Það er sorglegt hversu yfirvöldum okkar gengur illa að fóta sig í samskiptum við verktaka og fasteignabraskara. Það er eins og þeir verði alltaf að undirlægjum þegar þeir hitta þetta fólk og gullkálfahugsanaháttur virðist einn ráða ríkjum. Fólk sem vill auðvitað græða á framkvæmdum sínum, skapa sér auð og fá sem mest út úr lóðum sem þeir hafa keypt eða komið sér upp. Endalaust þurfum við borgarbúar að vera í stríði við þessi yfirvöld okkar þegar þau hafa enn einu sinni hneigt sig í duftið og skilið alla fegurðar eða fagurfræðitilfinningu eftir ég veit ekki hvar.
Við höfum auðvitað stóra dæmið núna baráttuna um Miðbæðinn þar sem ennþá á að troða ofan á okkur borgarbúunum og þrengja að þessu litla svæði. Og ekkert dugar, listamenn mótmæla, við sendum inn mótmæli. Þá er ekkert að marka það af því að bréfin eru eins. Svo eru smærri dæmi út um allan bæ. Meðfram höfninni á að troða háhýsum þótt við borgararnir viljum fá lágreista byggð þar sem við getum rölt um á góðviðrisdögum og notið umhverfisfegurðar borgarinnar. Alls staðar þar sem er smáreitur á alltaf að koma einhvers konar skrímsli í húsmynd. Sem fær mann til að undrast.
Ég rölti fyrir nokkrum dögum um Þingholtin, og mikið er gaman að sjá hversu íbúarnir virðast smekklegri en yfirvöldin. Alltaf bætast við í flóruna hús sem einu sinni voru í niðurníðslu eða farin að láta á sjá en núna blasa við fallegar framkvæmdir þar sem uppruninn fær að njóta sín. Það er eitthvað sem borgarfulltrúar, borgarstarfsmenn og arkitektar virðast ekki geta hugsað sér. Það er gullið sem á að ráða ríkjum í borginni okkar. Það er hámark gróða og græðgi sem á að ríkja.
Og sama virðist ætla að verða hjá nýju ríkisstjórninni í umhverfismálum svo þykist Forsætisráðherann ætla að sjá um skipulagsmálin!!!!!
Sjáið hversu margt er fallegt hérn, smádæmi, en svo voga yfirvöld sér að leyfa einhvern hræðilegan kofa við hliðina á á húsi með sórmerka sögu í Þingholtsstrætinu (fyrirgerið myndgæðin). Myndir höfundur.