föstudagur, 25. mars 2016

Föstudagurinn langi: Dagur siðleysis?

Góð lesning  á föstudaginn langa. Hver var krossfestur. Sigmundur Davíð eða íslenska þjóðin? Það er sorglegt að svona hugsanir komi upp í hugann. Þessi grein Láru Hönnu Einarsdóttur fær mig til að muna hve ótrúlega saklaus maður var í byrjun þessarar aldar. Við hjónin keyptum í fyrsta skipti nýjan og góðan bíl. Fórum allt of seint að huga að viðbótar

lífeyrissparnaði.  Á meðan íslensk auðstétt kom peningum sínum úr landi eða fór í mál hvert við annað innan fjölskyldunna til að fá fleiri
 milljónir til að leika með. Og hlæja að þessum  löndum sínum sem kunnu ekki trixið eða höfðu ekki áhuga á peningum. Þar sem græðgin er meginatriðið. 

Góðir Íslendingar til hamingju með ráðamann (menn) sem hefur enga siðferðiskennd þar sem siðleysið drýpur af hverju strái. Þar sem við hefðum ekki vitað neitt um allt þetta ef tækni hefði ekki  komið til sögunnar sem gerir okkur mögulegt að fylgjast betur með valdamönnum okkar og skiptast á skoðunum um (mis)gjörðir þeirra. Það er Inernetið. Við gefumst ekki upp gagnvart siðníðingum og hyski þeirra. 

Lesið grein Láru Hönnu.









fimmtudagur, 24. mars 2016

Sigmundarmálið: Frosti í slæmum málum

Sorgleg tíðindi fyrir Frosta, að koma í RUV síðastliðinn laugardag að verja Forsætisráðherra og uppgötva að hann sjálfur, samherji hans,  er Tortólakauðinn sjálfur nú hrópar einhver ekki blanda honum inn í fjármál konunnar.  Komið hefur í ljós að hann vissi allt um hennar fjármál að hans sögn.  Pældi í stöðu sinni gagnvar Hrægömmum.  Svo hann stendur uppi í nýju fötum
Keisarans.  Það er kominn tími til að xB skipti um formann.  Frosti væri ágætt formannsefni þótt hann sé bláeygur en hann er ekki sá fyrsti sem lætur SDG leika á sig.  En allan tíma sem þessi SDG hefur verið í pólitík hefur fnykur verið á Alþingi.  Hann, Gunnar Bragi og Vigdís Hauks hófu sóðalegustu umræðuhefð sem tíðkast hefur hér.  Nú hefur Forsætisráðherrann bætt um betur. 

Hvað ætlar xD að gera?  Ætla þeir að spila þennan dapurlega leik áfram.  Aldrei hefur fjölskylda Forsætisráðherra verið Tortólaættar í Vestur eða Norður Evrópu (nú verð ég auðvitað að bæta við eftir því sem best er vitað)  en siðferði í pólitík er þar á öðru sviði.  Hvað ætlar x D að gera?




Frosti Sigurjónsson (ræða 52): „Breytingin sem nefndin gerði á ákvæði frumvarpsins sneri ekki að neinu Tortóla-liði. [...]Varðandi seinni hluta spurningarinnar er mér ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið er meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega. [...]Þegar upp er staðið þá var ekki tilefni til þess að leggja stein í götu þessara slitabúa við að gefa út skuldabréfin vegna þess að það væri einhver möguleiki á því að 0,1% þessara kröfuhafa væri á Tortóla-eyju, heldur er reynt að liðka fyrir því að þeir geti fengið þessi bréf og þau geti gengið kaupum og sölum. Þannig geta þeir hugsanlega líka sýnt okkur meiri sveigjanleika í samningum við okkur, eða það sem kallað er lifandi samtal.“

mánudagur, 21. mars 2016

Seðlabankastjórinn og Fjármálaráðherra:Vinir í raun?

Seðlabankastjóri hefur ástæðu til að vera ánægður með eftirlit sitt með efnahagsstöðu okkar í dag.   Margt gengur okkur í haginn.  En samt er oft forgangur sem stjórnvöld velja furðulegur.  Svo má ekki gleyma að þetta byrjaði ekki með þessari ríkisstjórn heldur með óvinsælum aðgerðum vinstri stjórnarinnar sem hún varð að gjalda fyrir í kosningum, niðurskurður sem varð til þess að flýta fyrir efnahagslegum bata.  Sem hægri stjórnin hrósar sér af í dag:

Þegar við komum nú saman til 55. ársfundar Seðlabanka Íslands er staða þjóðarbúskaparins að mörgu leyti góð. Það er fyrsti ársfjórðungur ársins 2016 og hagvaxtarskeiðið hefur varað frá öðrum ársfjórðungi ársins 2010 eða í sex ár. Ætla má að landsframleiðslan í þessum ársfjórðungi sé orðin ríflega 4% meiri en hún varð mest fyrir kreppuna. Slaki hefur snúist í spennu og við búum við fulla atvinnu, og kannski gott betur. Öfugt við mörg fyrri tímabil fullrar atvinnu er bæði ytra og innra jafnvægi þjóðarbúskaparins enn þokkalegt.

Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra virðast starfa vel saman þótt sá síðarnefndi hafi reynt að losa sig við Seðlabankastjórann, þótt hann hafi ekki getað það vegna þeirrar virðingar sem Már nýtur á alþjóðavettvangi Fjármálaheimsins. Það er því skrítið að ríkisstjórnin nýti sér ekki þessa góðu skuldastöðu til þess að setja kraftinn í Heilbrigðiskerfið að koma upp Ríkisspítala á góðum hraða (ég minnist nú ekki á broðhlaup Forsætisráðherra suður í Garðabæ).  Í leiðinni væri ekki amalegt að setja arðgreiðsluskatt á ofurgróða banka og fyrirtækja. Og forystumaður ferðamála var svo góður að gefa til kynna að það kæmi til greina að Ferðaþjónustan borgaði smáskatt!!!!   

Á síðustu misserum hafa orðið mikil umskipti varðandi hreinar erlendar skuldir íslensku þjóðarinnar. Nýlega voru birtar fréttir af því að þær hefðu verið 14½% af landsframleiðslu í lok síðasta árs og að fara þurfi aftur til síldaráranna á sjöunda áratug síðustu aldar til að finna dæmi um sambærilega skuldastöðu.

En Seðlabankastjóri varar okkur líka við mistökum sem við höfum of oft lent í þegar pólitískir ofurgossar sjá næstu kosningar nálgast.  En Seðlabankinn hefur nú líka gert sín mistök það er skrítið hversi stýrivextir þurfi endalaust að vera í hæstu hæðum.  Það þurfa allir að hugsa sinn gang. Lífið er ekki einfalt og hroki og heimska eru oft stutt undan.  Svo það er gott að huga að því að við getum öll lært hvert af öðru.  Eða hvað? 

Við höfum að undanförnu notið góðs af alþjóðlegri þróun en ekki er víst hversu lengi það verður og hún gæti snúist okkur öndverð. Þá sýnir sagan að okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir. Við verðum því að vera á varðbergi og vanda okkur við þær ákvarðanir sem framundan eru.