föstudagur, 6. mars 2015

Leikrit: Forsetinn og Múslimar

Leiðir Forseta Íslands eru órannsakanlegar.  Í gær vakti þessi frétt á Forsetavefnum smáathygli. 

Sendiherra Sádi Arabíu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og flutti forseta sérstaka kveðju nýs konungs Sádi Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud. Rætt var um áhuga íslenskra aðila á að kanna jarðhita í Sádi Arabíu, einkum með tilliti til kælingar húsa. Fjallað var um þróun mála í Mið-Austurlöndum og vaxandi átök á svæðinu. Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa. 

 Formaður félags Múslima á Íslandi gaf út loðnar yfirlýsingar í útvarpinu, hafði heyrt af þessu og þó ekki. Eitthvað var hann búinn að heyra en ekki fengið staðfestingu:
„Ég spurði utanríkisráðuneytið hvort við mættum taka við peningum frá Kúveit eða Sádi Arabíu og það kom mjög jákvætt svar við því. Það væri ekkert að því. Við höfum bara fylgt þeirri reglu að ef gefandinn er ekki á hryðjuverkalista þá geri utanríkisráðuneytið ekki athugasemdir,“ segir Ibrahim Sverrir.  
Hann segist gera sér grein fyrir því að Sádí Arabía sé ekkert sérstakt mannréttindaríki. „En ég veit ekki hvaðan peningar koma upprunalega. Er þetta ekki bara allt upp runnið á sama stað?“

Félagi hans í stjórninni 
Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, tjáði sig um málið á Facebook í gær ómyrkur í máli:  
 Félag Múslima á Íslandi mun aldrei þykkja nein gjöf frá fasista rikið S.A . Við vörum aldrei spurðir og viljum ekki hafa neitt frá þeim.
 ég er alveg brjálaður að mál okkar múslima er rædd a fundi fórsetans og sendiherrans án okkar og farið með manninn á okkar lóð , En án þess að ræða við okkur eða láta okkar vita. Er þetta ekki bara leikrit?

 Svo Sverrir kom með yfirlýsingu í morgun:

 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir að þangað til tilkynning berst um fjárstyrk frá Sádi Arabíu, vilji hann ekki gefa neinar yfirlýsingar um styrkinn og að allar yfirlýsingar frá einstökum félagsmönnum lýsi eingöngu persónulegum skoðunum þeirra.
Hann tekur fram að í Félagi múslima á Íslandi sé hann bæði formaður og forstöðumaður og enginn annar sé þar leiðtogi eða talsmaður. 
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sverrir sendi frá sér í morgun. Hvorki honum né öðrum í stjórn félagsins hafi borist tilkynning um fjárstyrki frá Sádi Arabíu og stjórnin viti ekki annað um málið en það sem birst hafi í fjölmiðlum.

Hvað ætli það þýði að vera forstöðumaður  Múslim safnaðar? Ekkert er talað um forstöðumann í lögum félagsins en stjórnsýsla getur verið ansi flókin þar, bæði er til stjórn og öldungaráð. Stjórnin á að fjalla um veraldleg mál en öldungaráðið trúarleg mál.  Í öldungaráðið er æviráðið.  En skilaboðin eru skýr frá honum, það er bara einn sem má tala. 

Ólafur hefur varpað smápúðurkellingu inn í starfsemi Múslima. Er þetta leiksýning, þá hverra?   Athygli vekur hversu oft Forseti vor er talsmaður einræðisríkja þar sem mannréttindi liggja lágt.  


Í New York Times var þessi frétt á sama degi, Salman kóngur Saudi Araba hinn nýi afhendi Dr. Naik Sjónsvarpsklerki Islamda á Indlandi ein æðstu heiðursviðurkenningu ríkisins. Maður sem myndi kallaður öfgaprédikari hjá okkur.  En Saudi Arabar eru vanir að hafa samskipti í margar áttir, bæði við Vesturlönd svo og ótal öfgahópa, þótt þeir afneiti Isis.  Forsetinn okkar er líka flinkur í svona leik.  Hann hefur tekið þátt í ótal leikritum, ætti að vera búinn að fá Óskar fyrir löngu.  Ef sú stytta væri til fyrir klækjarefi stjórnmálanna.


miðvikudagur, 4. mars 2015

Snákaolía: Landlæknir er líka í góðri trú

Snákaolían fær að vera í friði.  Landlæknir gerir ekkert þrátt fyrir ábendingar almennings.  
Sjaldan hefur maður séð ógeðslegra og andstyggilegra en í Kastljósi í gærkvöldi. Ákafi Snákaolíumannanna að selja draslið sitt fyrir hundruðir þúsunda var átakanlegur. 


Landlæknir er líka í góðri trú í hádegisfréttum.  Það var eins og hann virti meir rétt svindlaranna en sjúklinganna. Ekki kom fram neinn áhugi að taka þessi mál upp út frá lögum.

Ég kynntist persónulega ákafa sölumanns dauðans ( eins og góður vinur minn sagði) í fyrra, það var sorglegt að fylgjast með því hvernig sá aðili kom fram við dauðvona mann.  Ef einhver segir við mig eftir þetta að þetta sé réttlætanlegt að ( örvæntingarfullt) fólk geti valið og sölumennirnir geri þetta í góðri trú þá verður mér flökurt. 

Það er kominn tími til að yfirvöld grípi inn í þessa neðanjarðaratvinnustarfsemi.  Ætli skattayfirvöld hafi kannað þessa starfsemi?  Fólki á ekki að leyfast að vera í gróðaleik með sjúklinga og ættingja þeirra sem eru komnir fram á brún örvæntingar.  

Þetta segir einn sölumaðurinn í Vísir.is í dag 

„Ég horfði ekki á manninn sem dauðvona, þetta var bara maður sem var veikur, og ég vildi bara gera allt til að hjálpa honum. Þetta var bara af einskærum kærleika til hans.“  
Kærleikur seðlanna líklega.  Kann þessi maður ekki að skammast sín? Mér er illt.



þriðjudagur, 3. mars 2015

Í góðri trú: Þar mun spillingin ein ríkja.

Ég er svo saklaus að ég vil alltaf trúa hinu besta á fólk þar til ég reyni eitthvað annað.  Svo var með Ólöfu Nordal.  Hún kom ný eftir töluverða fjarvist  frá hópi þingmanna inn í ráðherrahópinn.  Kannski lífsreynslunni ríkari. En hvað upplifum við svo þegnar hennar í dag?  Einn eina Hönnu Birnu,  Vigdísi, enn eina Ragnheiði Elínu, hún lætur út úr sér eina af
lykilsetningum ársins.  Sem sýnir áframhaldandi spillingu, áframhaldandi vonleysi um leiðréttingu heilamiðstöðva.  Spillingin á að ríkja, hin fullkomna hlýðni við flokkinn: 

„Ég met það sem svo að hún hafi afhent þessi gögn í góðri trú með þá vissu að það væri verið að kalla eftir þeim af einhverri ástæðu. Ég ber fullt traust til Sigríðar Bjarkar í því starfi sem hún gegnir og tel að hún hafi unnið þetta af heilindum.“

Fyrst sá ég talað um „í góðri trú" það var slæmt en að bæta svo við að afhenda gögn af því að það væri kallað eftir þeim af einhverri ástæðu !!!! Það kórónar allt. Vinur minn talaði um Groundhog day, þið vitið, þetta sem endurtekur sig eins á hverjum degi.  Enn er innanríkisráðuneytið rúið trausti, eins og mörg önnur.  

Þar mun spillingin ein ríkja.  

Eins og George Orwell skrifaði:

og 

mánudagur, 2. mars 2015

Róttækni, radikalisering: Sporin hræða .....

 Á tímum er það varla mögulegt fyrir okkur Íslendinga að láta sem ekkert sé í ólgu styrjalda;Úkraína, Sýrland, Írak, Nígería, Súdan, Ísrael-Palestína, Líbýa; svo nokkur ríki og
landssvæði séu nefnd.  Þar sem hrammar þessara átaka teygja sig til okkar hvort sem við viljum eða ekki.  Þar er ég sammála Forsætisráðherranum. Og þessi orð utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur get ég tekið undir:


„Þetta er mál sem þarf að fara reglulega yfir hvernig við forgangsröðum og metum áhættu á hverjum tíma. Ég ætla ekki að kveða neitt upp úr með það hvort lögregluyfirvöld ætti að vera með þessar heimildir eða aðrar. Það er mín persónulega skoðun að ég tel að lögreglan eigi að vera með nauðsynlegar heimildir til að verja borgarana, en hún þarf að fara vel með þær heimildir.“

Margir hafa þá skoðun að við þurfum ekki að gera neitt í sambandi við þá atburði sem átt hafa sér stað, seinast í Frakklandi og Danmörku.  Sumir blanda sjálfum sér í atburði þá, þeir og skoðanasystkin þeirra eiga á hættu að lenda í eftirliti. Og klausan fræga í Mati ríkislögreglustjóra kyndir örugglega undir það.  

Lagt er til að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda með auknum heimildum til að miðla upplýsingum um einstaklinga sem kunna að ógna öryggi almennings.
Sköpuð verði félagsleg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum róttækni (radikalíseringar, e. radicalization).


 Þess skal getið að róttækni og radikalisering er ekki alveg það sama.  Radikalisering er það að beita ofbeldi og drepa fólk til að ná fram markmiðum sínum.  Í norsku stjórnaráliti er þetta orðað: 

Radikalisering er altså en prosess som kan føre til at en person blir en ekstremist. Hvor lang tid radikaliseringsprosessen tar, vil variere fra person til person. Det er heller ikke slik at alle som er i en radikaliseringsprosess, blir voldelige ekstremister. 

 Við höfum upplifað tíma á Íslandi sem svipaðar hugmyndir voru notaðar til fylgjast með pólitískum andstæðingum. Þar sem yfirvöld eyddu svo gögnum og brutu með því lög.  Því þarf að stíga varlega til jarðar.  Óttar Proppé orðaði þetta ágætlega á Alþingi:  

  Því miður hræða sporin, bæði það sem við höfum séð í nágrannalöndunum þar sem heimildir hafa leitt til þess að farið er ansi mikið inn á grátt svæði en einnig höfum við vitað að yfirvöld hafa í krafti þeirra heimilda sem þau nú þegar hafa farið yfir línur sem að minnsta kosti almenningur á Íslandi vill ekki að farið sé yfir, þ.e. í fortíðinni þegar kemur að hlerunum, jafnvel pólitískum.
Ég legg áherslu á þennan mannréttindavinkil, að við ræðum þetta út frá þessum tvennum mannréttindum sem hæstv. ráðherra talar um, annars vegar mannréttindum (Forseti hringir.) einstaklingsins og hins vegar samfélagsins. Við búum á Íslandi við frið, herleysi og almenna (Forseti hringir.) sátt um okkar helstu stofnanir. Ég held að það sé mikilvægt að við viðhöldum því.

 Því verðum við að leggja ríka áherslu að eftirlitið með lögreglunni sé til staðar, hingað til hafa þeir fengið að starfa án raunverulegs eftirlits, þessu þarf að breyta:

Á Norðurlöndum og raunar víðar í Evrópu hafa viðbrögð stjórnvalda við vaxandi hryðjuverkaógn einkum verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið leitast við að styrkja stoðir lýðræðisins og stuðla að auknu gegnsæi í viðbrögðum lögreglu ásamt fordómalausri umræðu um stöðu mála. Hins vegar hafa viðbrögðin falist í því afneita ekki ógninni og efla viðbúnað og getu lögreglu ásamt því að efla félagsleg úrræði af ýmsum toga.

Stendur í skýrslu ríkislögreglustjóra (bls. 8).  Við þurfum að gera okkur grein fyrir ógninni og við þurfum að tryggja að ekki verði troðið á mannréttindum. Lögreglan á ekki að rannsaka sjálfa sig. Æðstu embættismenn hennar eiga ekki að komast upp með að brjóta lög óátalið.  Eins og nýleg dæmi sanna.  


miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Lekar: leyndarhyggja og alræði meirihlutans

Það er margt skrítið í kýrhausnum, lekamál skjóta upp kollinum hér og þar. 
Hafnarfjarðarbrandari einn verður að grískum harmleik. 
Starfsmaður kallaður á fund kjörinna fulltrúa til að gefa upplýsingar um yfirmann sinn. 
Hafnarstjóri sem ég hef heyrt að sé vel liðinn af flestum og hefur meira að segja látið höfnina skila ágóða. En hin nýi meirihluti hefur gert hann að bjálka í Meirihlutaauga sínu. Allt í einu eru varir allra í meirihlutanum innsiglaðar. Fólk sem aldrei hefur séð fréttamann án þess að bunan standi út úr því er allt í einu þögult sem gröfin. Björt Framtíð verður Skuggaleg Fortíð,  The Go Go´s eru vinsælar í Firðinum.
Ef við færum okkur dálítið norðar, þá er Bæjarstjóri sem finnst óþægilegt að hafa áheyrnarfulltrúa minni hlutans í nefndum og ráðum:  

„Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu.

Já það er voðalegt að hafa þetta lýðræði, einhverjir minnihlutahópar sem gera ekkert annað en hrópa spilling, spilling. Þetta segir Bæjarstjórinn sem þarf að spara svo mikið til að borga launin sín, 1,8 millu á mánuði, hæstlaunaðasti bæjarstjóri landsins!!!  

Já, lesendur góðir, vitið lekur úr Kýrhausnum á meirihluta í mörgum Sveitafélögum.  Þá gleymist allt tal um lýðræði.  Maður talar bara um það svona rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar er það leyndarhyggja og alræði meirihlutans sem á að ríkja.    


The Go Go´s My lips are sealed ...... hver var það 
aftur sem sagði Read my lips???

þriðjudagur, 24. febrúar 2015

Tony Blair: Stjörnuhrapið mikla

Einu sinni var vonarstjarna margra vinstrimanna Tony Blair.  Munið hann, hann sem vildi taka upp þriðju leiðina og breyta heiminum til hins betra.  Sameina vinstri stefnu og markaðshugmyndir !!!
Og hvar er hann núna, karlinn sem yfirgaf hugmyndir sínar í valdaleik, æddi út í stríðsleiki með George Bush yngri af öllum mönnum. Tapaði tiltrú flestra með tímanum. Og hvað gerir hann núna?

Ráðgjafi einræðisherra og hæstbjóðenda,  í grein Nicks Cohn í Guardian 2012 kemur í ljós að hann hafði þegið 13 milljónir dollarara af einræðisherranum í Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, sem notar „silkihanskaaðferðir á andstæðinga sína":  lætur skjóta verkfallsmenn, brenna skrifstofur stjórnarandstæðinga og myrða leiðtoga andstöðunnar.  Faðmur hans er útbreiddur til allra sem banka upp á með seðlabúnt. 

Hann dró með sér aðra stjórnmálamenn, ráðgjafar fá vel borgað hjá harðstjórum og uppburðarlitlum ráðamönnum.  Enn eru breskir stjórnmálamenn að láta hanka sig á ráðgjafarstörfum sem hefur auðvitað ekkert að gera með pólitík, tveir fyrrum utanríkisráðherrar, Malcolm Rifkin og Jack Straw. 

Þessi skilaboð sendi han út við andlát Abdullah, Saudi-Arabíu konungs:

I am very sad indeed to hear of the passing of the Custodian of the Two Holy Mosques King Abdullah. I knew him well and admired him greatly. Despite the turmoil of events in the region around him, he remained a stable and sound ally, was a patient and skilful moderniser of his country leading it step by step into the future. He was a staunch advocate of inter faith relations. He founded KAUST, the science and technology university where women and men are educated equally. And today there are more women in higher education than men. He allowed thousands to be educated abroad, people who have experience of the world and will play a big part in the future of the country. He appointed women Ministers. He invested in renewable energy. And of course he launched the Arab Peace Initiative in 2002 which has stood the test of time as a potential basis for a solution to the Israeli Palestine issue. He was loved by his people and will be deeply missed.

Tony Blair hefur verið ráðgjafi í olíuiðnaði hjá Pedro Saudi í eigu konungafjölskyldunnar í Saudi-Arabíu.  Og kjörin hafa verið ansi  ríkmannleg. 

 A previously secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country’s royal family has been leaked showing Mr Blair charging £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the multi-million-pound deals he helped broker. 

Hann á orðið auð upp á hundruð milljóna þar á meðal 31 fasteign sem metnar eru á 5000 milljónir íslenskra króna.

Hann er ráðgjafi ógnarstjórnarinnar í Egyptalandi,listinn er endalaus. Þetta er fín stofnun sem hann rekur. Hann á að vera sérstakur ráðgjafi, SÞ, ESB, Rússlands og Bandaríkjanna um Miðausturlönd, hverju hefur það skilað.  Svo gerðist hann kaþólikki fyrir nokkrum árum.  Talaði um kristnina í sannfæringu sinni um að réttlátt hefði verið að ráðast á Írak. Og pólitískar hugmyndir Blairs? 
Hurfu þær ekki í stríðssöng Vesturveldanna?  Einu söngvar sem maður heyrir í dag eru: Money, money.  Enda voru þeir hreyfiaflið í huga Blairs, ekki betri heimur. 

Hér er smálisti í lokin af þessum
  • June 2007 Appointed Middle East envoy. Salary/fee - None
  • Jan 2008 Appointed adviser to JP Morgan. Salary/fee - £l million a year
  • Man 2008 Appointed adviser to Zurich International. Salary/fee - £500,000 a year
  • Aug 2008 Appointed adviser to South Korea's Ul Energy Corporation. Salary/fee - Unknown
  • Feb 2009 Appointed adviser to government of Kuwait on good governance. Salary/fee - £8 million a year
  • July 2009 Takes role with United Arab Emirates investment fund Mubadala. Salary/fee - £1 million a year
  • Jan 2010 Appointed adviser I to Moet Hennessy Louis Vuitton. Salary/fee - Unknown
  • Nov 2010 Secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country's royal family. Salary/fee £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the deals he helped broker.
  • Oct 2011 Appointed adviser to Kazakhstan government. Salary /fee - £8 million a year
  • Nov 2012 Appointed adviser to Sao Paulo state government. Reported salary/ fee - Unknown
  • July 2014 Appointed adviser to the consortium behind the gas line from Azerbaijan to Italy. Salary/fee -Unknown
 Minnir þessi mynd ekki á einhvern annan?


sunnudagur, 22. febrúar 2015

Davíð og Geir: Merkilegir stjórnmálamenn

Þjóðin fagnar þegar Davíð kemur til dyranna.  Með kaffifantinn í hendinni.  Eða er þetta hann? Það er skrítið að fyrrverandi Seðlabankastjóri skuli þurfa að svara ákalli þjóðarinnar nafnlaust.  Og ráðast á samstarfsmann sinn til áratuga og neita að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum.  Það var ríkisstjórnin hrópar hann út í ofsaveðrið.  Hann veifar bláu hendinni og
flokksfélagarnir fagna.  Veifa fána nýfrjálshyggjunnar þegar hún er búin að rústa þjóðarbúinu. Og öll umræðan fer á hærra plan!

Þegar Alþingi leitaði eftir samtalinu fræga þá kom svar sem er nú ansi holtaþokulegt frá Seðlabankanum 2013:

„að ræða aðgerð af hálfu Seðlabank­ans, sem hvorki nú né þegar at­vik gerðust, er háð sam­ráði við ráðherra, þó svo að slíkt geti í ein­hverj­um til­vik­um tal­ist eðli­legt að sé gert.“

Það er nú hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.  En samt býr að baki að ábyrgðin og ábyrgðin ein er Seðlabankans.  Og ef Seðlabankinn hefur farið eftir skipun ríkisstjórnarinnar, þá er spurningin hvort ekki eigi að höfða málsókn og skaðabótamál gegn bankastjórunum þremur. 

Orðspor fyrrum forsætisráðherra verður alltaf dapurlegra með hverju árinu sem líður.  Það breytist svo sem ekkert með yfirlýsingu Davíðs (ekki Davíð?).  Og hver er nú þessi Davíð?

„Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund. Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp samtöl við
forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ sagði Geir H. Haarde í þættinum aðspurður um hljóðupptökuna.

Já, lesendur góðir, ómerkilegir stjórnmálamenn.  Það er gaman að virða fyrir sér framgöngu merkilegra stjórnmálamanna.  Það lyftir andanum.