laugardagur, 21. maí 2016

Aldur og fé: Hugsanir um elli og græðgi

Það er gaman að eldast, sumir halda að það sé svo ömurlegt.  Auðvitað fylgja aldri veikindi, breytingar á lífsháttum. Um leið þýðir það að það er svo margt sem maður getur gert, maður ræður svo tímanum.


Mér varð hugsað um þetta á fyrirlestri upp í Háskóla í gær.  Það er stór hópur af fólki sem vill fylgjast með í menningu; bókmenntum, tónlist, listum.  Ansi stór meirihluti yfir sextugt.  Þarna er fólk af öllum gerðum og stéttum. Fyrrverandi forseti, kennarar, læknar, háskólanemar, áhugamenn um hin ýmsu svið.  Landnámið í fyrravetur virtist höfða til ótrúlega breiðs hóp
s.  Nokkur þúsund manns eru áskrifendur að tónlistarstarfsemi, leikhúsum,endurmenntunarnámskeið Háskólans eru einstaklega vinsæl. Aðrir skoða heiminn og elta golfkúlur!  


Margt af þessu kostar ekki neitt, annað eyðir hópurin af eftirlaunum sínum,  Því miður eru margir sem verða að velja og hafna, hafa  ansi rýr eftirlaun.  Því þarf að breyta, við getum haft svo langtum betra kerfi.  Heilbrigðiskerfið kostar til dæmis mikið þegar alvarlegir sjúkdómar herja að.  Auðvitað á allt það kerfi að vera að kostnaðarlausu. 

Það þarf meiri jöfnuð í samfélagskerfið okkar, það þarf meiri gleði að byggja það upp, ekki alltaf neikvæðar víbrur.  Fjármagn á ekki að vera okkur til bölvunar,. Sorglegt er að sjá systkini slást um arf og aflandsfé.  Ætli væri ekki meiri hamingja að jafna þessu og borga sína skatta? Sjálfið er ofmetið. Þegar við látum innra eðlið brjótast fram og sýnum  allt hið versta í okkur. 


Fé sýnir því miður úlfseðli mannsins. .  
Þá fara græðgin og gírdugheitin í gang. Við erum líka dýr með of stóran heila. Gleymum öllu því göfugasta sem einkennir manninn, fjölskylduböndum, tryggð, vináttu, velvild.

Gullið

ískaldur glampi gullsins
glitfiðrildið  sem dregur okkur að

blindar










fimmtudagur, 19. maí 2016

Lars Lönnroth , Njála og menningarsaga okkar.


Hvað er menning, hvað gerir okkur að sérstökum verum og hópi?   Hvað hefur gert okkur kleift að lifa á þessari eyju í meira en þúsund ár? Svarið er menning, svarið er eitthvað sem sameinar okkur og hefur gert það mögulegt að tóra;  við eldgos, náttúruhamfarir, við ísöld og kulda.  

Mikið var gaman í Odda, Odda í Háskóla Íslands til að rugla engan í ríminu,  síðdegis, þar hélt einn af nágrönnum okkar snilldarfyrirlestur,  Lars Lönnroth, hann talaði um Njálu, um skrif Einars Ólafs Sveinssonar og þriggja erlendra fræðimanna, frá Þýzkalandi, Bandaríkjum og Bretlandi þar r sem þeir reyna að bregða nýju ljósi á hugmyndir okkar um þetta ótrúlega magnaða bókmenntaverk, eitt af höfuðverkum evrópskrar menningarsögu.


Þar ræddi Lars um þessa sögu sem er bæði einföld og flókin.  Um Njáls fjölskylduna á Bergþórshvoli, Gunnar og Hallgerði á Hlíðarenda, Flosa og Höskuld og Kára og Hallgerði.  Um hefndir, trúarbrögð, ástir og grimm örlög. Allt sem hann sagði byggðist á þekkingu og áratuga rannsóknum. Þar verður menningasaga Evrópu stöðugt meir i fyrirrúmi, Kristin trú og furðuheimur Miðalda.   

Lars hefur skrifað um Íslendingasögur, um Edduljóðin, hann hefur kynnt þessa menningu okkar í heimalandi sínu Svíþjóð, í Bandaríkjum, Bretlandi og Danmörku.  Hann hefur líka skrifað mjög skemmtilega ævisögu, Dörrar till främmande rum. Minnesfragment sem er til í Norræna safninu.  Hann er einnig sérfræðingur í sænskum vísnasöng, Bellmann og Taube.Seinasta grein hans fjallar um  merkilegan kafla í ævi okkar merkasta menningarpostula Sigurðar Nordal.  Sem segir frá kafla í ævi hans sem hefur ekki farið hátt. Hjónabands hans með sænskri konu í byrjun seinustu aldar. 

Í Odda var stofa 101 troðfull, áhuginn fyrir þessum fræðum verður stöðugt meiri.  Miðaldastofnun hefur seinustu 2 árin haft fyrirlestraseríur um Landnámið og Sturlungaöldina. Þar mæta bæði fræðimenn og áhugafólk um þennan fjarlæga tíma. Það er ekki hægt að segja að fræðimenn tali fyrir tómum húsakynnum Háskólans.  Því er sorglegt að forráðamenn þjóðarinnar sýni þessu starfi ótrúlega lítin áhuga.  Handritin okkar eru komin að því að drabbast niður. Engin húsakynni eru til að sýna þessi verk okkar. Vísindamenn okkar tala fyrir lokuðum eyrum ráðherra.  Þetta er ekki ofarlega á lista hjá þeim. Það er dapurlegt og óskiljanlegt. 

Það sem gerir okkur einstök og engum lík er menningin okkar. Þar tókst okkur að varðveita heim og listir miðalda sem engum hefur tekist betur.   Á okkur hvílir ábyrgð og metnaður að sýna heiminum þessi einstöku listaverk. Til þess þurfum við að hlúa að umhverfi þessara hluta.  Það skiptir meira máli en að fela milljarða á Aflandseyjum.  






þriðjudagur, 17. maí 2016

Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :

Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.










Gunnar Bragi: Hvað er sanngjarnt?

   Nýr Sjávarútvegsráðherra sömu klisjurnar.  Gunnar Bragi svaraði spurningum Oddnýjar Harða á Alþingi, enn sami hljómur og rangtúlkun, málið er að núverandi ríkisstjórn er í vasanum á útgerðarauðvaldinu og þarf að lifa samkvæmt því.  :
Veiðigjöld ekki sann­gjörn Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.
„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers
vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.
Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.
„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.
Nei þetta er ekki nýr sannleikur.  Indriði H. Þorláksson skrifaði greinar um Veiðigjöld fyrir 3 árum.  Þar sem hann svarar öllum röksemdum Gunnars Braga í dag.

Lögin um veiðigjöld eru tilkall þjóðarinnar til arðs af fiskveiðiauðlindinni. Arðs sem hún hefur skapað sér með skilvirkri stjórn á fiskveiðum á stóru hafsvæði sem hún tryggði sér rétt yfir. Þessi arður er réttmæt eign þjóðarinnar. Hann getur og má aldrei verða einkaeign fárra. Veiðigjöldin er ekki skattheimta. Þau eru gjald fyrir afnot af eign þjóðarinnar, fiskveiðiréttinum, innheimt til að tryggja þjóðinni arð af eigin auðlind. Í gildandi lögum (upphafleg lög nr. 74/2012) eru veiðigjöldin tengd arðinum af auðlindinni með hlutlægum og gagnsæum hætti, þau vaxa með auknum arði og lækka dragist hann saman. 
 og Indriði bætir við (og svarar Gunnari áfram). 


Það hefur stundum heyrst að ekki sé sanngjarnt að útgerð sé látinn borga skatt sem önnur atvinnustarfsemi sé laus við. Rökin fyrir því eru að útgerðin hefur þá sérstöðu að hafa fengið einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Veiðigjaldið er ekki venjulegur skattur heldur er með þeim verið að skila auðlindarentunni til réttmæts eigenda hennar. Önnur almenn atvinnustarfsemi er ekki í þessari stöðu. Hins vegar ættu sömu sjónarmið að vera upp gagnvart þeim sem nýta aðrar sameiginlegar auðlindir svo sem orku og er þar enn verk að vinna.

Það eru ótal leiðir fyrir útgerðina að komast hjá því að greiða rentu eftir öðrum leiðum, svo Veiðigjöldin tryggja það langbest að við fáum okkar hlut, eigendur auðlindarinnar Þjóðin. Er það sanngjarnt að eigandinn fái 5 milljarða af auðlindinni meðan útgerðirnar fái 45 milljarða?   Sem við höfum engin áhrif á hvernig er ráðstafað?  Helmingur auðlindarentunnar væri nýr Landspítali á 3-4 árum.










mánudagur, 16. maí 2016

Forsetaframboð: Bjóðum út embættið

Davíð vill kauplausan forseta.  Hann hefur svo marga lífeyrissjóði fyrir sjálfan sig, ákvað suma sjálfur.  
En getum við ekki gengið lengra, þetta er alltof stutt.  Tökum frjálshyggjuna í botn. 
Bjóðum út embættið, Sá fær sem býður best, borgar með því.  Tekjuöflun ríkissjóðs. 
Nokkrir milljarðar fyrir forsetaembættið.   

Þeir sem töluðu mest um að við ættum að skilja við fortíðina,nú tala þeir bara um fortíðina,
hvað ræddi Guðni um Icesave, um ESB, var hann í Samfylkingunni, Heimdalli.  Þetta þurfum við allt að vita til að kjósa forsetann í núinu.  Amma hans var  í Kvennaframboðinu hugsið ykkur!  Ingibjörg Sólrún skrifaði bók um hana!  Forfeður hans voru 
vantsberar, steinsmiðir og sjómenn. Guðni skrifaði bókina um Gunnar Thoroddsen, prýðisbók.  
Elísabet ætlar ekki að gera neitt, hún er af góðum presta og framsóknarættum.  Andri fékk frönsk bókmenntaverðlaun, pabbi hans var með mér í barna- og gagnfræðaskóla, fjölskylda hans bjó í Teigagerði 1 ef ég man rétt.  Guðni er Íhaldsmaður, segja sumir. Davíð vann með mér eitt sumar við Búrfellsvirkjun.  Svona er íslenskt samfélag.  

Þetta verða skemmtilegar kosningar, eða hvað?  Hver syngjur best fyrir mig?  Hver býður best? 

______________________________________________________________

Seg­ir Guðna vilja koll­varpa stjórn­ar­skránni


myndir:  Greinarhöfundur
„Ég mun ekki þiggja laun á Bessa­stöðum. Ég fæ eft­ir­laun sem eru um 40%. Ég vil draga úr pjatti og þess hátt­ar. Færa for­set­ann heim og gefa fólk­inu aðgang að Bessa­stöðum. Þá held ég að það sé ekki við hæfi að hafa 2,5 millj­ón­ir á mánuði í laun,“ sagði Davíð. 
Seg­ir hann að með eft­ir­laun­un­um yrðu laun hans meira á pari við ráðherra.
„Ég veit hvernig hún Ástríður [Thor­ar­en­sen, eig­in­kona Davíðs] er, hún get­ur ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn séu að glenna sig hér og þar. Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt,“ sagði Davíð.

Davíð segir Hrunið okkur öllum að kenna



Forseti Íslands er enginn veislustjóri

sunnudagur, 15. maí 2016

Bjarni Ben: Silkihanskar,vanhæfi og vantraust

Það er furðulegt hve það ríkir mikil þögn um aðkomu Bjarna Benediktssonar að aflandsfélögum og viðskiptalífinu fyrir Hrun.  Orðið sem kemur upp í huga manns er vanhæfi og vantraust. 
Stundin fjallar um þetta í seinast tölublaði. Þar er sérstaklega áhugaverð aðkoma Bjarna að aflandsfélögum föður hans og einkahlutafélögum, þar sem hann sat í fjölda stjórna fyrir föður sinn.  


Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í apríl, ber saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá hefur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands, fullyrt að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. (Stundin bls. 23.)

Hvers vegna er tiplað á tánum umhverfis Bjarna?  Af hverju er þetta á gráu svæði.  Er hann ekki algjörlega vanhæfur? Í umfjöllun Stundarinnar bls. 20 - 23 kemur skýrt fram náið samband þeirra feðga,  Bjarni hlýtur sem formaður og
stjórnarmaður og fulltrúi föður síns að hafa mikla ábyrgð.  
Ekki nóg með það heldur voru afskrifaðar 120 milljarðar eftir Hrunið af eignum Benedikts.  

Það er skrítið hve mjúkum silkihönskum Kolkrabbinn, en Engeyjarættin var lengst af fremsti fulltrúi hnas,  hefur verið tekinn.  Það er merkilegt að maður sem hefur setið sem formaður og stjórnarmaður í félögum  sem hafa verið afskrifaðar um 100 milljarða geti orðið fjármálaráðherra og hafi traust samfélagsins til þess.
Ég held að það myndir hvergi gerast á Vesturlöndum  nema á Íslandi. 

laugardagur, 14. maí 2016

Forsetaframboð og önnur amboð


Jæja eru ekki allir í stuði. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að vera Forseti, enda verð ég svo glaður að leggja upp laupana, getur maður ekki sagt það?Ég hlakka svo til að eignast eðlilegt líf, í fyrsta sinn. Hvað ætli það sé?  Ég veit að Davíð og Guðni smellpassa á Bessastaði. Þó ég megi ekki
segja svona, sorrí Andri, Elísabet og Halla, og þið hin ... Maður getur ekki glatt hvern sem er þó maður geti glatt sjálfan sig.  


Maður getur sagt svo margt þegar maður er ekki í framboði. Það er jafnvel hægt að segja sannleikann, eða hvað? En sannleikurinn er ekki svo merkilegur eftir allt saman. Sá sem segir hann kemst ekki langt. Hann verður ekki þingmaður, ráðherra, forseti. Fjármunir á Aflandseyjum skipta ekki öllu máli, lögfræðingarnir okkar vita það. Ég sem er á móti hásköttum,móti endalausum reglum og lagaboðum.Ég sem hlíti kenningum Hayeks og Friedmans, ég sem veit að við erum þrælar markaðar og fjár, en það er það eins sem blívur.Án þess væri kaos.  Við viljum ekki stjórnleysi.  Erum við ekki öll í stuði. Ég er alltaf í stuði, á Florida, í Demantaverslunum, í Seðlabankaárshátíðum,  í Hvítahússveislum.  Ræða mín hefði verið betri, ég hefði rætt um Erótika hljómkviðuna, Jöklabráðnun, vin minn Einar Má, sandöldurnar á Arabíuskaga, enginn kemst með tærnar þar sem ég hef ristarnar. Ekki einu sinni Vigdís. Nei, nei, nei, nei, nei!




Myndir: Greinarhöfundur