miðvikudagur, 9. nóvember 2016

Trump: Kötturinn í sekknum

Get ekki sagt að hjarta mitt hafi numið staðar við það að vakna í nótt og kíkja á Ipaddinn minn og sjá að Trumparinn var kominn á fleygiferð í átt til sigurs.  Við hjónin höfðum svona hálft í hvoru búist við þessu. Donald var orðinn maður alþýðunnar eins og sumir myndu segja. Hvað sem hann verður þegar hann er kominn í Hvíta húsið.  

Óhugnanlegasta augnablikið á seinustu dögum kosningabaráttunnar var þegar Trump og stuðningsmenn hann hrópuðu saman We build a wall  Við byggjum vegg.  Mér var hugsað til annars Múrs í Miðausturlöndum.  Ég sá í gærkvöldi fréttakonu sem var að tala við leigubílstjóra á ferð þeirra um syðstu svæði BNA.  Hann var stuðningmaður Trumps og var aldeilis með múrnum. Og hafði rök fyrir því.  Það átti að koma í veg fyrir dópsmygl, umsvif mexikósku glæpagengjanna inn í BNA. Hann benti á hallir sem glæpakóngarnir voru búnir að hreiðra sig um í fyrir féð af dópinu.  En hann minntist ekkert á þátttöku bandarískra glæpagengja í dópinu, það var allt annar hlutur. Mexíkobúar áttu að leysa sín glæpamál hinum megin við Múrinn Vegginn.  Á svona einfaldan hátt gat Trump náð til lægri stétta (varla miðstéttanna hennar Lilju). Hlutirnir gerðir einfaldir og straumlínulagaðir.  Allt sem er slæmt í BNA (ekki Ameríku eins og Trump segir) er útlendingum að kenna.  Töpuð atvinnutækifæri, slæmir skólar, Svo gat hann ýjað að vafasömum samskiptum Hillary og starfsmanna hennar við erlend ríki og þjóðhöfðingja (sérstaklega Podesta bræðurnir).  Sérstaklega Saudi Arabíu  sem fékk marga frjálslynda Bandaríkjamenn að sitja heima eða kjósa aðra en hina tvo stóru (Hillary og Trump). Þótt það sé svo sem engin stórfrétt að bandarískir stjórnmálamenn hafi náið samband við olíufursta í Mið-Austurlöndum

Svo lesendur góðir, Bandaríkjamenn hafa keypt köttinn í sekknum.  Hvað gerist þegar sekkurinn er opnaður það vitum við ekki.  Það er merkilegt að horfa á úrslitin á korti. Hvað þetta hefur áhrif á okkur utan BNA það er spurningin.  STÓRA SPURNINGIN:  

  

þriðjudagur, 8. nóvember 2016

Við viljum ábyrga róttæka stjórn!

Katrín Jakobs á að mynda nýja stjórn annað er ekki í kortunum.
Annars hélt ég að það væri Birgitta sem hefði lýst því yfir að hún ætlaði styðja Minnihlutastjórn Katrínar Og ekki að fara í stjórn. Hvar hefur Katrín lýst því yfir að hún vilji ekki fara í stjórn með Pírötum fyrir hönd VG? Er Jón Steinsson  einhver sér fræðingur í innanbúðarmálum flokka á Íslandi? Er Smári að segja rétt frá?  Er þetta ekki píslarvætti Píratanna og viðbrögð loks við kosninga tapinu?

Katrín á að mynda stjórn..... Og Píratar eiga að taka ábyrgð og vera með !!


Jón Steinsson undrast útilokun Pírata - Sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum

Persónuleg reynsla hagfræðingsins af starfi við Pírata er góð




„Mín persónulega reynsla af samskiptum við Pírata hefur verið afskaplega góð sérstaklega varðandi sjávarútvegsmálin en einnig önnur mál,“ segir hagfræðingurinn Jón Steinsson í pistli á Facebook-síðu sinni. Hann undrast það mjög að Viðreisn, Björt Framtíð og Vinstri grænir virðast veigra sér við að fara í samstarf með Pírötum og myndi umbótastjórn með stuðningi Samfylkingarinnar. Sérstaklega í ljósi þess að Píratar hafa gefið eftir alla ráðherrastóla. 
„Er ekki á það reynandi að unnt sé að vinna með Pírötum? Málefnasamhljómur virðist vera ansi miklu meiri á meðal CAV+PS en öðrum kostum í stöðunni,“ segir Jón. Þá segir hann að það hljóti annars að teljast pólitískt sjálfsmorð að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Undanfarið hafa ýmsir fjölmiðlar greint frá því að þreifingar væru meðal ákveðins hóps innan VG um að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í grein sem birtist í morgun á DV voru slíkar hugmyndir strikaðar út af borðinu. Þar ítrekaði Katrín Jakobsdóttir þann vilja sinn að mynda stjórn til vinstri og aðrir flokksmenn kepptust við að gera lítið úr þessum valkosti. Eina sem gæti breytt afstöðunni væri langvarandi stjórnarkreppa sem myndi neyða Vinstri Græna til þess að íhuga aðra kosti.

Harmar að aðrir flokkar afskrifi Pírata

„Ýmsum virðist meira umhugsað að afskrifa Pírata en að ræða við okkur. Það er leiðinlegt því okkur langar að eiga uppbyggilega samtöl við alla,“ segir Smári McCarthy í athugasemd við pistil Jóns. Hann ítrekar síðan þá möntru Pírata að flokkurinn muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum:
„Það er ekki í boði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn tekið til hjá sér eftir spillingarmálin sem komu upp á síðasta kjörtímabili. Þess vegna lofuðum við kjósendum okkar að við myndum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Hitt er annað mál, að hugsanlega geta Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn náð samhljóm í ýmsum málum, sem snúa að borgararéttindum og einstaklingsfrelsi, og hugsanlega jafnvel því sem snýr að gagnsæi stjórnkerfisins og ábyrgð stjórnmálamanna ─ með það fyrir augum að auka tiltrú almennings á Alþingi,“ segir Smári.

mánudagur, 7. nóvember 2016

Panamaundanskot: Persona non grata

Skrúfurnar eru hertar á Panama í sambandi við skattaundanskot.  Nú í lok október eru þeir komnir í lið með 105 þjóðum til að auka gegnsæi og berjast gegn skattsvikum. Það er ekki í lagi að koma sér undan að greiða skatta þó að ótrúlegur fjöldi Islendinga finnist allt í lagi að kjósa fólk með vafasama fortíð í  undanskoti á fjarlægum ströndum og eyjum.    Eflaust eru þetta slæm tíðindi fyrir skattsvikara en það verður nú að hafa það. 

Ég legg til að flokkar sem vilja sýna að þeir meina eitthvað með gagnrýni sinni á þvílíkt athæfi sem feluleikur er með fjármuni, neiti að taka þátt í eða semja við aðila sem hafa orðið uppvísir að slíku. 
Það er allt í lagi að semja við Framsókn eða Sjálfstæði um stjórnarmyndun ef Bjarni, Ólöf og Sigmundur Davíð koma ekki nálægt því.   Einstaklingar sem hafa orðið vísir af þeim brotum eiga að vera Persona Non Grata í stjórnmálum.  





Panama joins international efforts against tax evasion and avoidance


27/10/2016 - Panama signed today the Multilateral Convention on Mutual Administrative Assistance in Tax Matters, making it the 105th jurisdiction to join the world’s leading instrument for boosting transparency and combating cross-border tax evasion. The signing shows that Panama is now implementing its commitment to fully cooperate with the international community on transparency.
“Panama’s decision to sign the multilateral Convention is a confirmation of its commitment to take the necessary steps to meet international expectations in the fight against tax evasion,” OECD Secretary-General Angel Gurría said during a signing ceremony with Panama’s Ambassador to France, María Del Pilar Arosemena de Alemán. “It also sends a clear signal that the international community is united in its efforts to stamp out offshore tax evasion. We will continue our efforts until there is nowhere left to hide.”

föstudagur, 4. nóvember 2016

Parísarsamningurinn: Hnignun eða framþróun.

Í dag er merkur dagur, merkari en stjórnarskipti, merkilegri en Airwaves, merkari en flest. 4. nóvember.  Parísarsamningurinn gengur í gildi. Fáeinir fussa yfir þessu, skilja ekki þróun umhverfis okkar. Skilja ekki alvöru þess að koma í veg fyrir áframhaldandi hnignun jarðarinnar.  Gróðurhúsaáhrif, bráðnun jökla, hækkun sjávar, breytingu loftslags. 

En mikill meirihluti fólks vill að við vinnum að lausnum, það er erfitt, en allt er betra en að gera ekkert.   Ríkisstjórn okkar og umhverfisáhrif setti fram áætlun í 16 punktum, plús nokkur samstarfsatriði með öðrum löndum( sjá hér að neðan). Líklega er þetta ekki nóg en með kraftmeiri ríkisstjórn verður eflaust meira gert.  Þetta er eitt af mörgu sem sýnir þörfina á nýrri framfarasinnaðri vinstri og miðstjórn, umhverfismálin verða enginn leikur.  Spurningin er um framhald lífs á jörðinni. Það er ekki sjálfsagt að það verðir mannlíf eða annað líf á eyjunni Ísland. Það eru til svo sterkari öfl í náttúrunni. Þannig er nú það.




Parísarsamningurinn gengur í gildi á heimsvísu

Parísarsamningurinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum gengur í gildi á heimsvísu í dag, 4. nóvember. Samningurinn var samþykktur í París 12. desember 2015. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu hans 19. september sl. að tillögu utanríkisráðherra. Ísland var þar með meðal fyrstu 55 ríkja sem þurftu að fullgilda til að samningurinn gengi í gildi á heimsvísu.
Parísarsamningurinn markar tímamót í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, en með honum er í fyrsta sinn kveðið á um aðgerðir af hálfu allra ríkja heims til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðildarríki samningsins setja sér markmið um minnkun losunar, svonefnd landsákvörðuð framlög, og myndar Parísarsamningurinn lagalegan ramma utan um þessar skuldbindingar. Ísland sendi inn sín markmið þann 30. júní 2015 þar sem stefnt er að 40% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við 1990, í samstarfi við aðildarríki ESB og Noreg.
22. aðildarríkjaþing Rammasamnings S.þ. um loftslagsbreytingar hefst í Marrakesh í Marokkó 7. nóv. Það verður jafnframt fyrsta aðildarríkjaþing Parísarsamningsins, en hann er byggður á grunni Rammasamningsins, sem hefur að geyma almenn ákvæði um losunarbókhald og skyldu ríkja heims að bregðast við loftslagsbreytingum af manna völdum. Fyrir þinginu liggur m.a. að útfæra nánar ýmis ákvæði Parísarsamningsins, s.s. um bókhald ríkja varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis með skógrækt og öðrum aðgerðum, aðlögun að breytingum, fjármál o.fl.

Sóknaráætlun Íslands miðar vel áfram

Ríkisstjórnin samþykkti sóknaráætlun í loftslagsmálum í aðdraganda Parísarfundarins 2015 til að efla starf í loftslagsmálum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir framkvæmd sóknaráætlunar. Áætlunin byggir á 16 verkefnum, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka kolefnisbindingu, efla þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og styrkja innviði loftslagsmála til að takast á við hertar skuldbindingar. Áætlunin gildir til þriggja ára og er starf undir hennar hatti hugsað sem viðbót við fyrri áætlanir og markmið. Sóknaráætlun er fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum og er ekki síst ætlað að virkja fleiri til góðra verka á því sviði - fulltrúa atvinnulífs, vísindamenn, stofnanir og almenning.
Samkvæmt yfirlitinu eru öll verkefnin komin af stað og sum vel á veg. Tengill á yfirlitið í heild er hér að neðan, en nokkur dæmi um verkefnin eru:

  • Í byrjun desember n.k. verður úthlutað styrkjum vegna innviðaverkefna fyrir rafbíla, en styrkir til þeirra verkefna voru auglýstir í haust.
  • Vegvísir um samdrátt í losun í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi er vel á veg komin og ljóst að útgerðir hafa mikinn áhuga á að daga úr losun.
  • Unnið er að vegvísi um samdrátt í losun í landbúnaði í samvinnu við Bændasamtökin og liggur mat á möguleikum í því sambandi nú fyrir og er unnið á grundvelli þess.
  • Sett hefur verið upp vefsíða með upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig draga megi úr matarsóun, en talið er að nú sé um þriðjungi framleiddra matvara sóað. Þá er lokið fyrstu rannsókninni á landsvísu á umfangi matarsóunar á heimilum og fyrirtækjum á Íslandi.
  • Unnið er að merkingum í landslagi við skriðjöklana í Skaftafelli og er það liður í verkefninu „Jöklar Íslands – lifandi kennslustofa um loftslagsbreytingar.“  Með verkefninu eru tengd saman vísindaleg vöktun jökla, fræðsla og ferðaþjónusta og er talið að þessi nálgun geti vakið mikla athygli.
  • Verkefni á sviði skógræktar og landgræðslu eru komin af stað og verkefni sem miðar að endurheimt votlendis var hleypt af stokkunum með athöfn á Bessastöðum sl. sumar, þar sem mokað var ofan í skurð í landi Bessastaða.

Undir hatti sóknaráætlunar eru einnig verkefni sem eiga að stuðla að samdrætti í losun á heimsvísu, svo sem verkefni á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, aðkoma að stofnun alþjóðlegs jarðhitasambands og framlög til Græna loftslagssjóðsins.
Sóknaráætlun í loftslagsmálum – yfirlit yfir framgang verkefna (pdf-skjal)



Myndir: Greinarhöfundur



miðvikudagur, 2. nóvember 2016

Útstrikanir: Það er svo gott að gleyma

Að stroka út.  Þessi þrjú urðu fyrir útstrikurum.
Eiga þau það skilið?  Gengur þetta ekki of langt?
Allt er þetta tiltölulega ungt fólk á uppleið (svona miðað við mig).

Hvers vegna lenda þau í þessu (mjög algengt orðalag nú til dags), að lenda í því að myrða mann, nauðga konu, hrista barni svo það bíða ævilangan skaða.  Stela peningum, fela peninga. Að lenda í.

Sigmundur Davíð, Gunar Bragi, Þorgerður Katrín. Ætli fólki með 2 nöfn eigi hættara að lenda í ??
Sigmundur var næstur því að vera þurrkaður út og lenda utan alþingis. Enda átti hann það skilið.  Siðferðishningun hans er með endemum.  Það vita þeir sem vilja.  En að það skuli vera stór hópur fólks á Norð-Austurlandi sem telur hann ekkert hafa brotið af sér, það er sorglegt, afar sorglegt. 18% strikuðu hann út. Gott hefði verið að fá rökstudd álit viðkomandi 18 prósenta, það hefði verið skemmtilegt fyrir stjórnmála og félagsfræðinga. Og okkur landa hans.  





















Gunnar Bragi hefur ekki falið peninga í aflandseyjum, eftir því sem best er vitað.  En dómgreindarleysi hans í stjórnunarathöfnun er við brugðið.  Einstæður hæfileiki hans að finna eðlilegt að skipa flokkssystkini sín í trúnaðarstöður á vegum ríkisins er óumdeilanlegur!  Ætli hann sé enn ekki að?  Ríkisstjórnin situr ennþá!   11% strikuðu hann út, var það vegna þessara aðgerða eða er eitthvað sem kjósendur hans vita sem við vitum ekki. Gaman væri enn að fá rökstutt álit kjósenda xB.

Þorgerður Katrín er landskunn manneskja, var yfirmaður minn um skeið sem menntamálaráðherra, ég á lítilsigldri ríkisstofnun hún í hinu hæsta ráðuneyti.  Nú yfirgefur hún flokk sinn sem hefur alið hana upp. Vill vera þekkt fyrir Viðreisn þjóðarinnar  ásamt mörgum úr hennar fyrri flokki og ýmsum úr öðrum flokkum, líklega mest úr Samfylkingunni og Framsóknarflokknum jafnvel einhverjum sem yfirgáfu Pírata á seinustu kosningametrunum.  Svo eru ekk allir sem hafa gleymt fjármálum þeirra hjóna.  Þau voru alræmdir Hrunverjar, dældu peningum í ýmsar áttir, reyndu meira að segja að koma í veg fyrir að fólk austur á landi kæmist að leiðum ættingja sinna í kirkjugarði nokkrum.  Hún veit að hún er ekki óumdeild. 8 % strikuðu hana út.  Það er nú gott. Það eru ekki allir siðspilltir stjórnmálamenn sem vita það eins og útstrikunarfélagar hennar bera gott vitni um.   Og fyrrum félagar hennar í Sjálfstæðisflokknum, fjármála og innanríkisráðherrar. Í öllu villjum við vera fremst í fylkingu, í heimsklassa.   

Eftir nokkra daga vitum við hverjir hafa tekið við stjórnartaumum í nýrri ríkisstjórn. Örugglega gætu einhver af þessum þrem hlammað sér ofaní ráðherrastóla.  Án þess að blikna eða roðna jafnvel blána.  Þau vita að betra er að vera alræmdur en óþekktur.  Ansi yrði það táknrænt fyrir þessa þjóð ef xD, xB og xC myndu enda með  að stjórna saman. Ælufnykinn af okkur myndi leggja um allan heim.  Einhver okkar munu mótmæla á Austuvelli aðrir sem mótmæltu í vor og kusu síðan þessa flokka sitja eflaust heima fyrir framan skjáinn búin að gleyma öllu sem hefur gerst seinustu mánuði.  Það er svo gott að gleyma.  



Mynd með færslu     

mánudagur, 31. október 2016

Blár: litur þjóðarinnar???

Er blár litur þjóðarinnar ? 
Kemur eitthvað annað til greina?
Haustrauður, steinrauður, blaðgrænn, grasgrænn?
Eigum við nokkuð að vera að rembast?
Eigum við ekki að láta þau um þetta, fólkið með peningana, sjóðina, úteyjareikningana?
Fólkið sem á okkur. 
Er ekki framundan fimbulvetur þar sem skaflarnir hylja voðaverk peningaaflanna, ætli baráttan gegn hávaxtastefnu verði ekki þá gleymd?  
Ætli spillingin verði ekki horfin út í hafsauga niður fyrir sjóndeildarhringinn? 
Allt einsog vera ber? 
Á Blámannalandi. 












Myndir: Greinarhöfundur

sunnudagur, 30. október 2016

30 prósent: Við eigum betra skilið

Heima tekið úr töskum, svo er kosið daginn eftir. Margir eru í losti, en ...við höfum ekki gert upp Hrunið, var það ekki Freki  karlinn sem seldi bréfin sín eftir að annar Frekur karl kom á fund í Alþingi og sagði frá slæmu útliti efnahags þjóðarinnar, kannski lentu þeir peningar á einhverri Tortólu, ég veit það ekki. Við eigum að hafa gleymt, öllu, og eigum að taka fagnandi á móti honum sem forsætisráðherra. Slátra lambinu. Lúta í auðmýkt.

En munum að 70 % hafa ekki fyrirgefið honum, enda hefur hann ekki viðurkennt neitt, kusu hann ekki, vilja ekki viðurkenna hann sem æðsta valdamanna þjóðarinnar. Andlit hans er ekki andlit okkar. Við eigum betur skilið. Flest erum við heiðarleg, sem betur fer.



Gleðigjafi dagsins: Mamma Megasar, sagði Egill Helgason  í Kiljunni.