kominn á þing: 

Utanríkisráðherra kemur ekki langt á eftir honum.