Ég lauk við síðustu bók Hennings Mankell fyrir rúmri viku, Svenska gummistövlar hét hún, Sænsk gúmmistígvél. Þessi skáldsaga er laustengt framhald af Italienska skor, Ítalskir skór, sem kom út fyrir níu árum. Enn er það læknirinn Friðrik sem er höfuðpersónan, sem hefur ekki átt vandræðalausa ævi, býr úti í skerjagarðinum á eyju. Hann vaknar eina nótt við það að húsið brennur ofan af honum. Kveikt hefur verið í því. Var það hann sjálfur sem gerði það, tæplega sjötugur maðurinn eða er einhver brennuvargur sem læðist um þetta friðsæla umhverfi. Út frá þessari byrjun fléttar Mankell sögu um lífið, dauðann, samskipti fólks í
umhverfi þar sem veðurfar ræður miklu um samveruna, það er erfitt að finna dauðann nálgast, gera upp við líf sitt og finna út hvað skiptir mestu máli í lífinu.
Þetta gerir Mankel á ljúfsáran hátt, Friðrik er erfiður maður, hann hefur brennt margar brýr að baki sér. Þetta skrifar rithöfundur sem hefur þurft að hugsa um dauðann og uppgjör sitt við lífið. Ég vissi að hann hafði barist við krabbamein í tæp tvö ár: Var þrútinn af lyfjum þegar ég sá hann í sænska sjónvarpinu í sumar sem leið. En hann var ennþá á fullu að skrifa, ætlaði að fara að skrifa bókina um Afríku, álfuna sem hann hafði eytt svo miklum tíma í.
En svo sá ég rétt fyrir hádegið að hann var allur. Hann var 67 ára gamall. fyrsta bókin hans kom út 1973, ég held að þær hafi orðið rúmlega 40, auk nokkurra tuga leikrita. Hann var ekki iðjulaus, svo rak hann leikhús niðri í Mosambique, reyndi af sínum mætti að hjálpa afrískum listamönnum að rísa upp og lýsa veruleika síns heimshluta þar á meðal baráttunni við Aids. Hann varð heimsfrægur með því að skrifa seríuna um lögreglumanninn Wallander, fyrst með Morðingi án andlits. Varð upphafsmaður hinnar norrænu glæpasögu. Ég las Wallander frá byrjun, hreifst af þesseum þumbaralega og þunglyndislega manni, sem lifði fyrir starf sitt, allt varð að víkja fyrir því, fjölskylda og samlíf.
Hann var sjálfur margmilljóner, stofnaði sjóð til að styðja við ýmis verkefni í Afríku. Var alla tíð róttækur, hafði hrifist með þegar hann bjó í París í stúdentabyltingunni á sjöunda áratugnum. Honum þótti sjálfsagt að borga skatta og skyldur í sínu heimalandi. Stundaði ekki það eins og ótal margir að fela peninga sína í skattaskjólum. Margir gleyma því að hann skrifaði ekki bara glæpasögur, hans glæpasögur voru ekki venjulegar ef maður má segja það, hans fyrirmynd var John Le Carré og Sjöwall og Wahlöö. Hann skrifað barnabækur, nokkrar hafa verið þýddar á íslensku, hann skrifaði leikrit og ótal skáldsögur. Uppáhöldin mín eru Comedia infantil, sem er skrítið að hún hafi ekki komið út á íslensku; Sonur Vindsins og Kínverjinn.
Það var merkilegt hversu hann sá strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum og kom þeim inn í bækur sínar. Ég man að mér þótti hann vera ansi ýkjukenndur í Kínverjanum þegar hann fjallar um útrás Kína víða um heim. Tveim þrem árum seinna blasti þetta við sjónum manns. Sérstaklega í Afríku. Hann fjallaði um framferði læknaiðnaðarins í þriðja heiminum þar sem fátækt fólk sem notað sem tilraunadýr fyrir okkur Vesturlandabúa. Hann var ekki hrifinn af Ísraelsríki og framferði þess í MiðAusturlöndum. Hann var einn af þeim sem fóru með skipalestinni sem reyndu að brjóta niður hafnbannið á Gaza og var handtekinn þar, þegar Ísraelsher réðist um borð í skipin og drap nokkra.
Nú er hann horfinn, við eigum eftir að sakna hans. Réttsýni hans og baráttuanda. Minning hans lifir. Við eigum eftir að glugga í eldri bókunum hans og njóta. Þeir sem geta lesið sænsku, hafa möguleika á að kaupa bækur hans í rafbókaútgáfum á bókavefnum dito.se á viðráðanlegu verði.
umhverfi þar sem veðurfar ræður miklu um samveruna, það er erfitt að finna dauðann nálgast, gera upp við líf sitt og finna út hvað skiptir mestu máli í lífinu.
Þetta gerir Mankel á ljúfsáran hátt, Friðrik er erfiður maður, hann hefur brennt margar brýr að baki sér. Þetta skrifar rithöfundur sem hefur þurft að hugsa um dauðann og uppgjör sitt við lífið. Ég vissi að hann hafði barist við krabbamein í tæp tvö ár: Var þrútinn af lyfjum þegar ég sá hann í sænska sjónvarpinu í sumar sem leið. En hann var ennþá á fullu að skrifa, ætlaði að fara að skrifa bókina um Afríku, álfuna sem hann hafði eytt svo miklum tíma í.
En svo sá ég rétt fyrir hádegið að hann var allur. Hann var 67 ára gamall. fyrsta bókin hans kom út 1973, ég held að þær hafi orðið rúmlega 40, auk nokkurra tuga leikrita. Hann var ekki iðjulaus, svo rak hann leikhús niðri í Mosambique, reyndi af sínum mætti að hjálpa afrískum listamönnum að rísa upp og lýsa veruleika síns heimshluta þar á meðal baráttunni við Aids. Hann varð heimsfrægur með því að skrifa seríuna um lögreglumanninn Wallander, fyrst með Morðingi án andlits. Varð upphafsmaður hinnar norrænu glæpasögu. Ég las Wallander frá byrjun, hreifst af þesseum þumbaralega og þunglyndislega manni, sem lifði fyrir starf sitt, allt varð að víkja fyrir því, fjölskylda og samlíf.
Hann var sjálfur margmilljóner, stofnaði sjóð til að styðja við ýmis verkefni í Afríku. Var alla tíð róttækur, hafði hrifist með þegar hann bjó í París í stúdentabyltingunni á sjöunda áratugnum. Honum þótti sjálfsagt að borga skatta og skyldur í sínu heimalandi. Stundaði ekki það eins og ótal margir að fela peninga sína í skattaskjólum. Margir gleyma því að hann skrifaði ekki bara glæpasögur, hans glæpasögur voru ekki venjulegar ef maður má segja það, hans fyrirmynd var John Le Carré og Sjöwall og Wahlöö. Hann skrifað barnabækur, nokkrar hafa verið þýddar á íslensku, hann skrifaði leikrit og ótal skáldsögur. Uppáhöldin mín eru Comedia infantil, sem er skrítið að hún hafi ekki komið út á íslensku; Sonur Vindsins og Kínverjinn.
Það var merkilegt hversu hann sá strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum og kom þeim inn í bækur sínar. Ég man að mér þótti hann vera ansi ýkjukenndur í Kínverjanum þegar hann fjallar um útrás Kína víða um heim. Tveim þrem árum seinna blasti þetta við sjónum manns. Sérstaklega í Afríku. Hann fjallaði um framferði læknaiðnaðarins í þriðja heiminum þar sem fátækt fólk sem notað sem tilraunadýr fyrir okkur Vesturlandabúa. Hann var ekki hrifinn af Ísraelsríki og framferði þess í MiðAusturlöndum. Hann var einn af þeim sem fóru með skipalestinni sem reyndu að brjóta niður hafnbannið á Gaza og var handtekinn þar, þegar Ísraelsher réðist um borð í skipin og drap nokkra.
Nú er hann horfinn, við eigum eftir að sakna hans. Réttsýni hans og baráttuanda. Minning hans lifir. Við eigum eftir að glugga í eldri bókunum hans og njóta. Þeir sem geta lesið sænsku, hafa möguleika á að kaupa bækur hans í rafbókaútgáfum á bókavefnum dito.se á viðráðanlegu verði.
Myndir: Henning Mankell með Patti Smith, sem var góð kunningjakona hans, og Krister Henriksson sem við þekkjum svo vel frá sjónvarpsmyndunum um Wallander. Patti tók svo nokkur lög á veröndinni hjá Mankell, auðvitað með Lenny Kaye á gítarinn.