mánudagur, 4. ágúst 2014

Gaza: Mats Gilbert og David Attenborough

Það er margt að gerast í Palestínumálunum.  Það er auðséð að almenningsálitið er farið að hafa áhrif í Evrópu. Ég veit ekki með Bandaríkin, það er annar heimur.  Þar gildir lögmál hins sterka gegn hinum veikari. 
Franski og spænski utanríkisráðherrann senda yfirlýsingar að það sé komið nóg og Bretar tala um að endurskoða vopnasölusamninga. Það að sprengja spítala og stofnanir Sameinuðu þjóðanna  og skeyta ekkert um börn, fjölskyldur og gamalmennier eitthvað orðið svo yfirgengilegaglæpsamlegt að æ fleiri geta ekki tekið þátt í leiknum um gamla frasann að ríki hafi rétt til að verja sig og um leið brjóta ótal alþjóðalög. Þar sem engin mannúð né mannviska kemur fram.  Jafnvel gamli maðurinn David Attenborough sendir Ísraelsmönnum skeyti:  




Viðtal danska sjónvarpþáttarins Deadline á DR1 hefur vakið mikið umtal. Viðtal Mortins Krasnik  (sem er af gyðingaættum) við Mats Gilbert.  Þar sem fréttamaðurinn virðist af mörgum ekki gæta neins sem heitir hlutlægni í spurningum sínum.  Hann hefur varið sig með því að hann noti svona aðferð við alla sem hann talar við. En að fréttamaður taki upp alla helstu frasa Ísraelsstjórnar og alþjóðsamfélagsins um það hverjir séu terroristar er ansi spúkí. Hér eru tölur um árásina í danska útvarpinu.


  




laugardagur, 2. ágúst 2014

Hanna Birna: að þéra og segja satt

Nú tíðkast þéringar hinar meiri, það er gaman að sjá þær hjá ráðherra og umboðsmanni, þeir tímar voru þegar nokkrir kennarar mínir í Verzlunarskólanum þéruðu. Ég man að doktor Jón Gíslason skólastjóri lýsti því yfir í stúdentsveislunni að nú mættum við hætta að þéra hann.  


Varðandi bréf Hönnu Birnu þá sker hún ekki úr aðkomu hennar að málinu, þó virðist manni að hún hafi ansi mikið reynt að koma að því.  Og ekki hreinsar það hana eða aðstoðarmenn hennar af hinum fáránlegu vinnubrögðum þeirra varðandi mál umrædds flóttamanns.  Sem verður íslenskum yfirvöldum ævarandi til skammar.  Ég hef feitletrað vissa kafla í bréfinu sem mér finnst merkilegir um samskipti sem hún hefði átt að vita að kæmu til umræðu við rannsókn málsins. Ef maður setur það svo í samband við brotthlaup lögreglustjórans þá myndi ég leggja saman tvo og tvo og fá kristaltæra útkomu. 

Hér er bréfið:   

Ég vísa til erindis yðar 30. júlí þar sem þér berið fram spurningar varðandi samskipti mín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lögreglurannsókn á því hvort og þá hvernig trúnaðarupplýsingar um tiltekinn hælisleitanda hafi borist úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla.
Nánar tiltekið óskið þér annars vegar eftir upplýsingum um hvort ég hafi að eigin frumkvæði óskað eftir því að lögreglustjórinn kæmi til fundar/viðtals í ráðuneytinu þar sem ég hafi rætt við hann um rannsóknina. Hins vegar óskið þér eftir upplýsingum um símtöl sem ég kunni að hafa átt við lögreglustjórann um sama efni. Í erindi yðar kemur fram að þér óskið eftir þessum upplýsingum til að geta tekið afstöðu til þess hvort þér takið málið til formlegrar athugunar með hliðsjón af þeim reglum og sjónarmiðum sem talin séu eiga við um samskipti ráðherra sem fer með yfirstjórn lögreglu við stjórnendur lögregluembætta með tilliti til sjálfstæðis embættanna og ákæruvalds við rannsókn sakamála.
Um fyrra atriðið er það að segja að ég hef átt fjóra almenna fundi með lögreglustjóra á tímabilinu frá því framangreind rannsókn hófst í febrúar sl., en enginn þeirra var boðaður til að ræða rannsóknina sérstaklega. Á þeim mánuðum sem þessi lögreglurannsókn hefur staðið yfir hef ég jafnframt átt símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. Ráðherra á eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins, oft og tíðum á óformlegum nótum, og er því eins farið með lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er haldin skrá yfir þau samskipti og því er mér ekki unnt að leggja fram gögn til að upplýsa um tilvik þeirra.
Rannsóknin sem málið varðar hófst í byrjun febrúar á þessu ári að ósk ríkissaksóknara. Áður hafði málið verið rannsakað eins og kostur var innan ráðuneytisins og rekstrarfélags stjórnarráðsins. Eftir að lögreglurannsóknin hófst hef ég og starfsmenn ráðuneytisins gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til að greiða fyrir henni. Ég hef aldrei gert neitt til að hamla framgangi hennar, heldur hef þvert á móti leitast við að veita lögreglunni aðgang að öllum gögnum sem í ráðuneytinu er að finna um þetta mál. Er raunar augljóst að hagsmunir mínir og annarra starfsmanna í ráðuneytinu hafa lotið að því að rannsóknin hefði greiðan framgang og gæti lokið sem fyrst.
Í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum mínum við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins. Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem snerta upplýsingaöflun lögreglunnar frá ráðuneytinu til að hægt sé að ljúka rannsókninni eins fljótt og unnt er. Sérstaklega hef ég spurt um öryggi þeirra gagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að hér innan ráðuneytisins og varða umrædda rannsókn ekki með nokkrum hætti. Þá hef ég spurt lögreglustjóra hvenær vænta mætti þess að rannsókninni lyki.
Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.
Ástæða er til að taka fram að í ráðuneytinu er að finna mikið af trúnaðargögnum um einkamálefni fjölda fólks, sem koma umræddri rannsókn á máli hælisleitandans ekkert við. Það er mikilvægt fyrir mig og ráðuneytið að gætt sé almennra trúnaðarskyldna og almannahagsmuna þegar yfir stendur rannsókn lögreglu á tilteknu máli og lögregla krefst aðgangs að upplýsingum innan ráðuneytisins án þess að vita fyrirfram hvort í þeim kunni að vera eitthvað sem skiptir máli fyrir rannsókn hennar.
Ég sem og allir starfsmenn ráðuneytisins höfum þrátt fyrir þetta lagt okkur fram um að verða við öllum óskum lögreglu um gögn og upplýsingar, þó að ljóst sé að þessar óskir hafi í ákveðnum tilvikum verið mjög víðtækar. Þannig hefur engri rannsóknarbeiðni lögreglunnar verið hafnað og hefur henni meðal annars verið heimilað að skoða farsímanotkun einstakra starfsmanna, sem og tölvupóst, borðsímanotkun og aðgangskort allra starfsmanna og var ég þar ekki undanskilin. Þá hefur lögreglunni verið heimilaður aðgangur að málaskrá ráðuneytisins, sem inniheldur þúsundir einstaklingsmála.
Það hefur aldrei leikið vafi á því að lögregla og ríkissaksóknari fara með fullt forræði umræddrar rannsóknar, enda eru embættin alfarið sjálfstæð við rannsókn mála. Þá hefur mér jafnframt verið ljóst að öll samskipti ráðherra og ráðuneytisins í tengslum við umrædda rannsókn eru viðkvæm í ljósi þeirrar stöðu sem ráðuneytið hefur gagnvart lögreglunni. Þessa hef ég gætt sérstaklega í samskiptum mínum við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt er að taka fram að í samtölum okkar hef ég innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að ég ræddi við hann um framangreind atriði eða hvort hann teldi samtöl okkar til þess fallin að hamla störfum hans. Kom fram af hans hálfu að svo væri ekki enda var honum ljóst að öll viðleitni mín í málinu laut að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar. Að auki hefur sú lögfræðilega ráðgjöf sem ég hef fengið innan sem utan ráðuneytis verið á þá lund að samskipti mín við lögreglustjóra, líkt og þeim er lýst hér að ofan, væru mikilvæg til að greiða fyrir framkvæmd rannsóknarinnar.
Með vísan til þess sem að framan greinir er ljóst að ég hef á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina eða þá aðila sem henni stjórna.
Virðingarfyllst
Hanna Birna Kristjánsdóttir

föstudagur, 1. ágúst 2014

Geir Hilmar og Árni Þór: íhald og kommi á sama vinnustað!!!

Nú eiga allir að hafa skoðun á sendiherraveitingum nýlegum.  Tveir stjórnmálamenn, annar sem hefur náð hæstu hæðum en líka hrapað til jarðar hraðar en nokkur annar í lýðveldissögu okkar, komst til æðstu mannorða í Sjálfstæðisflokknum varð formaður fjármálaráðherra og forsætisráðherra,  hinn sem á að sumra mati ekki að vera sendiherra af því að hann er vinstrimaður og jafnvel kommúnisti (Halldór Jónsson erkiíhaldsbloggari). 
En hefur langan og farsælan starfsferil á mörgum sviðum, í borgarstjórn Reykjavíkur, . Þekktur sem vinnuhestur og og skarpur alþingismaður.  

Mér sýnist bloggarar og fésarar horfi á þetta mál frá ýmsum hliðum og komist að niðurstöðu í samræmi við það:
            Hvernig á að ráða sendiherra? 
            Eiga alþingismenn eða fyrrverandi stjórnmálamenn að vera sendiherrar? 
          Á að auglýsa sendiherrastörf eins og önnur störf? 
          Hvaða mælikvarða á að leggja á störf og menntun viðkomandi?

Ég er á þeirri skoðun að það eigi að auglýsa þessar stöður, það er ekki núna skýrt, svo ráðherra getur gert þetta. Ráðherrar hafa mikil völd á Íslandi.  

Báðir hefðu þessir karlar eflaust fengið stöðurnar ef þeir hefðu sótt um.Þótt erfitt sé a setja upp kvarða, Einar Benediktsson ræddi um þetta í Speglinum í gærkvöldi.  Þeir félagar geta stjórnað, verið fulltrúar okkar út á við, hafa alhliða menntun, Árni þó líklega meiri, hafa unnið á mörgum sviðum, Árni þó ívið fjölbreyttari ef það skiptir máli.  Báðir kunna að koma fyrir sig orði þegar á þarf að halda!!! Árni kann rússnesku, enskuog norsku. Geir kann ensku, norsku.  Ég veit ekki um þýsku og frönsku kunnáttu þeirra. 

Svo er spurningin um hreina sakaskrá.  Geir var dæmdur af Landsdómi.  Ætli það fari á sakaskrá!!  Margir eru reiðir út í Geir út af Hruninu og hans þáttur í aðdraganda þess. Sem landsdómur tók fyrir vísaði nokkrum liðum frá en dæmdi í öðrum.  Geir var dæmdur fyrir þetta: 


Landsdómur telur ekki rétt að Geir Haarde hafi einungis brotið formreglu þegar hann fór ekki eftir 17. grein stjórnarskrárinnar og boðaði ekki til funda með ríkisstjórninni til að ræða slæma stöðu í íslensku efnahagslífi árið 2008. Dómurinn segir að Geir hafi mátt vera það fullljóst í febrúar árið 2008 að vandi steðjaði að bönkunum.
Samkvæmt niðurstöðu dómsins hafði það beinar skaðlegar að ekki hafi verið haldnir ríkisstjórnarfundir um erfiða stöðu efnahagslífsins. Dómurinn taldi það ekki einungis hafi Geir brotið gegn formreglu heldur hafi hann stuðlað að því að ekki hafi verið mörkuð pólitísk stefna á vettvangi ríkisstjórnarinnar til að takast á við þann mikla vanda, sem honum hlaut að vera ljós í febrúar 2008, steðjaði að íslensku efnahagslífi.
Telur dómurinn að ef sú stefna hefði verið til og henni hefði verið fylgt markvisst eftir hefði verið hægt að draga úr tjóni sem hlaust af falli bankanna í hruninu. Stefnan hefði einnig gert stjórnvöld betur tilbúin til að taka afstöðu til beiðni Glitnis um lán í lok september 2008.

Svo Geir er mun umdeildari en Árni Þór  ef út í það er farið. 

Sem sagt við fáum 2 nýja sendiherra annar 63 ára   hinn 53 ára (ég á erfitt með að skilja hvað 63 ára maður er að byrja á nýjum starfsvettvangi, varla þarf hann á laununum að halda).  

Svo við tölum um sendiherra, voða hefur það vakið litla athygli hjá okkur að Rússar sendi stórmenni í sendiherrastól hér á landi.  Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar stórveldi sækja að okkur um þessar mundir.  Við þurfum að vera vel á verði.  Árni Þór kann þó rússnesku!!!!! 

           
            

Geir 
 Stúdentspróf MR 1971. BA-próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, Bandaríkjunum, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla, Bandaríkjunum, 1975. MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum, 1977.
      Blaðamaður við Morgunblaðið á sumrum 1972-1977. Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands 1977-1983. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1983-1987. Skip. 16. apríl 1998 fjármálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skip. 28. maí 1999 fjármálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 fjármálaráðherra, lausn 27. sept. 2005. Skip. 27. sept. 2005 utanríkisráðherra, lausn 15. júní 2006. Skip. á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí. Skip. á ný sama dag forsætisráðherra og jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands. Gegndi störfum sem ráðherra Hagstofu Íslands til 1. jan. 2008 er hún varð sjálfstæð stofnun er heyrir undir forsætisráðherra. Lausn frá störfum forsætisráðherra 1. febr. 2009.
      Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981-1985. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1999-2005, formaður hans 2005-2009. Formaður þingmannahóps vestrænna ríkja innan Alþjóðaþingmannasambandsins 1992-1994, í framkvæmdastjórn sambandsins 1994-1998 og varaforseti þar 1995-1997. Forseti Norðurlandaráðs 1995. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2009.

      Alþm. Reykv. 1987-2003, alþm. Reykv. s. 2003-2009 (Sjálfstfl.).
      Vþm. Reykv. apríl 1986.
      Fjármálaráðherra 1998-2005, utanríkisráðherra 2005-2006, forsætisráðherra 2006-2009.
      1. varaforseti Nd. 1989-1991.
      Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1991-1998.
      Utanríkismálanefnd 1991-1998 (form. 1995-1998), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992-1997.
      Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991-1998 (form. 1991-1992), Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1988-1998 (form.).


Árni 


 Stúdentspróf MH 1979. Cand.mag.-próf í hagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla 1986. Framhaldsnám í slavneskum málvísindum við Stokkhólmsháskóla og Moskvuháskóla 1986-1988. Nám í opinberri stjórnsýslu við EHÍ 2000-2001.
      Fréttaritari RÚV í Moskvu 1988. Fréttamaður hjá RÚV 1988-1989. Deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1989-1991. Ritstjóri og ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum og síðar Helgarblaðinu 1991-1992. Félags- og launamálafulltrúi Kennarasambands Íslands 1992-1998. Aðstoðarmaður borgarstjóra 1998-1999. Framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1998. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1994-2007. Forseti borgarstjórnar 2002-2005. Formaður stjórnar Dagvistar barna 1994-1998. Varaformaður fræðsluráðs 1994-1996. Formaður stjórnar SVR 1996-1998. Formaður hafnarstjórnar 1994-2006. Formaður skipulags- og byggingarnefndar 1999-2002. Formaður samgöngunefndar 2002-2005. Formaður umhverfisráðs 2005-2006. Í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga 1994-2004, formaður 1997-2004. Verkefnisstjóri verkefnisins EES og íslensk sveitarfélög í Brussel 2005. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2002-2007, varaformaður 2006-2007.
      Varaformaður Ferðamálaráðs Íslands 1989-1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1990-1991. Varaformaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1991-1995. Í stjórn SPRON 1998-2004. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins 1999-2002. Í samgöngunefnd Samtaka Evrópuborga, Eurocities, 2002-2006, varaforseti 2004-2006. Fulltrúi á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg 2003-2008, í umhverfisnefnd 2003-2007 og í stjórnarnefnd 2007-2008. Í flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2005-2009. Í stjórn Alþjóðasambands hafnaborga 2006-2008. Í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, 2007-2009.

      Alþm. Reykv. n. síðan 2007 (Vinstri hreyfingin - grænt framboð).
      5. varaforseti Alþingis 2009-2010 og 2012-2013.
      Starfandi formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2010-2011. Formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 2011. 
      Samgöngunefnd 2007-2009 og 2011, umhverfisnefnd 2007-2009, allsherjarnefnd 2009 og 2010, efnahags- og skattanefnd 2009 og 2011, utanríkismálanefnd 2009-2013 (form.) og 2013-, kjörbréfanefnd 2009-2011 og 2013, fjárlaganefnd 2009, 2011-2012, menntamálanefnd 2009, félags- og tryggingamálanefnd 2009-2010, viðskiptanefnd 2009-2010, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010-2011, þingskapanefnd 2011-2013 og 2013-2014, velferðarnefnd 2012-2013, efnahags- og viðskiptanefnd 2013.
      Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007-2011 (form. 2009-2011), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2011-2013, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011-2013 (form.) og 2013-.áliti

fimmtudagur, 31. júlí 2014

Ghaza: Að vera manneskja

Það er erfitt að vera manneskja. Að tilheyra þessari tegund sem gengur svo oft fram með þvílíkri grimmd og skepnuskap að manni fallast hendur. Að nær allir af einni þjóð lýsi yfir ánægju með það að slátra nágrönnum sínum, konum, börnum, körlum. Að voldugasta þjóð heimsins og samstarfsþjóð okkar í mörgu skuli í raun leyfa það að þetta gerist. Með endalausri sendingu og gjöfum af nýtísku hertækjum sem hafa náð þvílíkri fullkomnun í útrýmingu. 

 Það er lítið sem maður getur gert hér uppi á eylandi allsnægtanna, gefið nokkra þúsundkalla og mætt á mótmælafundum.  Meðan ungir drengir aldir upp í hátæknihermennsku, miða út markað  eða skóla þar sem vitað er að er nóg af fólki.  Og röksemd herforingja er að andstæðingurinn feli vopn á þessum stað og það er nóg ástæða að drepa nokkur hundruð manns og særa þúsundir. 

 Það er sorglegt að þessi staður í veröldinni sem er upphafsstaður menningar okkar og trúar, skuli vera búinn að hafa þannig áhrif á tilfinningar manns að ef minnst er á Jerúsalem, Dauðahafið, Kapernaum þá kemur óbragð í munninn.

  En lesandi góður við lifum í fjarlægð frá þessum hamförum mannskepnunnar og ræðum oft frekar veðrið. Sólarglæta fær okkur til að gleðjast.  Þótt við vitum að grimmd mannsins geti einhvern tíma komið í allri sinni dýrð til okkar. En á meðan það er ekki þá .....

Sumargleði

yfir öræfin svartur sandur hljómar Bach

framundan Möðrudalur fjöllin í vestrinu undrablá
Herðubreið í  suðrinu tignarblá

fallegt föllum fram tilbiðjum
lífið landið jörðina 

gleðjumst



og mætum á fundinn við bandaríska sendiráðið í dag klukkan 17.00


Myndir: Höfundur úr mótmælum fyrr í mánuðinum 

þriðjudagur, 29. júlí 2014

Hættir Stefán vegna Ráðherra ????

Lekamálið hefur hangið yfir Alþingi og þjóðinni alltof lengi. 

Það er kominn tími til að Ráðherra víki. 

Seinustu fréttir DV af málinu sýna það sem maður vissi alltaf. 

Ráðherra segi af sér!!!!!Spilling xD og xB kemur enn og aftur í ljós.  

Nú er komið nóg!!!!

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hættir störfum vegna undirliggjandi hótana og afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af störfum lögreglunnar í tengslum við Lekamálið. Samkvæmt heimildum DV hefur ráðherrann kallað Stefán á teppið. Hann boðaði lögreglustjórann í ráðuneytið og las honum pistilinn vegna rannsóknar lögreglunnar á ráðherranum, aðstoðarmönnum hans og öðru ráðuneytisfólki. Þar beitti ráðherrann þrýstingi til þess að hafa áhrif á rannsókn málsins. Einnig mun ráðherrann hafi hringt í Stefán til að lýsa óánægju sinni með framgöngu lögreglunnar sem hefur  úrskurðað að aðstoðarmenn Hönnu Birnu, Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir, séu báðir með stöðu grunaðs manns. 

Afskipti  ráðherrans eru af sama toga
og þegar hann hafði samband við DV
og lýsti reiði sinni vegna fréttaflutning
af lekanum og vildi stöðva umfjöllunina. Lögreglan hefur skilað málinu af
sér til ríkissaksóknara sem fer með
forræði þess og tekur ákvörðun um
hvort ákært verði í málinu.
Ræddi við ríkissaksóknara
Samstarfsmönnum Stefáns er mjög
brugðið vegna þessa máls. Hann mun
hafa rætt afskipti ráðherrans við nána
samstarfsmenn. Þá mun hann hafa
rætt það við ríkissaksóknara áður en
hann ákvað að leita fyrir sér um starf
annars staðar.
DV hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. „Ég tel
ekki rétt að ríkissaksóknari ræði þetta
málefni við fjölmiðla,“ segir hún. Sigríður hafnar því hins vegar ekki að
Stefán hafi upplýst sig um þrýstinginn
sem ráðherra beitti.
Það vakti gríðarlega athygli
þegar Stefán sótti um starf forstjóra
Samgöngustofu og sviðsstjóra velferðarsviðs í Reykjavík. Þá hafði hann
komist að þeirri niðurstöðu að honum væri ekki sætt sem undirmaður
Hönnu Birnu þar sem reiði hennar
gæti bitnað á embættinu.
DV hefur fjallað ítarlega um þetta
mál allt frá því minnisblaði um einkamál hælisleitandans Tony Omos var
lekið úr ráðuneytinu til 365-miðla og
Morgunblaðsins. Minnisblaðið fór frá
ráðuneytinu í breyttri mynd þar sem
átt hafði verið við það. Upplýst er að
Gísl Freyr opnaði skjalið um það leyti
sem fyrri lekinn átti sér stað.
Óttaðist ráðherra
Lögreglustjóri mun, samkvæmt
heimildum DV, hafa
fengið sig fullsaddan af samskiptum sínum við ráðherra og
þeim þunga hug sem
hann taldi sig finna frá
Hönnu Birnu. Hann
mun hafa metið stöðuna svo að ráðherrann
gæti skaðað lögregluna
og þess vegna ákvað hann
að víkja.
Stefán þykir
vera einstaklega
samviskusamur
embættismaður. Hann tók við
embætti árið
2006 en áður
starfaði hann sem
skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, forvera innanríkisráðuneytisins,
sem Hanna Birna
stýrir  nú.
Stefán   hefur
störf sem sviðsstjóri
velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar í
byrjun september. Við starfi hans tekur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður var ráðin án þess að
staðan væri auglýst. Hugsanlega mun
Lekamálið koma til hennar kasta ef
ríkissaksóknari krefst frekari rannsóknar á því.
Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig
um ástæðu starfslokanna. „Ég tjái mig
ekki um samskipti við ráðherra,“ segir
Stefán í samtali við DV.
Hanna Birna fékkst ekki til að útskýra sína hlið á málinu, en DV hefur
ítrekað óskað eftir viðtali við hana. Þá
náðist hvorki í Jóhannes Tómasson
upplýsingafulltrúa ráðuneytisins,
né aðstoðarmenn Hönnu Birnu við
vinnslu fréttarinnar. n
nHanna Birna kallaði Stefán á teppið vegna Lekamálsins nÓgnandi símtöl
Atburðarásin í Lekamálinu
18. nóvember Evelyn
Glory Joseph segir í samtali við DV
að vísa eigi Tony Omos úr landi þrátt
fyrir að þau eigi von á barni saman.
19. nóvember
Boðað er til mótmæla
fyrir utan innanríkisráðu­
neytið. Lögfræðingar
innanríkisráðuneytisins
útbúa minnisblað sem
sent er Hönnu Birnu, að­
stoðarmönnum hennar
og ráðuneytisstjóra.
Gísli Freyr Valdórsson,
aðstoðarmaður ráð­
herra, opnar skjalið og
vistar breytingar á því á
svipuðum tíma og hann
ræðir við blaðamann
Fréttablaðsins.
20. nóvember Fréttablaðið birtir forsíðufrétt
sem byggir á upplýsingum úr minnisblaðinu. Þá birta Vísir
og mbl.is fréttir sem byggja að hluta til á falsupplýsingum
sem innihalda ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart Tony.
Upplýst hefur verið að Gísli Freyr átti samtal við blaða­
mann Morgunblaðsins stuttu áður en frétt miðilsins birtist.
22. nóvember Innan­
ríkisráðuneytið sendir frá sér
tilkynningu vegna málsins. Þar
er fullyrt að ekkert bendi til þess
að upplýsingunum hafi verið
lekið innan úr ráðuneytinu.
3. desember
Birgitta Jónsdóttir
minnist á trúnaðar­
brest innanríkisráðu­
neytisins í óundirbún­
um fyrirspurnatíma.
Hanna Birna segir að
ekkert bendi til þess
að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
Þegar umræðunni
lýkur ávítar ráðherr­
ann Birgittu fyrir að
hafa spurt um málið.
10. desember Hanna Birna er kölluð fyrir stjórn­
skipunar­og eftirlitsnefnd Alþingis. Þar segir hún nefndar­
mönnum að skjalið sé ekki úr innanríkisráðuneytinu.
18. desember
Tony Omos er sendur
fyrirvaralaust úr
landi án vitneskju
lögmanns.
Starfsmaður
Rauða krossins
gagnrýnir
Hönnu Birnu fyrir
að bendla Rauða
krossinn við lekann.
16. desember
Katrín Jakobsdóttir spyr
Hönnu Birnu um lekamálið í
óundirbúnum fyrirspurnar­
tíma á Alþingi en áður hafði
Hanna Birna reynt að koma í
veg fyrir fyrirspurnina. Hanna
Birna bætir Rauða krossinum
við þær stofnanir sem hún segir
mögulega hafa umrætt skjal undir höndum.
21. nóvember
Lögmenn hælisleit­
endanna gagnrýna að
viðkvæmar persónu­
upplýsingar hefðu
ratað á síður fjölmiðla.
Gísli Freyr útilokar ekki
að óbreyttir starfsmenn
hafi lekið skjalinu: „Einhverjir
gætu verið að búa til einhverja punkta hjá
sér.“ Síðar sama dag sendir hann frá sér
tilkynningu þar sem hann dregur orð sín til
baka og hafnar því að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
2013
Reynir Traustason
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
Mikils metinn
lögreglustjóri
Áralangur lögregluferill tók skjótan enda
nStefán Eiríksson á að baki langan og farsælan feril
innan lögreglunnar en þar áður starfaði hann í dóms­
og kirkjumálaráðuneytinu. Hann vann í sendiráði
Íslands í Brussel frá 1999 til 2000 og var skipaður
skrifstofustjóri dómsmála­og löggæsluskrifstofu
dóms­og kirkjumálaráðuneytisins árið 2002. Hann
var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
árið 2006 og hefur notið gríðarlegs trausts innan
lögreglunnar. Á hans vakt þykir lögreglan hafa
bætt mjög ímynd sína, enda er hún sú stofnun sem
almenningur ber mest traust til samkvæmt mæling­
um ár eftir ár. Stefán var sæmdur fálkaorðunni um
síðustu áramót fyrir frumkvæði og forystu á sviði
löggæslu. Nú hefur hann kvatt þann starfsvettvang
og snúið sér að velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
„Ég tel ekki rétt að
ríkissaksóknari
ræði þetta málefni við
fjölmiðla
Dv. 29.7. 2014

mánudagur, 28. júlí 2014

Hnattræn hlýnun og steinbrjótarnir

Sumir elska að berja höfði í stein, aftur og aftur og aftur.Jafnvel þangað til blóðið gusast út. Þetta var rautt smágrín.Þetta er sérstaklega áberandi hjá körlum sem hafa þá heimssýn
að allt eigi að vera frjálst, hver okkar megi gera það sem okkur sýnist, hvar og hvenær sem er, með smátökmörkunum.  Einn málaflokkurinn sem þetta á svo vel við er þessi óhugnanlega framtíð okkar mannanna hér á jörðinni ef það er rétt sem nær allir vísindamenn heimsins álíta í dag, að hnattræn hlýnun eigi sér stað með hækkun sjávar og breytingu á veðurfari og loftslagi.  Sem er auðvitað ansi flókið vísindalegt spursmál, og ein röksemdin sem heyrist oft er að engin hlýnun hafi orðið í á annan áratug.  
Einn af þessu viskurembum er Jón Magnússon lögfræðingur og fyrrum stjórnmálamaður. Hann bloggar í dag og endar bloggið svona:  

Hvernig er hægt að skýra það með vitrænum hætti að um sé að ræða hnattræna hlýnun af mannavöldum vegna koltvísýringsmengunar þegar engin hlýnun hefur átt sér stað í 14 ár þrátt fyrir aukinn útblástur. Af hverju ekki skoða hlutina með opnum huga. Af hverju ekki að leggja meiri peninga í umhvefisvernd, hreinlæti og uppbyggingu og draga úr dansinum í kring um þessa pólítísku veðurfræðina. 

Nú er það þannig að hnattræn hlýnun hefur orðið á hverju ári, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, á Heimskautasvæðunum með bráðnun íss og jökla, sem við eigum ekki eftir að sjá fyrir endann á.  Óveður verða sífellt sterkari og algengari, og óveður og flóð um miðbik jarðar meiri.  En það megum við ekki skoða.  Við eigum að skoða hlutina með opnum huga.  Svona svipað og nýfrjálshyggjumenn gerðu í kringum hrunið.  Og enn geta þeir ekki viðurkennt að hugmyndafræði þeirra sé alröng og þurfi að breyta kerfinu ef ekki eigi að endurtaka hildarleikinn og Hrunið. Því miður held ég að sama eigi við um loftslag okkar.

Nú er ég leikmaður í þessum málaflokki eins og Jón Magnússon.  Ég hef töluvert fylgst með þessum málaflokki og lesið greinar
og bækur með og á móti því að hitun aukist með ískyggilegum afleiðingum fyrir börn okkar og eftirkomendur, um áhrif koltvísýrings og alls kyns efnaflóru sem maðurinn skilur eftir sig í umhverfinu, á landi og í sjó.  En að draga á langinn að hefja víðtækar aðgerðir á jörðinn ef ekki á illa að fara endalaust sem einmitt áhrifamesti stjórnmálamaður jarðarinn hefur gert, en Jón var líka að skrifa árásargrein á hann á bloggi sínu og finna honum flest til foráttu, ég get tekið undir ýmislegt af gagnrýni hans þar.  

En það er skemmtilegra og meira gefandi að lesa álit vísindamanna sem hafa eytt ævi sinni að fást við þessa málaflokka.  Farið víða um heim og séð og heyrt ýmislegt.  Einn af þeim er Haraldur Sigurðsson okkar ágæti vísindamaður eldfjalla og hrauns.  Ég læt fylgja með tvær stuttar og góðar blogggreinar hans, hann er svo góður penni, þar sem hann ræðir um þrýstihópa sérstaklega í Bandaríkjunum sem eyða gífurlegu fé að halda fram skoðunum Jóns og annarra nýfrjálshyggjumanna að almenningi í gegnum fjölmiðla.   

Vatnsmelónan og hnattræn hlýnun

Ég hef fjallað töluvert um hnattræna hlýnun hér og fengið margskonar viðbrögð, sum beinlínis dónaleg.   Hvers vegna eru sumir svo harðir í afneitun á náttúrufyrirbæri sem er reyndar fremur augljóst?  Ef til vill er ein skýringin sú, að margir andstæðingar kenningarinnar um hnattræna hlýnun trúi á vatnsmelónukenninguna. Hún er sú, að allir þeir sem hafi áhyggjur af hnattrænni hlýnun séu umhverfisverndarsinnar: þeir eru grænir að utan en rauðir sósíalistar að innan. Að hnattræn hlýnun sé bara ein aðferðin í viðbót til að leiða yfir okkur sósíalismann. Svo eru þeir, sem trúa að hnattræn hlýnun sé aðeins tískufyrirbæri, sem vísindamenn hafi gert mikið úr til þess að fá meira fé til rannsókna sinna.  Nú, svo eru það þeir, sem eru tengdir við, eða hafa fjárfest í olíubransanum á einn veg eða annan og vija af þeim sökum alls ekki viðurkenna að hér sé mikið vandamál á ferðinni fyrir allan heiminn. 

Hvað heldur þú um orsök hnattrænnar hlýnunar? 


Hnattræn hlýnun er staðreynd, en hverjar eru orsakir hennar?  Rúmlega 97% af vísindamönnum telja hlýnun vera af manna völdum. Hinir halda að hlýnun sé náttúrufyrirbæri og óháð mengun mannkyns á lofthjúpnum.  Meðal almennings í heiminum er svarið nokkuð annað, en það er misjafnt milli landa, eins og meðfylgjandi línurit sýnir fyrir tuttugu lönd.   Það er í enskumælandi löndum (Bandaríkjunun, Bretlandi og Ástralíu) sem efasemdir eru mestar um áhrif mannsins á hlýnun jarðar.  Það er í Kína, sem flestir trúa að hlýnun sé af manna völdum.  Hið síðara kemur ekki á óvart, því hvergi í heiminum er mengun meiri en í Kína.  Hvers vegna er almenningur í enskumælandi löndum svo tortrygginn á að hlýnun sé af manna völdum?  Er það tilviljum, eða er það tengt tungumálinu?  Eða er það vegna pólitísks þrýstings og áróðurs í þessum löndum?  Í Bandaríkjunum eru til dæmis 91 stofnanir sem eru vel fjármagnaðar af yfir $900 milljón sem eru í afneitum, eða vinna gegn þeirri skoðun á hlýnun sé af manna völdum. Þessar stofnanir eru styrktar af olíufélögum og álíka fyrirtækjum.   Í þessu löndum er ný-frjálshyggja nú mjög ríkjandi, þar sem margir hallast að þeiri skoðun að hinn frjálsi markaður eigi að ríkja en að draga þurfi úr áhrifum hins opinbera.   Einnig er bent á, að fjölmiðlar í þessum þremur löndum séu að miklu leyti í höndum eins einstaklings: Roberts Murdoch.  Hann er þekktur fyrir þá skoðun að hlýnun sé á engan hátt tengd starfsemi mannkyns.  En þessar skýringar eru reyndar eins og að klóra í bakkann: enginn veit hversvegna hinn enskumælandi heimur hagar sér þannig.

Hér er könnun sem Haraldur birtir um skoanir alemnning í 20 löndum:  
 

laugardagur, 26. júlí 2014

Meistari Friðrik Þór sextugur og lifandi .....enn...

Skemmtilegt viðtal í DV í dag við meistara Friðrik Þór, að hann skuli vera orðinn sextugur og lifandi, það er kraftaverk.  En það er víst að að það er margt dularfullt við Frikka.  Það er sama í hverju hann lendir alltaf skellur hann aftur á fæturna eins og góðum fótboltakappa sæmir. Það er sama hvort er hauskúpubrot, svimi, blankheit eða ofdrykkja.  En þetta hafði ég ekki vitað að hann hefði átt að fara í Turnaárásinni:  

 „Ef ég hefði átt að fara þá hefði ég farið í turnunum,“ segir hann og á við World Trade Center-tvíburaturnana. Friðrik átti bókað sæti í fyrri vélinni sem flogið var á turnanna. „Ég breytti flugáætluninni á síðustu stundu. Ég átti að fljúga til L.A. á fund snemma að morgni 11. september, en kvöldið áður var ég staddur í Toronto og bókaður í eitthvað norrænt partí um kvöldið og vissi að ég myndi ekki ná því að fara skemmta mér ef ég væri að fara í flug strax um morguninn. Þannig að ég hringdi í flugfélagið til þess að athuga hvað það myndi kosta mig að breyta miðanum. Það kostaði 150 dollara og það er verðmiðinn á líf mitt, 150 dollarar,“ segir hann. 

Já, ansi er hann ódýr, segi ég bara.  Margar af myndunum hans gleðja mann ennþá það er öruggt.  Hann er sannkallaður  autör eins og Frakkarnir segja, listamaður sem þykir vænt um fólkið og landið, er engum öðrum líkur.  Maður þekkir alltaf myndirnar hans af þessum neista sem listamenn verða að hafa, en auðvitað gera allir eina og eina bommertu, hann líka. En glæðan í Á köldum klaka, Börnum Náttúrunnar, Englunum, Bíódögum og Sólskindrengnum yljar manni alltaf. 

Svo ég segi bara Til hamingju með aldurinn.  Vonandi verða tugirnir sem flestir í viðbót.  Það  var ansi gaman í fimmtugsafmælinu þegar Frikki leiðrétti allt sem ræðumenn höfðu sagt til að mæra hann.  Svo ískraði hláturinn  í honum þá, og væntanlega verður það alltaf.  Góðar sögur og  hlátur.