fimmtudagur, 23. maí 2013

Fyrsti dagur Gullstrandarstjórnarinnar


Fimmtudagur: Vorrigning, ljúf og mild. Á fyrsta degi nýrrar stjórnar, stjórnar sem ætlar að gera margt en veit ekki hvaðan peningar eiga að koma. Þess vegna endalausar nefndir ansi margt óljóst ...... En við vonum að ekki rúlli allt til andsk. En við andstæðingar munum stunda andstöðu gegn umhverfisfjendum sem ætla að rúlla umhverfisráðneyti ofan í skurð ..... Það verður fróðlegt að fylgjast með hlutskipti láglaunafólks næstu árin. Sérstaklega þegar lækka á skatta sem þýða yfirleitt lækkun hátekjuskatta eða auknar álögur í gjöldum á hinn almenna þegn.


þriðjudagur, 21. maí 2013

Gleðjumst

Það er að sumra.  Lífið er ekki svo ömurlegt.
Við hjónin eyddum 11 dögum í að sjá um barnabörn meðan foreldrarnir stunduðu vinnu í útlöndum. Fluttum í 101 það var ævintýraleg. Samt höfðum við ekki tíma til að fara á krá.  Fengum okkur einu sinni skyndibita ágætan.  Svo var það bara að sjá um mat fyrir unga fólkið og koma þeirri yngstu í skólann.  Hlusta á tónlistaræfingar og unglinga að skemmta sér.  Fórum á sinfoníu á fimmtudag. Dásamlegt.  
 
Það var skemmtilegt en lýjandi.  Okkur þykir vænt um börnin þetta eru svo fínir krakkar, en við erum að eldast. Stundum erum við þreytt.  En við erum líka dugleg.   

Við borðuðum hollan mat í kvöld með ættingjum okkar. Grænmetisrétt a la BG með perum og mygluðum osti. Og eitthvað gott með, rauðvín.   


Lífið er ekki svo ........