fimmtudagur, 24. apríl 2014

Flóttamenn: Hanna Birna er glöð á góðum degi

Lífið blasir við í allri sinni gleði, bjartsýni og krafti hjá Hönnu Birnu þessa dagana.  Það er gaman að skrifa svona fagnaðargreinar eins og hún gerir í Fréttablaðið í dag, á sumardeginum fyrsta. .  En það eru ekki allir sem geta fagnað, þeir finna áþreifanlega fyrir pennastrikum Hönnu Birnu. Þegar
samkomulagi kenndu við Dublin er veifað framan í flóttamenn eftir 2 ár eða meira.  Og um leið er mörgum lagabrotum hampað í nafni ráðherra.  

Þegar ég heyrði fréttirnar brast hjarta mitt og ég grét bara vegna þess að öll þessi ár sem ég hef verið á flótta komu aftur til mín,“ segir Eze titrandi röddu. Hann kemur frá Nígeríu. 

Ég á erfitt með svefn, mér líður hryllilega,“ segir Shawkan í samtali við DV (hann kom frá Írak) en hann hefur undanfarna mánuði þjáðst af mikilli streitu og þunglyndi. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir er lögmaður hans og annars hælisleitanda frá Súdan sem á einnig að senda úr landi í vikunni. Hann er 30 ára gamall og þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við að hægt verði að rekja það sem hann segir til hans. Hér eftir verður hann því kallaður Tour Jamous. Þeir hafa báðir kært úrskurð innanríkisráðuneytisins en útlit er fyrir að Jamous verði ekki á landinu þegar málið fer fyrir dómstóla.

Hann segir erfitt að hugsa til þess að hann hafi verið á flótta í sjö ár og að nú eigi að senda hann aftur til baka. „Stundum hugsa ég að það væri kannski best ef ég fengi dauðadóm um leið og ég kæmi aftur til Súdan. Það væri gott fyrir mig að losna við þetta þjáningarlíf. Að vera alltaf í viðtölum hjá lögreglunni eða Útlendingastofnun upp á von og óvon. Þetta er samt flókið og stundum hugsar maður til fjölskyldunnar heima en ...“ Jamous byrjar að tala á tungumáli sem blaðamaður skilur ekki, eins og í einhvers konar örvæntingu og ráðaleysi yfir stöðu sinni, áður en hann heldur áfram:

Já, hún Hann Birna er glöð á góðum degi: Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. 

Hún getur svo sannnarlega haft áhrif á framtíð þessara þriggja karla.  Og sofið vel.  

_____________________________________________________________


Sögurnar sem ráðuneytið vildi ekki heyra

Þrír sendir úr landi í vikunni - Biðu hér á landi í tvö ár eða meira - Mál þeirra ekki skoðuð efnislega - Eiga erfitt með svefn og glíma við mikinn ótta 


__________________________________________________________________________


Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögnum sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar.

Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjölskyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars.

Þetta er viðhorfið sem þarf að einkenna Ísland, sem nú stendur á tímamótum og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknarhugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. 

Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvægara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til framtíðar. Við getum tekist á um einstaka dægurmál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð.

Í dag er því við hæfi að taka sameiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrirheitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. 
Gleðilegt sumar.

þriðjudagur, 22. apríl 2014

Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson: Í beinu netsambandi

Jón Sigurðsson kominn í netsamband.  Í maí, kosningamánuðinum. Merkilegt, í sama mánuði og Guðni, holdgervingur þjóðrembu og kjaftháttar ætlar að snúa aftur og
bjarga heiðri formannsins uppstökka.  Auðvitað á það eftir að ganga, enda framsóknarþingmenn farnir að láta sjá sig á menningaratburðum svo sem flutningi Passíusálma og Ragnheiðar. 

Auðvitað þarf þjóðernishyggjan að vera í beinu netsambandi, þó bara innanlands, við höfum ekkert að sækja til annarra.  Þegar jafnvel Pútín hefur brugðist okkur. Og Guðni kemur með stefnuna glænýja beint frá Jóni, slíku getur þjóðin ekki  hafnað. Maðurinn sem sagði:  Það eru mannréttindi að eiga
sauðfé. Hlýtur að eiga erindi til okkar Reykvíkinga.  Ég vil fá sauðfé og hænur í garðinn minn enda nóg pláss. Ég kýs Guðna.  

Við tökum svo undir  í framsóknarsöngnum góða, enda á hann erindi við okkur í dag og alla daga.  Og minnumst líka orða Guðna :  
  • „Við erum perlan í veröldinni, að mínu mati, með frábærar vörur og hreint land og eigum mikla möguleika í gegnum það.“

Það er ekkert mikilvægara en að vera í beinu netsambandi við þjóðina.  

Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu

Jónas frá Hriflu var hollvinur snauðra
hann hyglaði soltnum og barg þeim frá deyð
og reið yfir landið að líkna þeim ófáu
er lífvana hjörðu við hungur neyð

 Jónas Ólafur, Jónas Ólafur 
 Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu 

Hann stóð við í Grímsey og stoð var hann mörgum
og stytta hafði hjarta og heila og hönd
uns barst honum fógetabréf þar sem stóð
að sem brjótuður laga yrði hann hnepptur í bönd

 Jónas Ólafur...

En fógeta ei lukkaðist höndur að hafa
í hári hans hann hvarf burt og sást ei meir þar
en frá öðrum landhlutum fregnir um góðverk hans
flugu en að klófesta hann tókst ekki par

 Jónas Ólafur...

Yfirvöld landsins þau ofsóttu Jónas
en einatt han barg sér - oft snöggklæddur braut
því enginn var til sá að tækist að fanga hann
hann tók ekki feilspor unz ljánum hann laut

 Jónas Ólafur...
    


Hrafnseyri í netsamband

Hrafnseyri í Arnarfirði fær ljósleiðaratengingu í maí en samningar um það hafa náðst milli menntamálaráðuneytisins og tölvufyrirtækisins Snerpu. Hrafnseyri verður tengd inn í ljósleiðaratengingu frá Tjaldanesi í Mjólká.
Þetta kemur fram á vef BB.is í dag. Þar segir enn fremur að panta þurfi og leggja ljósleiðara heim á bæjarhlaðið og að um 4 - 6 vikna afgreiðslufrestur sé á nauðsynlegu efni hjá birgjum.
Á vef BB kemur fram að skortur á góðu netsambandi hafi staðið ráðstefnuhaldi fyrir þrifum á Hrafnseyri - með ljósleiðaratengingunni ætti það vandamál að vera úr sögunni. 

föstudagur, 18. apríl 2014

Hallgrímur Pétursson: Maður allra tíma og flámælges.....

Mikið er nú Hallgrímur Pétursson merkilegur maður.  Enn eiga ótal hlutir við, sem hann orti fyrir 300 og eitthvað árum.  Það er eins og hann sé maður þessarar hátíðar.  Það er alls staðar verið að fjalla um hann. Hann er vissulega maður allra tíma. 
 Það er fátt mannlegt sem ekki er honum viðkomandi.  Það fór ýmislegt á flug við seinasta flutning Megasar á Passíusálmunum í dag.  Við eigum listamenn sem koma þessu listaverki til skila svo unun og gleði er að.  Það var svo mikil gleði í Grafarvogskirkju i dag.  Fjölbreyttar útsetningar og glitrandi flutningur.  Troðfull kirkja, margir sem hafa mætt á alla þrjá tónleikana.  

En ekki hefði þetta verk orðið til án Hallgríms, sem fjallar um trúna sína, líf og dauða, valdsmenn og græðgi, frið og stríð, gæsku og grimmd, fátækt og ríkidæmi, rikisbubba og glæpamenn, málfar og flámælge.  Flest sem Megas hefur einnig  fjallað um í söngvum sínum. Meira að segja unglingavandamálin eru til hjá Hallgrími, ungdómsþverlyndi talar hann um. Enda virðist hann sjálfur hafa verið í æskuuppreisn.  

Ekki hefðu Passíusálmar heldur orðið til án sögunnar um þennan sérkennilega mann, Jesúm.  Þessarar merkilegu sögu um mann sem lifði og dó og reis upp aftur. Hvort sem hann var til eða ekki.  Sem enn hefur þó ótal, hugmyndir,  hugsanir og boðskap til okkar að færa.  Þessi einfalda saga.  Saga sem nær þess vegna til allra. Sem hefur frelsað svo marga og komið ýmsu óhugnanlegu til leiðar.  En við segjum bara í dag að það allt sé bara mannanna verk.  Í tilefni hátíðarinnar.  Og þessa dags sem í bernskuminningunni var svo langur, það mátti ekkert gera, allt var lokað.    Svo óska ég gleðilegra páska!





Gefðu að móðurmálið mitt

minn Jesú þess ég beiði
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt út breiði
um landið hér
til heiðurs þér
helst mun það blessun valda
meðan þín náð
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.

miðvikudagur, 16. apríl 2014

Guðni leggur undir sig Reykjavík

Mikil er hamingja okkar Reykvíkinga.  Við sjáum fram á bjartari tíma: 
Þegar öll nótt var úti þá kom hann skeiðandi inn í borgina, með tvo til reiðar, bjargvætturin eina
sanna,  eftir að Óskar verktakavinur lagði á flótta.  

Guðni útilokar ekki framboð í Reykjavík


Eflaust mun Guðni ekki standast mátið, enda finnst honum gaman innan um fjölmenni, með SS pylsu í annarri og einn sterkan í hinni.  Hann mun sveima um bari bæjarins taka menn tali á sinn þjóðlega hátt og atkvæðin munu safnast í stóra hrauka.  Eins og þau hafa gert suður á Kanarí seinustu áratugi.  Ekki væri verra ef hann svifi um með mágkonu sína sér við hlið, Vígdísi Hauksdóttur.  Þá væri x B kominn með minnst  þrjá borgarfulltrúa.  Og Guðni  settist í borgarstjórastólinn lítillátur að vanda og fengi sér brauðsneið úr íslensku méli með íslenskt smér ofan á.  Heiðursgestur borgarstjórnar yrði að sjálfsögðu Jón Bjarnason, Snæfellingurinn góðglaði.  

Þá verða engar utanferðir hinar stærri á hans tíma !!! Og vopnaðar víkingasveitir munu halda uppi lög og reglu í 101.  Þá verður margur stoltur að búa í Reykjavík.



mánudagur, 14. apríl 2014

Jón Gnarr: Næsti Aðalritari SÞ

Mikið vorum við heppin að eignast svona óvart Jón Gnarr sem borgarstjóra.  Eiginlega bjuggumst við ekki við neinu þegar hann tók við.  En með framkomu sinni, ótrúlegri framkomu þar sem maður vissi aldrei hvað kom næst þá vann hann okkur yfir.  Þessa vantrúuðu.  Svo kórónaði hann feril sinn með því að afneit valdinu, hann ákvað að hætta.  


Hann hefur á sinn svo einfalda hátt dregið fram góðar hugmyndir sem hafa fengið illt orð á sig. Eins og frið, umhverfi, náttúru, list og menningu: 

Mig dreymir um friðarháskóla Sameinuðu þjóaðnna. Alþjóðlega rannsóknamiðstöð um Norðurslóðamál, loftlagsbreytingar og hnattræna hlýnun. Rannsóknir og þróun á rafmagnsbílum. Friðarráðstefnur og friðarviðræður. Listrænar uppákomur. Náttúruminjasafn. Alþjóðlega stofnun um friðsamleg samskipti. Ég vil gera Ísland að heimili vonar fyrir mannkyn,


Þetta er ansi hátimbrað að tala um Ísland sem heimili vonar, sérstaklega þegar við horfum á framkomu ýmissa stjórnmálamanna.  En með sakleysi sínu flettir Jón Gnarr ofan af atvinnustjórnmálamanninum.  En við skulum samt ekki halda að það sé lausnin okkar að hafa ekki atvinnustjórnmálamenn.  Jón er svo einstakur, Björn Blöndal fetar ekki í hans spor.  En hann kennir okkur að það er gott að hafa fjölbreytni í kosnum fulltrúum okkar.  Og það er allt í einu að skipta oftar. 

Svo ætli þetta sé nýja vinnan hans?  Þáttastjórnandi!   http://youtu.be/VD5D7GymLd4

 Ég vil nú frekar fá hann sem Aðalritara Sameinuðu þjóðanna !!!!







sunnudagur, 13. apríl 2014

Stríð í Úkraínu

Ekki er ástandið gott í Austur-Evrópu.  Var að horfa á danskar fréttir. Fréttamaður þeirra var á ferð rúmlega 200 kílómetra inn í Úkrainu, við borgina Slavjansk og hitti þar rússneska hersveit, einkennisbúninga, vopn, búnað, sem kváðust vera kósakkar að hjálpa rússnesku talandi fólki.  Sem tékkaði hverjir fóru yfir brú.   Alls staðar á þessu svæði virðast rússneskir Úkraínubúar hafa tekið völdin. Forsætisráðherra Úkraínu lýsir yfir stríði gegn terrorisma í landinu.  En á svæðinu sem fréttamaðurinn er austast, eru fáir úkrainskir hermenn. Fréttamanninum virtist sem ekki væri heildræn innrás frá Rússlandi heldur fámennar sveitir sendar til hjálpar Rússnesku talandi íbúum.  

Svo það lítur út fyrir styrjöld í Evrópu.  Eins og við mátti búast eftir viðbrögð Pútíns.  
  

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Ráðherrar: Það er erfitt að fórna sér fyrir vanþakkláta þjóð.

Enn er hann að, sá sem trúir á afnám skatta.  Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Hver bjargi sjálfum sér aðrir eiga ekki skilið að lifa.  Bjarni Ben styrkir vini sína, en þeir virðast ætla að flytja skipin sín til Grænlands eða að selja var það ekki til Rússlands.   Svo halda þeir áfram að kyrkja
þorpin á landsbyggðinni hægt og örugglega.  Og borga sér arð í hundruðum milljóna meðan þeir kvarta um lélega afkomu.  Svo eru þeir hissa á því að flokkurinn sé að síga saman eins og sprungin blaðra.  Dælt er milljörðum í skattalækkanir, meða vegakerfið drabbast niður, heilbrigðiskerfið sér starfsfólk sitt á hlaupum upp í næstu flugvél, húsnæðiskerfið á auðvitað að byggjast á einkaeignum fólks sem getur ekki keypti húsnæði.   
Og Sigmundur er að bjarga þjóðinni með lækkun fasteignalána af hverju kann engin að meta þetta?  Af hverju er þessi þjóð svona vanþakklát?   Er það nema von hann þurfi að hvíla sig öðru hverju erlendis?   Jafnvel i ESB landi .......... 

Það er erfitt að fórna sér fyrir vanþakkláta þjóð.

-------------------------------------------

Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest 

Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs.B

Ríkir og sjávarútvegurinn hagnast mest

Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.
Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili. Þá hafa tryggingargjöld á fyrirtæki verið lækkuð sem nemur milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna. Samtals nema þessar lækkanir um 23 milljörðum króna en því til viðbótar hefur stimpilgjöldum verið breytt og öðrum sköttum sem hafa minni áhrif á tekjur ríkissjóðs. dv.is í dag