sunnudagur, 29. nóvember 2015

Tvennir tónleikar, tveir klarinettuleikarar. Dásemd











Ég talaði um daginn hvað það væri margt sem boðið væri upp á í listum hjá okkur, hvort sem er í Reykjavík eða út um landsbyggðina. 

Í vikunni var okkur boðið upp á tvo öndvegistónleika.  Og á báðum tónleikunum voru tveir klarinettuleikarar sem létu hljóðfæri  sitt óma.  Það voru þau Einar Jóhannesson og Arngunnur Árnadóttir, þau eru meistarar bæði.

Á sunnudaginn var, hélt Kammermúsikklúbburin seinustu tónleika sína á árinu. Þar var boðið upp á góðan kokkteil, Beethoven, Brahms og óþekkta enska konu, óþekkta í mínum eyrum, Rebekka Clarke.

 Ásdís Valdimarsdóttir víóla, besti víóluleikari okkar, og Einar fluttu verk eftir hana sem hljómaði yndislega í mín eyru.  Þetta var 20. aldar kona sem var flottur spilari og samdi tónlist með sem er að koma nú fram í sviðsljósið á 21. öld, það var oft erfitt að vera kona í tónlistinni.

Svo fengum við að heyra einn af kvartettum Beethovens ópus 18 en hann samdi nokkra kvartetta í þessum ópus. Hann var flottur, svo kom rúsínan í pylsuendanum klarinettukvintett Brahms.  Þar fékk Einar Jóhannessson að sýna af hverju hann hefur verið konungur klarinettunnar á Íslandi í nokkra áratugi.  Og hinir spilararnir voru engir aukvisar.  Þetta var yndisleg tónlist.Svona tónar fá mig til að tárast. 

Seinna í vikunni var svo Sinfonían með tónleika undir stjórn hins unga Daníels Bjarnasonar sem er að verða afbragðs stjórnandi.  Þar voru spiluð tvö Debussy verk, fyrst Síðdegi skógarpúkans þar sem reynir aldeilis á klarinettu og nú er kominn nýr aðalleikari í sinfoníuna í stað Einars, Arngunnur og hún er mögnuð, spilaði Mozartkonsertinn fræga nýlega.  Tónleikarnir enduðu á La valze, verki Debussys, aldrei hefur það  hljómað flottar í mín eyru í túlkun hljómsveitarinnar og Daníels.  

Á milli fengum við að heyra Ligeti, Lontano eitt af hljómsveitarverkum hans, mér finnst alltaf merkilegt að hlusta á verk hans.  Kindentotenlieder Mahlers, eittt magnaðasta söngvaverki sögunnar og Ólafur Kjartan, sonur hans Didda fiðlu, hljómaði eins og sá sem valdið hefur.  Þótt hann ætti að vera með pest.  Svo var verk hljómsveitarstjórans, Collider í fyrsta sinn á Íslandi.  Hljómaði vel í fyrsta sinn.  

Svo lesendur góðir, tveir afbragðskonsertar á viku.  Er nokkuð hægt að ætlast til meira. Svo var það Sókrates í Borgarleikhúsinu í kvöld. Góð sýning trúða heimspeki og söngva.  Mæli með henni.

Í Íslandi er allt fullt af list og gleði.  Skálum fyrir því.  


Rebecca Clarke:   Prelude, allegro and pastorale f. víólu og klarínettu
Ludwig van Beethoven:   Strengjakvartett  í G-dúr op.18-2

Johannes Brahms:   Kvintett f. klarínettu og strengjakvartett í a-moll op.115
 Flytjendur:   Nicola Lolli, fiðla; Mark Reedman, fiðla; Ásdís Valdimarsdóttir, víóla;  Sigurgeir Agnarsson, selló; Einar Jóhannesson, klarínetta

  • Efnisskrá
    Claude Debussy
    Forleikur að Síðdegi skógarpúkans
    György Ligeti
    Lontano
    Daníel Bjarnason
    Collider
    Gustav Mahler
    Kindertotenlieder
    Claude Debussy
    La mer
  • Stjórnandi
    Daníel Bjarnason
  • Einsöngvari
    Ólafur Kjartan Sigurðarson



fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Pútín Erdogan: Refir á ferð

Umræða þessa dagana er spurningin um tilgang Tyrkja að skjóta niður rússneska herþotu. Samkvæmt Guardian var þotan skotin niður eftir 17 sekúndur (10 viðvaranir á þeim tíma er merkilegt fyrirbæri!). 

Hægri menn á Íslandi vilja auðvitað bara kenna Rússum um þetta, frekja og yfirgangur þeirra í samskiptum seinustu árin sýna það.  Gott dæmi er Björn Bjarnason , það er bara Pútín sem hefur verið á ferð og nú er það Tyrkland sem sýnir honum í tvo heimana með stuðningi NATO. 

Málið er flóknara en þetta.  Erdogan og Pútín eru á margan hátt svipaðir leiðtogar. Svífast einskis til að koma sínum áætlunum fram.  Átökin í Sýrlandi hafa sýnt það, að berja á Kúrdum skiptir meira máli en ISIS.  Smygla vopnum um Sýrland, styðja öfgahreyfingar í Sýrlandi og leyniþjónusta þeirra er tækifærissinnuð fram í fingurgóma. Landvinningar í norður Sýrlandi er meira að segja í dæminu. Asia Times veltir fyrir sér hvort Erdogan hafi fengið samþykki Obamas í seinustu viku að grípa til þessarar aðgerðar sem er ansi bíræfin.  Og í andstöðu við fyrrir skoðanir NATO.

Ankara is often guilty of neglecting attacks on Isis and hitting the Kurds (who are in so many ways the most effective force against the jihadists) instead, smuggling weapons in the guise of humanitarian convoys (something we saw the Russians doing in Ukraine), and being willing to support groups which are often jihadist in their own terms. Turkish military intelligence organisation (MIT) is every bit as cynically opportunist as the Russian military spy agency (GRU), and Erdogan every bit as erratic, brutal and ambitious as Putin.

 

Svo Erdogan og Pútín eru báðir þrjótarnir í þessum átökum.  Þetta mál er ekki búið. 

miðvikudagur, 25. nóvember 2015

Tyrkland Rússland: að leika sér að eldi

Það eru margir valdamenn sem finnst gaman að leika með eld þessa dagana.
Nú eru það Tyrkir. Þeir hafa komist upp með ýmislegt í skjóli NATO aðildar og legu á heimskortinu.
Þeir og leiðtogi þeirra Erdogan virðast vera haldnir áhættufíkn af hæsta stigi.
Gott dæmi eru ofsóknir þeirra á hendur Kúrdum sem hafa staðið sig best í átökunum við hryllingssamtökin ÍSIS. Það skiptir Meira máli að þjarma að þeim en að brjóta á bak aftur gengi ÍSIS í nágrenni þeirra. Þá var  allt í lagi að fljúga yfir önnur lönd. Ekki er verra ef NATO borgar. Svo hittir skrattinn ömmu sína þegar hann hittir fyrir   vin okkar Pútín sem hefur fengið að komast upp með of margt upp á síðkastið.

Ansi er maður hræddur um líf og limi fólks víða um heim þegar þeir sem stjórna gera sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og mætti. Líf okkar allra gæti verið undir.