þriðjudagur, 21. nóvember 2017

Íslenska kerfið : sýkn eða sekur?

Hvað er að ske á Íslandi? Það er eins og Ákæruvald  og Dómsvald séu í því hlutverki að sjá um að sem minnstu fjármunir komi í hlut samneyslunnar í landinu. Hver fréttin á fætur annarri lekur í gegnum heilabúin á okkur landsmönnum, maður er varla hættur að gapa af undrun þegar næsta furðufrétt birtist. Stundum milljarðar, stundum milljónir.

Meistarafrétt var í mbl.is í dag. Athafnamaður á Selfossi með tvö fyrirtæki er sýknaður af 19 milljóna  kröfu vegna skorts á sönnunargögnum :. Sýknu­dóm­ur­inn grund­vall­ast af skorti á gögn­um. Í hon­um kem­ur meðal ann­ars fram að héraðssak­sókn­ari gekk ekki á eft­ir því að maður­inn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Eng­in vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn. 

Að lesa dóminn er eins og að lesa furðufrétt, sá ákærði hefur ekki greitt virðisaukaskatt eða staðgreiðslu opinberra gjalda meira og minna  á tímabilinu 2013- 2016. Allt framferði yfirvalda við málsmeðferð er hið undarlegasta, vitni ekki kölluð fyrir, ekki tekið mark á játningu, ekki könnuð til fullnustu aðkoma annarra. 

Það er því ekki nema von að peninga vanti í innviði samfélagsins. Hefur ekki verið gert ráð fyrir 90 milljarðar innheimtist ekki í opinber gjöld á ári? Þetta dæmi sýnir að það eru margir úti að aka í vinnunni. Eða er þetta bara venjuleg vina og kunningja spilling?





Sýknaður af ákæru því hann mætti ekki


D Ó M S O R Р:
Frávísunarkröfu ákærðu er hafnað.
Ákærðu, A, B og C skulu vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.
Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl., kr. 1.159.400, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar verjandans kr. 33.800.

sunnudagur, 19. nóvember 2017

Flóttamenn. Borga skuldina eða farvel

Alltaf er maður stoltur að vera Íslendingur. 5 lögreglumenn fylgja honum úr landi. Offsóttum Írana vegna kynhneigðar. Karl sem hefur náð að aðlagast. Gifst Íslendingi í óþökk yfirvalda hér, giftast á Ítalíu,  til Íslands fær hann ekki að koma. Er hann hættulegur, ofbeldisfullur. Stundin ræktar hlutverk sitt sem ábyrgur fjölmiðill. Birtir fréttit af þessu. Hann á að borga skuldir sínar Allir Íslendingar gera það. Líka Sigríður Andersen. Líka Bjarni Benediktsson.
Við ættum kannski að hafa það svona, borgið eða far vel. Hvað gerist þegar þau borga ekki skuldir Þá verður þögn og síðan skuldin niður færð hægt og rólega, ekki láta fjölmiðla vita, þeir skemma allt. 

Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ 









föstudagur, 17. nóvember 2017

Ríkisstjórn: Og þau brosa blítt

Sorgleg lýsing á einni viku í sögu íslenska lýðveldisins á meðan VG, D og B kurla saman ríkisstjórn sem á ekki eftir að taka á þeim màlum sem hér er fjallað um. Guð verndi Ísland en líklega er það honum um megn. 

Nokkrir dagar á Íslandi


https://kjarninn.is/skodun/2017-11-16-nokkrir-dagar-islandi/

mánudagur, 30. október 2017

Inga í Spillingararminum

Það er ýmislegt sem gerist á tæpum sólarhring, ég sem ætlaði að gefa Ingu Sæland tækifæri. Hún hefði getað verið góð með VSPB vegna jákvæðrar afstöðu  og heilinda í málum sem vinstri mönnum er annt um, sem snúa að samneyslu. En sjá,  síðdegis  í dag er hún  ekki bara orðin aftursætisbílstjóri SDG heldur líka komin í málefna bandalag með honum að sögn framsætisbílstjórans.  Og sjá nú lýsir hún yfir í RUV stuðningi við spillingararm íslenskra stjórnmála stjórnmála, það eru Bjarni og Sigmundur sem eiga fyrstir að mynda stjórn. Íhaldið og Afturhaldið hljóta að gleðjast, fá nýja bandamenn sem vilja ekki borga skatta en auka samt heilsugæslu, vilja halda landinu genetískt hreinu en eru ekki þjóðfasistar. Allt eins og svipaðir flokkar út í Evrópu

Svo við eigum eftir að sjá harðari afstöðu til Flóttamanna, sem taka frá Íslenskum fátæklingum og öryrkjum og gamalmennum að hennar sögn. Inga verður enginn postuli í stjórnmála hjörðinni. Hún fellur á fyrstu prófum.  Flokkur fólksins á ekki að tengja sig fólki sem ástundar  það að komast hjá því að greiða í samneysluna. 






sunnudagur, 29. október 2017

Spillingarholan

Það fór sem margan grunaði að ekkert væri til sem héti Spilling og Óheiðarleiki á Íslandi hjá kjósendum. Það eru margir sem eru miður sín yfir fíflsku samlanda sinna. Ég er einn þeirra .

Að kjósa SDG og BB. Að það sé allt í lagi að hafa forystumenn í stjórnmálum sem hafa verið að brjóta lög landsins. Til að auðgast og komast hjá því að borga skatta og skyldur eins og þeim ber. 

Enn er það fáránlegra að þessir sömu karlar skuli að vera að krefjast þess að fá að mynda ríkisstjórn. Og enginn getur stöðvað þá.  Annar er holdgervingur íslenskra íhaldsafla, allt er gert til að koma í veg fyrir að blettur falli á Engeyjarættina. Hinn er eitthvað sem ég kann ekki skil á en heiðarleika þekkir hann ekki.  Það er sorglegt að hluti þjóðarinnar  velji þetta yfir sig. Og allur heimurinn fylgist með þessu og undrist. 

Nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Vonandi tekst flokkum sem hafa hreint mjöl í pokanum að koma sér saman um starfhæfa stjórn sem tekur á málum fólksins í landinu og leysir þau.  En kannski erum við komin til að vera í þessari Spillingarholu. 



laugardagur, 28. október 2017

Kosningar: skrípaleikur auðmanna.

Skrítið að horfa á leiðtogaumræður. Þar sem þáttastjórnendur hafa of mikil áhrif. Og það er eins og leiðtogar séu hræddir um að tipla á hvers annars tám. Spillingargossarnir fá engar athugasemdir eða beitta gagnrýni, meira að segja í frjálsum spurningum kemur ekkert. Af hverju þessi hræðsla? Hafa Bjarni  eða Sigmundur eitthvað guðdómleg yfir sér. Þessir dónar?

Líklegt er að tár geti haft áhrif í þetta skipti þótt Sædal verði nú aldrei nema vafasamur Trumpari í mínum  augum. En ... það er ekki enn búið að telja atkvæðin. Þó vitum við að Sorgleg fortíð tilheyrir sögunni svo er Óttari að þakka og hinu undirfurðulega sambandi hans og Benedikts. Björt kom sterkt út í lokakaflanum hún ætti að vera í öðrum flokki.

En lesendur góðir. Alvaran blasir við okkur. Ætlum við að rísa upp úr því að vera spilltasta þjóð  Vesturlanda eða halda áfram að vera aðhlátursefni allra og vekja furðu í fáránlegum skrípaleik auðmanna okkar og fylgismanna þeirra. 


Þessir brosa enn í kampinn. 

Allt níðrá við?



þriðjudagur, 24. október 2017

Biskupinn sýnir flokksskírteinið

Nú er biskupinn kominn í kosningaham.  Hún fræðir okkur um sinnaskipti og siðbót eins og alvöru biskupar hafa gert í gegnum aldirnar. Eitthvað er samt óljóst og þruglkennt hvar sannleikurinn á heima. Enda er viðtalið við hana sem vitnað er í Morgunblaðinu og langt er síðan sannleikur eða siðvitund flýðu þaðan. 


Hún hefur fundið nýja leið til að finna rótina og gildin. Það gerir maður með því að núllstilla hlutina. Þetta er hrein snilld. Það hlýtur að vera aðeins á færi Biskups  að núllstilla græðgina þegar í hlut eiga Auðmenn þjóðarinnar undir forystu Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs sem þriðjungur þjóðarinnar virðist ætla að kjósa. Enda leyfa þeir enga sannleiksleit í sínu ríki.


Nei. Það myndi enginn Snowden eða Manning geta komist upp með neitt nálægt henni.  Assange  hefði bara unnið í Bibleleaks. Er Biskupsstofan deild í Sjálfstæðisflokknum?





Í viðtalinu segist Agnes meðal annars óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þurfi að taka sinnaskiptum. Þá segir hún að siðbót í íslensku þjóðlífi ætti að felast í endurnýjun á þeim gildum sem við höfum reitt okkur á í aldanna rás og hafa verið siðferðilegur grunnur lífsviðhorfa okkar. „Ein leið til að komast að rót vandans er að greina hann, draga sannleikann fram í hverju máli og núllstilla hlutina,“ segir Agnes, en segir hins vegar ekki allt leyfilegt í sannleiksleitinni og að ekki sé siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum.