þriðjudagur, 26. janúar 2016

Kári og Sigmundur Davíð í hestaati

Það er merkilegt að æðstu kosnu ráðamenn þjóðarinnar fari alltaf í skæting og þras ef einhver þegna þeirra sýni frumkvæði og sjálfstæða hugsun. Gott dæmi er leiðinleg umræða og svör Forsætiráðherra við undirskriftasöfnun sem Kári Stefánsson stendur fyrir um þessar mundir. Þetta skrifaði SDG á Fésbókina sína:


Ég er sammála þeim sem telja mikilvægt að auka framlög til heilbrigðismála. Það höfum við gert á undanförnum árum og það þurfum við, og eigum, að gera áfram. 
Að mæla heilbrigðisþjónustu aðeins út frá ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu er hins vegar vafasöm leið. Landið sem er með hæst hlutfall landsframleiðslu til heilbrigðismála er Túvalú (19,7%) og í öðru sæti eru
Bandaríkin (17,1%) [World Bank, 2013]. 14 lönd ná 11% þ.m.t. Síerra Leóne, Moldóva, Leshótó og Rúanda. Ekkert Norðurlandanna nær 11%. Noregur er 0,5% fyrir ofan Ísland. Fyrir neðan Ísland eru meðal annars ,,mesta velmegnuarland Evrópu", Lúxemborg, með 7,1%. 
Þetta er í raun einfalt. Við þurfum að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu og setja meira í heilbrigðismál og almannatryggingar. Þannig þurfum við að forgangsraða hvort sem hlutfall af VLF verður hærra eða lægra en í Síerra Leóne?

Kári svarar að vanda hressilega fyrir sig að vanda:

Forsætisráðherra tjáði sig um undirskriftarsöfnunina á fésbókarsíðu sinni í gærmorgun og greip til þess ráðs að reyna að vera skemmtilegur á hennar kostnað. Ekki er sú aðferð mér framandleg og hef ég fallið fyrir henni einu sinni eða tvisvar á ævi minni. Og hvernig tókst svo forsætisráðherra til? Það er með mælikvarða á skemmtilegheit eins og á hundraðshluta af vergri landsframleiðslu að hann er afstæður og svo markast hann af því hversu skemmtilegir menn eru almennt. Upp á síðkastið er forsætisráðherra búinn að vera svo fýldur út í allt og alla og þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna, að það væri dónaskapur við roðið að segja að hann sé búinn að vera eins og það, snúið í hundskjapti. Það var því ekki við miklu að búast og það fengum við, dapurlegan pistil sem var þeim mun dapurlegri sem hann átti að vera fyndinn.
Forsætisráðherra heldur því fram að það sé vafasamt að við eyrnamerkjum ákveðinn hundraðshluta af landsframleiðslu til heilbrigðismála. Ég og í það minnsta aðrir 47500 Íslendingar eru honum ósammála. Okkur finnst eðlilegt að nota ákveðinn hundraðshluta þess sem aflast til þess að sinna þeim sem eru meiddir og sjúkir í okkar samfélagi og til þess að hlúa að heilsu þeirra sem enn eru hraustir. Það hefur gefist illa að skilja það eftir í höndum kjörinna fulltrúa á hverjum tíma fyrir sig að ákveða hversu mikið heilbrigðiskerfið fær af kökunni. Máli sínu til stuðnings nefnir forsætisráðherra Sierra Leone og önnur fátæk ríki sem leggja stærri hluta af sinni landsframleiðslu til heilbrigðismála en Ísland gerir, og so what? Það sýnir einfaldlega að sú fátæka þjóð sem býr í því stríðshrjáða landi sem við köllum Sierra Leone er reiðubúin til þess að fórna hlutfallslega meiru en við til þess að hlúa að þeim sem minna mega sín. Sigmundur Davíð, við eigum að taka þetta fólk okkur til fyrirmyndar hvað þetta snertir í stað þess að tala um þau af lítilsvirðingu.

Það væri ekki úr vegi í þessu sambandi að vitna í orð landlæknis frá því í seinasta mánuði. Þar sem hann fjallaði ímynd skýrslu OECD Health at Glance, um heilbrigðiskerfi ríkjanna í OECD. Það er furðulegt að orða hans skuli ekki hafa vakið meiri athygli. Þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að við stöndum okkur alls ekki vel í samanburði við aðra sem við viljum mæla okkur saman við.  Allt of mikið fari i samninga Sjúkratryggina og Sérgreinalækna, allt of lítið fé í burðarása kerfisins, svo sem heilsugæslu, sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni og uppbyggingar nýs háskólasjúkrahúss. Svo má ekki hækka tekjuskatt á athafnamenn þeir verða að hafa nóg að bíta og brenna.  Þangað til þeir lenda bak við rimlana.

Þetta sagði landlæknir:

Niðurstöður skýrslunnar eru athyglisverðar, sérstaklega þegar þær eru túlkaðir með tilliti til þess hvaða þættir hafa mest áhrif á ævilengd og lífsgæði. Samkvæmt niðurstöðum nýlegra rannsókna er ævilengd þjóða talin ráðast af eftirfarandi áhrifaþáttum:
  1. Lífsstíl 40%
  2. Félags- og efnahagslegum þáttum 30%
  3. Heilbrigðiskerfi 20%
  4. Öðrum þáttum, svo sem húsnæði, öryggismálum o.s.fv. 10%
Skýrslu OECD má því túlka svo að Ísland standi vel að vígi í áhrifaþáttum 1, 2 og hugsanlega 4 en sé ekki eins vel á vegi statt í þáttum sem stýrast af 3, nefnilega heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir að við séum með góðan mannafla, fjölda sjúkrarúma í meðallagi og vel tækjum búin virðist heilbrigðiskerfið ekki skila þeim árangri sem við getum vænst.
Þetta eru bæði slæm og góð tíðindi, slæm vegna þess að heilbrigðiskerfi okkar er ekki jafn skilvirkt og við viljum oft vera láta, góð vegna þess að við höfum möguleika á því að bæta okkur stórlega með því að huga betur að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og jafnframt taka alvarlega þau aðvörunarmerki sem við fáum um lífsstíl (mataræði og hreyfingu), forvarnir (bólusetningar barna) og lyfjanotkun.
Í því sambandi má benda á að þótt unnið sé ötullega að ýmsum þörfum verkefnum í heilbrigðiskerfinu hefur fjármagn til heilbrigðisþjónustu haldið áfram að færast til þjónustu sem stýrist af samningum Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna, fjármagn sem, rétt notað, hefði getað farið til forgangsverkefna,
Embætti landlæknis hefur af því áhyggjur að þetta geti leitt til þess að gæði og öryggi íslenskrar heilbrigðisþjónustu muni versna enn frekar og að við munum eiga í erfiðleikum með að fá hingað hæft starfsfólk sem nú er við störf í öðrum löndum. 
Nánar er fjallað um skýrsluna Health at a Glance í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

Birgir Jakobsson

landlæknir
 

Takið eftir lokaorðunum ég skrifa þau með stóru letri:  Embætti landlæknis hefur af því áhyggjur að þetta geti leitt til þess að gæði og öryggi íslenskrar heilbrigðisþjónustu muni versna enn frekar og að við munum eiga í erfiðleikum með að fá hingað hæft starfsfólk sem nú er við störf í öðrum löndum. 

Mynd Berit Wallenber á Þingvöllum 1930.

Mynd að ofan:  Hvalveiðiskip í höfn.  Greinarhöfundur tók.





sunnudagur, 24. janúar 2016

Ólafur Ólafsson á Suðurlandsbraut 18

Athafna menn bak við rimla gera það gott fyrir framan rimlana.  Auðvitað má maður ekki segja neitt þá er maður vondur við menn sem eiga bágt, auðvitað eiga allir bágt sem eru í fangelsi, en sumir eru betri að athafna sig en aðrir, enda sannir athafnamenn og bankamenn.  Ekki bankastjórar ekki forstjórar. 

Það er gott að stunda viðskipti líklega ekki undir eigin nafni innan rimlanna, sérstaklega þegar nýjast fréttin tengist Suðurlandsbraut  18 í því húsi sem framsóknarmenn og fylgisfiskar þeirra
áttu hundruðir skúffufyrirtæka og eignarhaldsfélaga ´i þá góðu og gömlu daga.  Það er skrítið að geta skilið eftir sig slóða og eiga góða að í bönkum sbr. þetta: 


Í byrjun október (2011) yfirtók Arion banki eignarhlut Ólafs í útgerðarfélaginu HB Granda í skuldauppgjöri Kjalar, félagi Ólafs við bankann. Skuld félagsins við bankann nam 77 milljörðum króna. Við yfirtökuna var skuldin strikuð út og málaferli Kjalar og bankans felld niður.

 Já lesendur góðir saga Hrunsins er ekki á enda þar eru margir athafnamenn svokallaðir sem hafa komið milljörðum undan í skjóli fáránlegrar löggjafar sem gerir þetta kleift.
Kjarninn segir frá þessum nýju framkvæmdum athafnamannsins saklausa (að eigin sögn) 

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, hefur hafið ferli við að byggja hótel á lóð við Suðurlandsbraut 18. Um er að ræða breytingu á byggingu sem fyrir er og viðbyggingu. Eftir stækkun gæti byggingin rúmað vel á annað hundrað hótelherbergi. Frá þessu er grein í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur er umsvifamikill athafnamaður. Hann situr sem stendur í fangelsinu á Kvíabryggju þar sem hann afplánar fjögurra og hálfs árs dóm sem hann hlaut í Al Thani-málinu svokallaða í fyrra.

Sama félag og eignaðist Samskip

Í Morgunblaðinu er greint frá því að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi auglýst nýtt deiliskipulag lóðarinnar á Suðurlandsbraut 18 þar sem ofangreind breyting kemur fram. 
Auglýsing
Eigandi hússsins er félag sem heitir Festir. Það félag er í 100 prósent eigu hollenska félagsins SMT Partners B.V. Þegar endurskipulagning á fjárhag Samskipa lauk fyrir sex árum, í janúar 2010, var greint frá því í Viðskiptablaðinu að félagið SMT Partners B.V. væri félag í eigu Ólafs Ólafssonar og stjórnenda Samskipa. Þetta félag eignaðist 90 prósent hlut í Samskipum, öðru af tveimur skipafélögu sem eru ráðandi í inn- og útflutningi um sjó frá Íslandi, við endurskipulagninguna.Félagið Festir á fleiri fasteignir. Má þar nefna Krókháls 11 þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að Festir eigi um sjö þúsund fermetra fasteign í Kjalarvogi 10 við Sundahöfn. Fjárhagsstaðan ágætt
Ólafur hefur haldið því fram að hann hafi verið dæmdur í fangelsi á grundvelli misskilnings og hefur auk þess dregið í efa hæfi tveggja dómara Hæstaréttar sem felldu hinn þunga dóm yfir honum. Því hefur hann óskað eftir endurupptöku málsins fyrir endurupptökunefnd og kært það til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í viðtali við Viðskiptablaðið í október sagði hann það ömurlegt hlutskipti að sitja í fangelsi. Fjárhagsstaða hans væri hins vegar ágæt og óttist ekki að missa þau fyrirtæki sem hann á, meðal annars Samskip.
Í viðtali við Ísland í dag fyrr í þessum mánuði sagði Ólafur að hann geti stundað sína vinnu frá Kvíabryggju. Hann hafi aðgengi að tölvupóstum, síma og interneti sem geri honum kleift að sinna sínum eignum.

laugardagur, 23. janúar 2016

Rísum upp með Kára: Endurreisum Heilbrigðiskerfið

Kári Stefánsson er merkur maður, hann fer ekki troðnar slóðir, stundum er hann eins og gamall húðarjálkur sem enginn getur ráðið við, dómskerfið skelfur undan þessum furðufugli. Stundum er hann eins og sá sem þekkinguna, góðsemina  og valdið hefur. Þá stöndum við mörg með honum.  Þá erum við blind fyrir veikleikum hans.  Nú er hann minn maður.  Undirskriftasöfnunin sem hann hefur hafið til eflingar Heilbrigðiskerfinu á Íslandi.  Ég hef

kynnst biðlistunum og margir kunningjar mínir, ég beið í 9 mánuði eftir að komast í hnéskiptaaðgerð á hægra hné.  Nú hef ég beðið í 15 mánuði eftir að vinstra hnéð mitt verði tekið fyrir.  Ætli ég sé ekki búinn að missa á þriðja ár af lífi mínu vegna biðlista af mínum 68 árum. Þegar maður er kominn á þennan aldur er hvert ár dýrmætt.  

Mínir dýrðardagar eru að ganga skógarslóða eða stíga á fjöll.  Það hef ég ekki getað í 4 ár.  Ég er ekki einn um það.  Tæp 6000 manns eru á biðlistum og margir hafa beðið ansi lengi.  Með margs kyns kröm, frá hjörtum í hné.  Því styð ég og skrifa undir í Endurreisn heilbrigðiskerfisins.  Það er kominn tími til að rísa upp gegn blindum stjórnmálaforkólfum.  Sem meta úrelta hugmyndafræði meira en líf samborgara sinna.  Skrifið þið líka undir.  

ENDURREISUM HEILBRIGÐISKERFIÐ

Heilbrigðiskerfi er einn af hornsteinum nútímasamfélags og sýnir vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meiddir. Gott heilbrigðiskerfi endurspeglar sjálfsagða samhygð en lélegt heilbrigðiskerfi  óásættanlegan kulda gagnvart þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að  því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.
Það hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið  við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.
Íslendingar eyða því sem nemur 8.7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og er það langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Það er mat þeirra sem gerst þekkja til að við þurfum að eyða allt að 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál vegna þess að við erum fá og dreifð sem gerir þjónustuna dýrari en meðal stærri og þéttbýlli þjóða. Þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar um aldarfjórðungsskeið hafa ekki haft að því frumkvæði að fjármagna heilbrigðiskerfið eins og skyldi, ætlum við undirrituð að taka frumkvæðið með eftirfarandi kröfu.
Kári Stefánsson

VIÐ UNDIRRITUÐ KREFJUMST ÞESS AÐ ALÞINGI VERJI ÁRLEGA 11% AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU TIL REKSTURS HEILBRIGÐISKERFISINS.

 

föstudagur, 22. janúar 2016

Austurbakki: Er vilji ráðherra vilji fólksins?

Boð sem ekki er hægt að hafna?   Hvað kostar það okkur?  Eru þetta vinnubrögð sem eru í samræmi við okkar hugmyndir um gegnsæ og lýðræðisleg vinnubrögð? Þessi málsgrein hér að neðan með stóra letrinu er dálítið spúkí. Auðvitað þurfa notendur alltaf að hafa puttana í
húsnæði sem þeir eiga að nota. En það er fleira að gæta, skipulag, umferð, umhverfi, saga og hefðir. Svo hélt ég að skipulagsvöldin væru hjá Reykjavíkurborg það er kannski aukaatriði. En hvað á leigusamningur að vera langur.  Við höfum sorgleg dæmi um það hjá opinberum stofnunum.  Þar sem þeir eru óuppsegjanlegir.  

Um leið hefur Landstólpi boðist til að taka hönnun bygginga á reitnum til endurskoðunar í samráði við forsætisráðuneytið með það að markmiði að þær falli að þörfum ráðuneyta Stjórnarráðsins. 

Það er kannski gott fyrir xD að formaður xB sé að leika sér í húsaleik á meðan xD selur banka vinum sínum og einkavæðir heilbrigðiskerfið og menntakerfið án þess að nokkur trufli.  Frosti getur sagt eitthvað en hann hefur ekki ráðherravöldin.
Við erum mörg sem getum tekið undir að gott væri að breyta hugmyndum á þessu svæði fyrir norðan Lækjartorg og suður Lækjargötu.  Það er fagaðila að fjalla um það og yfirvalda borgarinnar að setja byggingarmagn sem hentar viðkvæmu umhverfi  sem er sérstakt um margt, timburhús ekki í stærra laginu.  Og við erum mörg sem viljum heildarblæ yfir þetta svæði.  En það þýðir ekki að æðsti ráðherrann vaði áfram eins og fíll í glerhúsi. Í anda forvera úr öðrum ríkjum sem höfðu mikinn áhuga á skipulagsmálum. Við nefnum engin nöfn.  Það er samvinna allra aðila sem gildir.  

Landstólpar þróunarfélag býður Stjórnarráðinu aðkomu að Austurbakka 2

21.1.2016
  • Samkomulagið var undirritað af Stefáni Thors Húsameistara ríkisins og Gísla Steinari Gíslasyni fyrir hönd Landstólpa þróunarfélags
    Samkomulagið var undirritað af Stefáni Thors Húsameistara ríkisins og Gísla Steinari Gíslasyni fyrir hönd Landstólpa þróunarfélags
Landstólpar þróunarfélag ehf. hefur haft frumkvæði að því að bjóða Stjórnarráði Íslands að leigja allt skrifstofuhúsnæði á reit 2 á lóðinni Austurbakka 2 í Reykjavík en hugmyndir þar að lútandi voru fyrst kynntar árið 2014. Áætluð stærð rýmis miðað við núverandi hönnunarforsendur er um 6.400 fermetrar.
Um leið hefur Landstólpi boðist til að taka hönnun bygginga á reitnum til endurskoðunar í samráði við forsætisráðuneytið með það að markmiði að þær falli að þörfum ráðuneyta Stjórnarráðsins.
Í yfirlýsingu sem Landstólpar þróunarfélag ehf. og forsætisráðuneytið hafa undirritað kemur fram að aðilar málsins skuli stefna að samkomulagi um drög að hönnun og byggingarmagni sem miða að þörfum ráðuneyta Stjórnarráðsins sem leigutaka og jafnframt verði unnin drög að leigusamningi milli Stjórnarráðs Íslands f.h. ríkissjóðs og Landstólpa þróunarfélags ehf. vegna skrifstofuhúsnæðisins.
Ofangreindir aðilar stefna að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 12. febrúar nk.
( feitletrun mín)



fimmtudagur, 21. janúar 2016

Njála og Fyrirgefning

Var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Njála, afburðarsýning en ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk. Frábær leikhópur, mörg ný nöfn sem maður þarf að læra, þegar maður er búinn að sjá 3-4 kynslóðir leikara í leikhúsum og maður eldist þá þarf maður að læra ný andlit. Valur Freyr, Hjörtur Jóhann, Björn Stefánsson, Vala Kristín, Þuríður Blær; nóg að læra.  Svo
eldri snillingar, Jóhann, Unnur Ösp, Sigrún Edda, og kostulegur Njáll hjá Brynhildi Guðjóns,  svo var Atli Freyr mættur þarna í hlutverki Hilmars Guðjónssonar!  Dansararnir sem eru leikarar og leikararnir eru dansarar eins og þau hafi aldrei gert annað, sem nær hámarki í dansatriðinu  með Kristnihaldið/Púpu gjörninginn.  Líkamlegt atgervi leikara nú til daga þarf að vera ótrúlegt.  Þeir sem eldast eiga í erfiðleikum, en Jóhann tekur það nú flott með Presley atriðinu.

 Í hinu skemmtilega virðingarleysi verða svo mörg smáatriði skemmtileg í huganum, ég hlæ með sjálfum mér.  Stairways to heaven á dönsku, Sigrúnu Eddu hent út af sviðinu í fyrsta sinn, samband við salinn, rappkaflinn í veislunni.  Þó er virðingin fyrir þessu ógnarverki íslenskrar menningar alltaf til staðar.  Setningarnar renna upp úr leikurunum eins og þetta sé tungumálið okkar í dag. Sumu er sleppt ég saknaði Björns í Mörk.  Ljóðin fá að njóta sín.  Þarna er virðingin.  Svo ég orði þetta virðing og virðingarleysi skapa þenna einstæða atburð. Það var staðið upp í lokin og klappað og hrópað. 

Ég læt sumt fara í taugarnar á mér í hinu nýja leikhúsi.  Bjórdósir þær eru alls staðar ég sá sýningu í Berlín þar voru þær, í Þjóðleikhúsinu eru þær, í Borgarleikhúsinu.  Allt draslið sem myndast þegar leikararnir ganga berserksgang í bardagaátökum.  Vinsældatónlist sem þarf alltaf að vera til staðar, Brennið þið vitar í Njálu?  Af hverju ekki Skarphéðinn í brennunni eftir Hannes Hafstein með flottu lagi Helga Helgasonar tónskálds? 


Svo var það einu sinni, að Helgi var að leggja skífur á barnaskólann, sem þá var, seinna símstöð og nú lögreglustöð, að ein skífan hraut úr hendi hans og datt niður á götuna. Þegar hann heyrði brothljóðið, datt honum í hug: „Buldi við brestur og brotnaði þekjan.“ Hann tók nagla og skífu og rissaði upp lagið, svo að hann skyldi ekki gleyma því“ (Morgunblaðið, 8.sept.1943).

Í þessu verki er eitt lykilorðið Fyrirgefning, fyrirbrigði sem við þekkjum öll.  Þarna er það spurningin um hefnd, hvenær verður maður að drepa, hvernig getur maður lýst  ofbeldi?  Er hægt að fyrirgefa, hvað gerðu Forníslendingar?  Það var hægt að borga, vega, senda í útlegð.  Hvað gerum við í dag? Mér var á sýningunni hugsað til þessa út frá umræðunni um unga manninn sem er búinn að taka út refsinguna.  Við höfum fangelsi til þess.  Í Ameríku bíða ættingjar hins myrta eftir aftökunni, auga fyrir auga tönn fyrir tönn. Og fagna þegar dómnum er fullnægt.  Það er erfitt að standa frammi fyrir svona aðstæðum.  Allir hafa lent í aðstæðum þar sem spurning er um fyrirgefningu.  Þó það sé ekki morð.  Njáll er maðurinn sem virðist geta fyrirgefið þó hann sé ansi útsmoginn í ráðum sínum og hans uppeldissonur Höskuldur Hvítanessgoði enn frekar sem frekar lætur lífið en að drepa.  En þeir sem drepa verða drepnir, sér Njáll fyrir sér, hann reynir en getur ekki stöðvað atburðarásina, hefndin er Kára tengdarsonar hans sem eltir brennuvargana víða um heim.   

Erum við eitthvað komin lengra í dag, við horfum úr íslenskri fjarlægð á heiminn.  Þar sem morð og styrjaldir geysa þar sem hinir saklausu verða oftast fórnarlömb.  Hvernig á að stöðva hringrásina? Það er stutt í villimannseðlið.  Ég get ekki gefið svörin. Öll eigum við samt að reyna að vera mennsk.  

þriðjudagur, 19. janúar 2016

Alþingi: Eiturörvar á fyrsta degi!

Spenna, Alþingi brunar af stað.  Stóryfirlýsingar á fyrsta degi. Birgitta lætur Forsætisráðherrann fá það óþvegið:
„Svo mikil er ást Framsóknarflokksins á hinu beina lýðræði að það á að setja himinháa þröskulda sem gera lýðræðið nánast ómögulegt og á sama tíma leggja til að taka málskotsréttinn af forseta. Síðan er alveg ljóst að hæstv. forsætisráðherra stóð með beinum hætti í vegi fyrir því að það væri hægt að
klára þetta mál þannig að við gætum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ sagði Birgitta á Alþingi í dag
eru það Framsóknarmenn sem vilja enga hreyfingu á stjórnarskránni? Ætli það sé ein fléttan komin frá Bessastöðum?

Og Sigmundur stingur Bjarna með títuprjónum, fyrst var það Frosti sem sendi ískaldar kveðjur til Asíufarans sem vill frekar eyða fé í Asíu í samgöngubætur en á Íslandi!
„Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum.

Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann.(stafsetningarvillur í boði Visir.is) eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með það að gera!


Ætli  Stjórnin lafi út árið?  Ætli einhverjar vörður vísi veginn!


mánudagur, 18. janúar 2016

Bílafasismi er orðið

Bílafasistar vaða uppi, komast í feitt á Grensásveginum. Hvers eigum við að gjalda ? Við sem höfum kosið að  nota ódýrari valkost og umhverfisvænni.  Þeir sem vilja að börnin þeirra séu stöðugt í lífshættu í umferðinni. Það er eins og að rífa augað úr sumum  ef minnst er á reiðhjól eða gangandi vegfarendur. Þeir vilja frekar fórna börnum sínum á altari bílismans.

Bílafasismi er orðið. Ég hrósa ekki alltaf skipulagsmálum meirihlutans og smekk en þessa götu hjóla ég oft um og þar má breyta og bæta. Ég meina það.