föstudagur, 8. janúar 2016

Balthasar: feministi af lífi og sál?

Karlremba er víða, oft finnur maður þessa áráttu hjá sjálfum manni, uppeldi og annar heimur fyrir nokkrum áratugum, margt hefur þó áunnist, karlar taka meiri þátt í uppeldi barna sinna en áður, ganga í mörg heimilisstörf, en langt er í land með launajafnrétti.  En betur má ef duga
 skal. Því er gott að fá þetta innlegg frá Balthazar. Fyrirmyndir eru nauðsynlegar og það er gott að hafa sjálfsgagnrýni eins og hann hefur í þessu viðtali. En hann er úr atvinnugeira þar sem oft virðist vera mest lausung í fjölskyldum.  Frægð og stjörnulíf eru ekki alltaf holl. 




Hann á sjálfur tvær dætur, 19 ára og 22 ára. „Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma,“ segir hann og bætir við að þetta viðhorf hans til feminisma ætti rætur í því að hann ætti börn af báðum kynjum. Hann vilji standa vörð um dætur sínar. „Það er bjánalegt að finnast þær eiga minna skilið heldur en þeir. Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk upp á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist.“
Hann segist sjálfur hafa alist upp á heimili þar sem móðir hans réð ríkjum og fyrir honum hafi til að mynda ekki verið óeðlilegt að þurfa að sinna heimilisverkum. „Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum?“
Lesa má viðtalið við Baltasar í heild sinni hér

fimmtudagur, 7. janúar 2016

Ríkisstjórn:Og sjá blindir fá sýn!!!

Nei, ætli það sé ekki rétt hjá Forsætisráðherranum, lykilorðið blindandi, ríkisstjórn á ekki að gera neitt blindandi, ekki að gera neitt með bundið fyrir augun.  En það gerir hún skipti eftir skipti.  Alla samninga á maður að skoða fyrst, íhuga, rannsaka, liggja yfir. Það gera SDG og kó ekki.  Þess vegna lenda þau í ógöngum dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.  

Gott er að vita hvers vegna viðskiptabann var sett á Rússland, hvaða ástæður voru að baki, hvað gerðist í Úkraínu og á Krímskaga.  Hvers konar stjórnarfar er í Rússlandi, hvað hættur fylgja því að vera háð slíku spillingarþjóðfélagi.  Það er ekki bara verið að elta ESB, við erum líka í NATO og það hefur ýmislegt með þetta mál að gera.  Kannski eigum við heldur ekki að vera þar.  Það er gott að ræða það líka.  Það er ekki nóg að hafa tugi ráðgjafa ef þeir geta ekki sett upp plön A, B og C hvað geti gerst. Líklega er heil blindradeild í Stjórnarráðinu.  Það er eitt sem kemur í veg fyrir það, hinir raunverulega blindu sjá betur en ríkisstjórn hin íslenska lýðveldis. Aldrei hefur verið jafn stór hópur amlóða saman kominn í ríkisstjórn, eins og Jónas myndi segja. Teljum upp heimskupörin ........  


Sigmundur Davíð: Getum ekki bara elt ESB og tekið þátt í viðskiptaþvingunum blindandi